Fyrsta Landsmótið í hestafimleikum á Íslandi haldið á Hvammstanga
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
01.08.2025
kl. 15.00
Dagana 15.-18. júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum á Íslandi og var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga. Sex hópar, frá Hvammstanga, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Suðurlandi tóku þátt og sýndu alskonar kúnstir. Þó sumir hóparnir væru frekar nýlega stofnaðir og æfingastigið því mjög mismunandi stóðu öll börnin sig einstaklega vel og fengu verðskuldaða viðurkenningu.
Meira