V-Húnavatnssýsla

Upptaka af sýndarréttarhöldum í máli sakborninga í Illugastaðamorðunum aðgengileg á vefnum

Nú má nálgast upptöku af af „nýjum réttarhöldum“ í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttir sem dóm hlutu í hinum svo kölluðu Illugastaðamálum. Voru Friðrik og Agnes dæmd til dauða fyrir morðin á Nathani Ketilssyni og Pétri Jónssyni og hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830 en Sigríður send í ævilanga fangelsisvist í Kaupmannahöfn. Frá þessu segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Heitavatnslaust verður á Hvammstanga og í Víðidal í dag

Lokað verður fyrir heita vatnið á Hvammstanga og Víðidal í dag, miðvikudaginn 28.ágúst, upp úr kl. 15:00. Byrjað verður að hleypa vatni á um miðnættið en tíma getur tekið að koma vatni á alls staðar.
Meira

Vísir og Stöð 2 sport leita að áhugasömum í körfuboltaumfjallanir Tindastóls

Nú þegar sumri fer að halla og haustið að taka við fer körfuboltaáhugafólk að stinga saman nefjum og ræða komandi keppnistímabil í Dominos deild vetrarins en fyrstu leikir eru á dagskrá 3. október. Karlalið Tindastóls fær þá Keflvíkinga í heimsókn og stelpurnar taka á móti Fjölni tveimur dögum síðar. Til að landslýður geti fylgst með gengi Stólanna leitar nú íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis að áhugasömum aðilum til að fjalla um heimaleiki Tindastóls í körfubolta.
Meira

Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Nýverið fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga. Fimm fengu styrk úr sjóðnum að þessu sinni en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra og er veittur til háskólanema og þeirra sem stunda fagnám til starfsréttinda og eru ekki á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni. Það var Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra afhenti styrkina.
Meira

Stofnun Félags smáframleiðenda matvæla í burðarliðnum

Stofnfundur Félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn þann 3. september nk. frá kl. 13-15 í fundarsal í húsakynnum Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, 104 Reykjavík.
Meira

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi í Steingrímsfirði en Vestfirðir eru einmitt dæmi um landsvæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Meira

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.
Meira

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira