V-Húnavatnssýsla

Skaginn norðan Gauksstaða enn rafmagnslaus

Klukkan 07:45 í morgun leystu tengivirki í Hrútatungu og Glerárskógum út vegna seltu í tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus í einhvern tíma. Á heimasíðu RARIK kemur fram að vegna gríðarlegrar seltu megi búast við áframhaldandi truflunum á þessum svæðum í dag og fram á nótt.
Meira

Síðustu forvöð að tilnefna Mann ársins

Nú eru síðustu forvöð að tilnefna mann ársins á Norðurlandi vestra fyrir árið 2019 en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar. Nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni af Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka sem var kjörin maður ársins 2018.
Meira

Flestir komnir með rafmagn á Norðurlandi vestra - Uppfært: Vonast er til að viðgerð ljúki í kvöld

Eftir margra daga rafmagnsleysi eru allir komnir með rafmagn í Húnavatnssýslum en enn er bilun á Glaumbæjarlínu þar sem fjórir bæir eru rafmagnslausir og Skaginn norðan Gauksstaða einnig en þar er verið að gera við línuna, samkvæmt stöðuuppfærslu RARIK frá því fyrr í dag.
Meira

Helgarbrauðið

Í 46. tbl. Feykis sem kom út þann 4. desember sl. sáu þau Sigríður Skarphéðinsdóttir og Friðrik Þór Jónsson um matarþátt blaðsins. Þau búa í Skriðu í Akrahreppi ásamt dætrum sínum, Silju Rún og Sunnu Sif. Ekki var nóg plássí blaðinu til að birta allar uppskriftirnar sem þau sendu þannig að hér birtist sú uppskrift sem út af stóð, heimabakað brauð sem væri alveg tilvalið að skella í ofninn um helgina og njóta með góðu áleggi og kaffibolla eða heitri súpu en í blaðinu gáfu þau lesendum einmitt uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu.
Meira

Enn rafmagnslaust á nokkrum svæðum á Norðurlandi vestra

Þó rafmagn sé komið á að megninu til á Norðurlandi vestra eru enn nokkur svæði án þess en rafmagnslaust er á tveimur spennistöðvum í Vestur Hópi. Bilun er á Glaumbæjarlínu í Skagafirði og straumlaust er á milli Gýgjarhóls og Reynisstaða og Melur og Holtsmúli eru straumlaus. Þá er Skaginn að austanverðu rafmagnslaus að hluta en unnið er að því að gera við línuna, töluvert er af brotnum staurum.
Meira

Frumsýningu á Skógarlífi frestað

Fyrirhugaðri frumsýningu Leikflokks Húnaþings vestra á barnaleikritinu Skógarlífi sem vera átti í dag hefur verið frestað um einn dag og verður hún þess í stað á morgun, laugardaginn 14. desember.
Meira

Sveitarfélagið Húnaþing vestra styrkir Húnana

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 12. desember, að styrkja Björgunarsveitina Húna um eina milljón króna fyrir óeigingjarnt starf, oft við erfiðar aðstæður, í þágu samfélagsins.
Meira

Skemmdust lyfin í rafmagnsleysinu?

Það er að mörgu að hyggja eftir margra daga rafmagnsleysi þar sem annað hvort kólnar um of eða hitnar í kæliskápum. Meðal þess sem þarf að huga sérstaklega að eru lyf en sum þeirra þarf að geyma við ströng geymsluskilyrði til að tryggja virkni og gæði þeirra.
Meira

Gagnrýna RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin fyrir að hafa ekki verið betur undirbúin

Sveitarstjórn Húnaþings vestra kom saman í gær,12. desember, og fór yfir atburði síðustu sólarhringa og telur ljóst að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins hafi brugðust í því veðuráhlaupi sem gekk yfir. „Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á,“ segir í bókun sveitarstjórnar.
Meira

Eftir storminn

Lífið er nú smátt og smátt að færast í eðlilegt horf eftir óveðurshvellinn sem gekk yfir landið í gær og fyrradag. Rafmagn er nú komið á víðast hvar en þó er enn rafmagnslaust á Vatnsnesi, innst í Hrútafirði, á austanverðum Skaga og á einhverjum stöðum í Langadal og Svínadal samkvæmt upplýsingum á vef Rarik.
Meira