V-Húnavatnssýsla

Víðismenn í vandræðum á Blönduósi

Það var spilað á Blönduósvelli í gær við fínar aðstæður en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti liði Víðis í Garði. Liðin voru bæði í neðri hluta 2. deildar en Húnvetningar með einu stigi meira og leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Það fór svo að Húnvetningar voru sterkara liðið og unnu sanngjarnan 2-0 sigur og komu sér enn á ný upp í efri hluta deildarinnar.
Meira

Þjóðhátíðardagsskráin á Norðurlandi vestra

Þjóðhátíðin 17 júní er á næsta leyti og af því tilefni ætlar Feykir að taka saman það helsta sem í boði verður á Norðvesturlandi.
Meira

Selma Barðdal er nýr skólameistari FNV

Líkt og Feykir hefur greint frá þá ákvað Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að láta af störfum að loknu skólaári. Nú hefur Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, skipað nýjan skólameistara og það er Selma Barðdal Reynisdóttir sem hefur verið sett í embætti skólameistara FNV til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Meira

Fjörutíuogþrír nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráning Háskólans á Hólum fór fram þann 6. júní sl. Alls voru 43 nemar brautskráðir að þessu sinni. Flest þeirra luku diplómu í viðburðastjórn, alls 25 nemar. Dagbjört Lena Sigurðardóttir og Sigriður Lína Daníelsdóttir hlutu enn fremur verðlaun fyrir afbraðsárangur í námi í viðburðastjórn. Aðsókn í viðburðastjórnun hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og stefnir skólinn á að bjóða upp á framhaldsnám í faginu innan skamms.
Meira

Skáksamband Íslands stofnað fyrir 100 árum á Blönduósi

Skáksamband Íslands 100 ára – Íslandsmót haldið á Blönduósi þar sem allt byrjaði Þann 23. júní 1925 var Skáksamband Íslands stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi af sex skákfélögum af Norðurlandi.
Meira

Stefnir í sameingarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á sveitarstjórnarfundi í Húnaþingi vestra í dag verður tekin endanleg ákvörðun um hvort ákveðið verði að hefja formlegar sameiningarviðræður við Dalabyggð. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur þegar samþykkt að hefja sameiningarviðræður en sú ákvörðun var endanlega samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 10. júní sl.
Meira

Smábæjarleikar að hefjast á Blönduósi

Smábæjaleikarnir á Blönduósi fara fram um helgina og er þetta í 21. skiptið sem þeir eru haldnir. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 8., 7., 6. og 5. flokki.
Meira

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.
Meira

Hvar eru Feykir og Sjónhornið!?

Það eru efalaust einhverjir með böggum hildar að hafa ekki fengið Feyki og Sjónhornið inn um bréfalúguna í dag. Það á sér eðlilegar skýringar því hvítasunnuhelgin náði að veju nokkuð inn í vinnuvikuna. Sjónhorn og Feykir voru því prentuð degi síðar en vanalega.
Meira

Drungilas semur til þriggja ára

Adomas Drungilas, hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Drungilas hefur spilað með Tindastól frá hausti 2022
Meira