V-Húnavatnssýsla

Óvanalega mikil umferð um helgina

Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.
Meira

Úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var lögð fram tillaga að úthlutun ú Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Auglýst var eftir umsóknum í maí sl. og rann umsóknarfrestur út þann 31. maí. Alls bárust fjórar umsóknir.
Meira

Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Meira

Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Sveitarfélögin sjö á Norðurlandi vestra hafa um nokkurt skeið unnið að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar en unnið var uppkast að henni í samráði við lögreglustjóra sem stjórn SSNV yfirfór og samþykkti. Í kjölfarið var samþykktin send sveitarfélögunum og lögreglustjóra til athugasemda. Eftir að tekið hafði verið tillit til þeirra var samþykktin send sveitarfélögunum að nýju til staðfestingar. Að því loknu var hún send ráðherra til undirritunar og birtingar sem sjá má hér.
Meira

Gleðilega þjóðhátíð!

Í dag halda Íslendingar upp á 75 ára afmæli lýðveldisins en það var formlega stofnað á lýðveldishátíð á Þingvöllum þann 17. júní árið 1944.
Meira

Hefur alla tíð verið bókaormur

Magdalena Berglind Björnsdóttir, kennari við Blönduskóla, hefur mikið yndi af bóklestri. Hún svaraði spurningum í Feykis Bók-haldinu í 17. tbl. ársins 2018 og deildi því með okkur hvaða bækur höfða helst til hennar. Óhætt er að segja að þar sé farið yfir vítt svið enda segir hún húsið orðið yfirfullt af lesefni.
Meira

Broddborgarar og fleira góðmeti

Í 22. tölublaði Feykis árið 2017 voru það þau Broddi Reyr Hansen og Christine Hellwig sem léku listir sínar við matreiðsluna. Þau búa á Hólum og hefur Broddi búið þar frá árinu 1998 en Christine frá 2004. Broddi er líffræðingur að mennt en starfar sem kerfisstjóri við Háskólinn á Hólum, í frítíma sínum hefur hann m.a. stundað bjórgerð fyrir þyrsta íbúa á Hólum. Christine er grunn- og leikskólakennari og starfar sem deildarstjóri við leikskólann Tröllaborg á Hólum, hennar áhugamál er meðal annars að æfa og syngja í Skagfirska kammerkórnum. Saman eiga þau tvö börn, Janus Æsi og Ylfu Marie. Þau gáfu okkur uppskriftir að einföldum fiskrétti, Broddborgurum sem eru tilvaldir í föstudagsmatinn og risa pönnukökum sem henta vel á laugardegi að þeirra sögn.
Meira

Kvennahlaup í þrítugasta sinn

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 15. júní. Þetta er í þrítugasta skipti sem hlaupið er haldið og verður nú hlaupið á yfir 80 stöðum á land­inu. Á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið Kvennahlaupsins hafi frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og áhersla lögð á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafi karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Meira

Hárið í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir söngleikinn Hárið eftir Gerome Ragni og James Rado í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag 14. júní, og annað kvöld, laugardag 15. júní, og verða báðar sýningarnar klukkan 19:30. Sýningin var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 af dómnefnd Þjóðleikhússins og venju samkvæmt er þeirri sýningu boðið til uppsetningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Meira

Ragna Árnadóttir næsti skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Tekur hún við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.
Meira