V-Húnavatnssýsla

Gagnasöfnun og fýsileikagreining á hagnýtingu á hauggasi sett af stað

Bændablaðið sagði frá því að dögunum að í apríl var sett af stað verkefni við gagnasöfnun og fýsileikagreiningu vegna mögulegrar hagnýtingar á hauggasi frá urðunarstað í Stekkjarvík, norðan við Blönduós, sem er einn sá stærsti á landinu.
Meira

Opið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök áhugafólks um skólaþróun hafa með sér samstarf um að veita árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Verðlaunin heita Íslensku menntaverðlaunin og var Árskóli á Sauðárkróki tilnefndur í flokki A, Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, í fyrra en verðlaunin hlaut Fellaskóli í Reykjavík.   
Meira

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira

Kvikmyndin Sinners í Króksbíói í kvöld kl. 20:00

SINNERS verður sýnd í kvöld, mánudaginn 5. maí kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós eða hringja í síma 855-5216 tveimur tímum fyrir sýningu. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Myndin fjallar um tvíburabræður í leit að betra lífi sem snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Meira

Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Meira

Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð

Eftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.
Meira