V-Húnavatnssýsla

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir styrkjum úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga en Ásgeir stofnaði skólann og rak hann á Hvammstanga árin 1913-1920. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna
Meira

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira

Líf í lundi - útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins undir merkinu Líf í lundi. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Í fréttatilkynningu segir að markmið dagsins sé að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins.
Meira

Eldur í Húnaþingi í sautjánda sinn

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í 17. sinn dagana 25.-28. júlí næstkomandi. Að vanda er dagskráin full af spennandi viðburðum og listamennirnir sem við sögu koma eru margir langt að komnir.
Meira

Ráða starfsmann í tilraunaverkefni vegna skólaforðunar

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var tekið fyrir og samþykkt samhljóða erindi frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem heldur utan um félags- og fræðslu þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd, þess efnis að ráða tímabundið starfsmann til sviðsins til að sinna börnum sem klást við skólaforðun ásamt fleiri verkefnum.
Meira

Fertugasti árgangur Húna kominn út

Fertugasti árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Í ritinu er að finna frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin Fljótlega urðu mínir steinar stærri en hans, viðtal við Sigurbjart Frímannsson og Sigrúnu Ólafsdóttur og einnig frásögn Ármanns Péturssonar frá dvöl sinni í Ástralíu. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Lokaráðstefna Erasmus+ verkefnisins INTERFACE í Ljósheimum á morgun

Lokafundur aðila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE er haldinn í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júní. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“. Aðilar að verkefninu fyrir Íslands hönd eru Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst en aðrir þátttakendur koma frá Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu og Grikklandi.
Meira