„Á meðan þetta er séns munum við aldrei gefast upp!“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
25.09.2025
kl. 09.06
Viðbótarkeppnin í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld þegar Tindastólsstúlkur skjótast norður á Akureyri þar sem lið Þórs/KA bíður þeirra í Boganum. Það má eiginlega slá því föstu að lið Tindastóls þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni. Andstæðingarnir eru hin þrjú liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar, Þór/KA, Fram og FHL – allt lið sem Stólastúlkur hafa sigrað í sumar þannig að það er allt mögulegt. Feykir tók púlsinn á Donna þjálfara.
Meira
