V-Húnavatnssýsla

Garðbæingar mæta á Krókinn á sunnudag

Það er fótbolti um helgina. Til stóð að lið Tindastóls og Knattspyrnufélags Garðabæjar (KFG) mættust á Króknum í kvöld en leiknum hefur verið frestað til sunnudags. Kvennalið Tindastóls spilar aftur á móti í höfuðborginni í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á Víkingsvöllinn og styðja vel við bakið á stelpunum.
Meira

Rafmagnstruflanir í Húnaþingi vestra í nótt

Í nótt, aðfaranótt 3. júlí, verður viðhaldsvinna í aðveitustöð Hrútatungu. Á þeim tíma verður Húnaþing vestra rekið á varaafli og á varaleiðum. Það þýðir að rafmagnstruflanir verða um miðnætti og að vinnu lokinni, um kl. 6 um morguninn. Ekki er hægt að útiloka langvarandi rafmagnsleysi þennan tíma.
Meira

Viðaukasamningur við Sóknaráætlun undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, undirrituðu á dögunum viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra en ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru þann 30. mars sl., að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Fjárhæðin sem veitt var til viðbótar nemur 200 milljónum króna og koma 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra.
Meira

Bjóðum nýja Íslendinga velkomna

Á lokadegi Alþingis var samþykkt þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en fyrsti flutningsmaður er greinarhöfundur. Þetta var í annað sinn sem tillagan er lögð fyrir þingið og það ánægjulega gerðist að hún hlaut nú brautargengi.
Meira

Elín Jóna Rósinberg nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Elín Jóna Rósinberg hefur verið ráðin í starf sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra kemur fram að Elín Jóna sé með Cand.oceon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún leggi stund á MPA nám í opinberri stjórnsýslu við skólann.
Meira

Maríudagar að Hvoli um helgina

Helgina 4.-5. júlí verða Maríudagar haldnir að Hvoli í Vesturhópi. Fjölskyldan frá Hvoli hefur minnst Maríu Hjaltadóttir síðan sumarið 2009 með sýningu og menningarhelgi í byrjun júlí. Að þessu sinni verður sýningin helguð minningu Margrétar Jakobsdóttur Líndal frá Lækjamóti í Víðidal sem helgaði starf sitt því að viðhalda og þróa íslenskt handverk og tóvinnu. Eftir Margréti liggja fjölmörg listaverk og nytjamunir sem hún ýmist saumaði eða prjónaði úr ull. Að Lækjamóti kom María Hjaltadóttir í kaupavinnu ung að aldri og þekkti Margrét til Maríu sem síðar hóf búskap á Hvoli ásamt manni sínum Jósef Magnússyni. Baldur Líndal, bróðir Margrétar, var frístundamálari og munu myndir eftir hann prýða sýninguna á Hvoli. Helga Rún Jóhannsdóttir frá Bessastöðum í Hrútafirði og Hafdís Bjarnadóttir spunakona og tónskáld munu sýna handbrögð við tóvinnu en sýningin er opin frá kl. 13-18 báða dagana. Að venju verður messað á Breiðabólsstað sunnudaginn 5. júlí kl. 14 í tengslum við Maríudaga. Lagt verður af stað gangandi og ríðandi frá Hvoli kl. 13. Fjölskylda Maríu og sóknarnefnd býður upp á kaffi og með því á Hvoli báða dagana á meðan sýningunni stendur.
Meira

Steinullarmót Tindastóls í 6. flokki kvenna í knattspyrnu fór fram um helgina í norðangolu og sól og blíðu

Um helgina fór fram stúlknamót Tindastóls á Sauðárkróki í knattspyrnu í 6. flokki kvenna sem að þessu sinni bar nafnið Steinullarmótið. Í ár mættu um 600 keppendur til leiks frá 22 liðum alls staðar að af landinu og léku í um 100 liðum. Er það á pari við fyrri ár og ekki merki um færri skráningar vegna covid.
Meira

Mikill áhugi fyrir 60+ félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar

Félagsmiðstöð 60+ verður starfrækt á Hvammstanga í sumar. Opið verður í dreifnámsmiðstöðinni á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga á miðvikudögum í júlí og ágúst frá klukkan 14-16.
Meira

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Lúsmý komið í Húnavatnssýslur

Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er rætt við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um lúsmýið sem er að angra fólk hér á landi og þá helst á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Hann segir að nokkuð hafi borið á lúsmýi í sumar og að það hafi verið nokkuð áberandi frá Borgarfirði og austur í Fljótshlíð. Sjálfur var hann var við það í Húnavatnssýslum og í fyrra bárust fregnir af lúsmýi í Eyjafirði.
Meira