V-Húnavatnssýsla

Samið um gerð fýsileikakönnunar á auknu samstarfi safna og setra á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum hafa gert með sér samning um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulega sameiningu safna á Norðurlandi vestra að því er fram kemur á vef SSNV.
Meira

Vindhviður allt að 40m/sek við fjöll

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um land allt en sunnanstormur gengur nú yfir landið með hlýindum og fór hiti í 17 stig á Seyðisfirði í nótt. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að vind lægi síðdegis og þá fari einnig að kólna í veðri.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira

Leitað að tveimur sérfræðingum

Á heimasíðu Byggðastofnunar má sjá að leitað er að tveimur sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem tilbúnir eru til þess að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á þróunarsviði stofnunarinnar. Staðsetning starfanna er á Sauðárkróki.
Meira

Ég skil þig

Alþjóðadagur gegn krabbameinum er haldinn um heim allan í dag 4. febrúar. Að því tilefni ætla Kraftur og Krabbameinsfélagið að hrinda af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning og er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður – Kakalaskáli tilnefndur til verðlaunanna

Kakalaskáli í Skagafirði er eitt þriggja verkefna sem hafa verið formlega tilnefnd til verðlauna Eyrarrósarinnar í ár en hún er nú veitt í sextánda sinn. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins fer fram sunnudaginn 1. mars

Skráning er hafin í Karlahlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram sunnudaginn 1. mars næstkomandi. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta fyrsta Karlahlaup markar upphaf Mottumars, árlegs átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.
Meira

Heimsóknum erlendra ferðamanna um Akureyrarflugvöll fjölgar

Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár en samkvæmt tölum Isavia nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan, segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Það segir einnig að nú styttist í að ferðamenn á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel komi í fyrstu vetrarferð ársins til Norðurlands, en þær munu verða átta talsins frá 14. febrúar til 9. mars.
Meira

Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið

Meira