V-Húnavatnssýsla

Blanda með 62 laxa

Vel er látið af veiði í húnvetnsku laxveiðiánum nú í byrjun veiðisumarsins. Mest hefur veiðst í Blöndu sem opnaði 5. júní og höfðu 62 laxar komið þar á land á miðvikudagskvöld þegar listi Landssambands veiðifélaga var uppfærður. Í Miðfjarðará hafa veiðst 42 laxar frá því á mánudag í síðustu viku. Laxá á Ásum opnaði degi síðar og hafa veiðst 17 laxar í henni.
Meira

Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.
Meira

Mörg verkefni tengd ferðaþjónustunni að fara af stað

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kölluðu í vor eftir hugmyndum að átaksverkefnum vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum og var í framhaldi af því valið úr þeim fjölmörgu hugmyndum sem bárust. Um helmingi þeirra fjármuna sem veitt var af sóknaráætlun til verkefnisins var veitt til verkefna til eflingar ferðaþjónustu á svæðinu.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Í sumar verður boðið upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnaþingi vestra. Staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. „Fyrirhugað er að hafa opið 1-2 í viku og bjóða upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp. Við viljum bjóða upp á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Auglýst eftir styrkumsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.
Meira

Nýtt umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnunar til ákvörðunar tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Blöndulínu 3, háspennulinu frá Blönduvirkjun til Akureyrar sem liggur um 5 sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyri.
Meira

Jafntefli hjá norðanliðunum um helgina

Keppni hófst í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu nú á dögunum. Tindastólsmenn áttu heimaleik gegn Austlendingum í sameiniðu liði Hugins/Hattar en lið Kormáks/Hvatar fór eitthvað suður á undirlendið og spilaði við Knattspyrnufélag Rangæinga á SS vellinum. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum.
Meira

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Ferðaskrifstofan stóð fyrir vikulegum flugferðum milli Rotterdam og Akureyrar sumarið 2019. Flugfélagið Transavia annaðist flugið og gekk það vel í alla staði. Í vetur voru svo átta flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar á vegum sömu aðila, sem einnig fengu góðar viðtökur.
Meira

Stórlaxar veiðast í húnvetnsku ánum

Óhætt er að segja að laxveiðin fari vel af stað í húnvetnsku ánum en um helgina veiddust þar tveir laxar sem mældust 101 sm, sá fyrri í Víðidalsá á laugardaginn og hinn í Blöndu í gærmorgun.
Meira