V-Húnavatnssýsla

Séríslenskur rostungsstofn sem hvarf við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta skipti staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningum á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Veiðar á rostungum og verslun með afurðir þeirra, skögultennur, húðir og lýsi, eru líklegir orsakavaldar að útrýmingu dýranna. Aðrir þættir, einkum hlýnandi loftslag og eldgos, gætu hafa ýtt undir eyðingu tegundarinnar á Íslandi. Þessar niðurstöður eru meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Karólína í Hvammshlíð með nýtt dagatal - Að þessu sinni með dráttarvél

Í fyrrahaust gerðist það ótrúlega að ljósmyndadagatalið Karólínu í Hvammshlíð gerði henni kleift að kaupa dráttarvél. Svo leið veturinn og sumarið og margir hvöttu Karólínu að búa til aðra útgáfu. Hún ákvað að láta slag standa, ekki síst til að sýna hvernig Zetorinn 7245, árgangur 1990, stendur sig í hversdagsverkum uppi í fjöllunum.
Meira

Íbúar á Vatnsnesi hyggja á aðgerðir

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag kynnti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir sem búsett er á Sauðadalsá á Vatnsnesi, aðgerðir sem íbúar þar hyggjast standa fyrir í þeim tilgangi að berjast fyrir vegabótum á Vatnsnesvegi.
Meira

Vantar leiðir til að fullvinna afurðir heima í héraði

Á stórfundi íbúa á Norðurlandi vestra sem haldinn var í Miðgarði í síðustu viku í tengslum við vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar var lögð mikil áhersla á að finna þurfi leiðir til að fulllnýta afurðir heima í héraði. Þetta var síðasti fundurinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til fyrir gerð nýrrar sóknaráætlunar sem unnið hefur verið að frá því í vor. Var fundurinn vel sóttur og þar komu fram margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Fjallað var um fundinn og rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV í frétt á vef RÚV .
Meira

Helstu áherslur fjárlagafrumvarpsins í heilbrigðismálum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 verða framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra tæpir 260 milljarðar króna. Þar af nema verðlags- og launabætur rúmum átta milljörðum króna. Aukningin nemur um 8% frá fjárlögum þessa árs, eða sem svarar um 20 milljörðum króna.
Meira

Ætir eða eitraðir sveppir?

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.
Meira

Leggst eindregið gegn hugmyndum um eitt lögregluembætti

Lögreglufélag Norðurlands vestra leggst eindregið gegn hugmyndum innan embættis ríkislögreglustjóra um eitt lögregluembætti og tekur þar af leiðandi undir með ályktun félaga sinna á Austur- og Suðurlandi. Á fundi félagsins í gær kom fram að fundarmenn telji að með þessu nýjasta útspili sé verið að afvegaleiða umræðuna og veki jafnframt athygli á því að núverandi skipulag lögreglu sé einungis frá árinu 2015.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Þar má sjá fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur 1. desember 2017 og 1 desember 2018. Fjölgunin er mest í Reykjavík þar sem fjölgað hefur um 1.630 íbúa frá 1.des. 2018 til 1. sept. 2019. Ef litið er til landshluta varð hlutfallsleg fjölgun mest á Suðurlandi, 2,7%, en á Vestfjörðum var fækkun um 0,1%. Á Norðurlandi vestra var hlutfallsleg fjölgun 1,5% en fjölgað hefur í öllum sveitarfélögum landshlutans og var íbúatala hans 7.336 manns þann 1. september.
Meira

Ráðherra – engin teikn á lofti?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.
Meira