V-Húnavatnssýsla

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Umhverfismat á Holtavörðuheiðarlínu 3

Landsnet segir í fréttatilkynningu: „Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3, sem er ný loftlína á milli nýs tengivirkis Landsnets á Holtavörðuheiði og Blönduvirkjunar. Í matinu voru bornar saman nokkrar mögulegar línuleiðir, þar sem tvær eru taldar líklegastar – annars vegar leið í byggð og hins vegar yfir heiðar. Leiðirnar eru ólíkar, þær hafa mismunandi umhverfisáhrif og þar af leiðandi eru ólík sjónarmið umsagnaraðila og þeirra sem hafa tekið þátt í samráði.
Meira

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar í Kakalaskála miðvikudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.
Meira

Enn um eldislaxa í ám í Húnaþingi og Vesturlandi

Hafrannsóknastofnun hefur birt eftirfarandi á vef sínum: „Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Rabb-a-babb 238: Sigga í Víðidalstungu

Það er Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu sem svarar Rabbinu að þessu sinni. Hún er fædd árið 1982 og er einhleyp. Sigga er dóttir Ólafs og Brynhildar í Víðidalstungu og alin þar upp og telst vera hálfur Húnvetningur og hálfur Borgfirðingur. Hún er M.Sc í búvísindum en starfar sem sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Meira

„Til eru lausnir ef takast má að taka þeim vágesti móti“

Fréttir af eldislaxi þar sem hann er ekki velkominn hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Vágesturinn hefur gert vart við sig í húnvetnskum ám og víðar og brugðu landeigendur í Miðfirði á það ráð að gera grjótgarð yfir Miðfjarðará sem er jú ein mesta og besta laxveiðiá landsins. Þá hafa norskir kafarar verið fengnir til að svipast um eftir eldislaxi í ám hér norðanlands og hefur mátt sjá myndir af þeim marandi í hálfu kafi úti í miðjum ám.
Meira