V-Húnavatnssýsla

Veðurheppni og frábært skíðafæri

Það var frábær tímasetning á snjónum í Tindastól og opnun skíðasvæðisins þó vissulega hefðu einhverjir kært sig um að það hefði gerst fyrr. En snjórinn kom og hægt var að opna skíðalyftuna á skíðasvæði Tindastóls í tæka tíð áður en vetrarfrí í skólum landsins byrjaði.
Meira

Sigurvegarar í eldvarnargetraun

Yngvi Jósef Yngvason varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar fór á dögunum og afhenti tveim börnum verðlaun í eldvarnargetrauninni sem er liður í eldvarnarátaki Landsambands skökkviliðis og sjúkrafluttningamanna.
Meira

Krækjurnar í 2. sæti á blakmóti í Fjallabyggð

Um sl. helgi fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, en þarna koma saman blakarar alls staðar af landinu til að hafa gaman saman og spila þessa skemmtilegu íþrótt. Uppselt hefur verið á mótið undanfarin ár og var engin breyting á þetta árið þar sem um 300 manns mættu og spiluðu bæði á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn á Siglufirði og á Ólafsfirði. Á laugardagskvöldinu var svo verðlaunaafhending í Bátahúsinu en eftir hana var skundað á Rauðku í mat og drykk og þar var dansað fram á rauða nótt.
Meira

Jón Oddur vann A-riðil í Kaffi Króks mótaröðinni sl. þriðjudag

Annað mótið í Kaffi Króks mótaröðinni þetta árið fór fram þriðjudaginn 27. febrúar í glæsilegri aðstöðu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar en miklar endurbætur hafa verið gerðar þar sl. vikur. Alls tóku fjórtán félagsmenn þátt í mótinu og keppt var í tveimur riðlum, sjö í hverjum riðli. Í A-riðli vann Jón Oddur Hjálmtýsson og Þórður Ingi Pálmarsson varð í öðru sæti. í B-riðli vann Sylvía Dögg Gunnarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson varð í öðru sæti. Hæsta útskot kvöldsins átti Arnar Már Elíasson en það var 115 stig. Þeir sem ekki vita þá eru Þórður Ingi og Sylvía Dögg hjón og hafa stundað þessa íþrótt, ásamt börnum, af kappi í bílskúrnum heima hjá sér og því engir nýgræðingar í sportinu.
Meira

Leikur í Síkinu á morgun hjá Mfl. kvenna á móti Stjörnunni

Á morgun mun ungmennaflokkur Stjörnunnar mæta í Síkið og spila við meistaraflokk kvenna kl. 18 og því um að gera að mæta og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Þetta verður í þriðja skiptið sem þessi lið etja kappi í vetur og hafa Stólastúlkur unnið báðar viðureignirnar, fyrri leikurinn fór 85-65 og sá seinni 100-59. Bæði liðin eru búin að spila fimmtán leiki og situr Stjarnan í 7. sæti en hefur aðeins unnið einn leik og tapað rest á meðan Stólastúlkur sitja í 5. sæti og hafa unnið tíu leiki og tapað fimm. Sl. laugardag bættist einn tapleikur við þegar að þær töpuðu með minnsta mögulega mun á móti KR 79-78 á Meistaravöllum. 
Meira

Tæp 460 tonn á Norðurlandi vestra vikuna 18. feb.– 24. feb.

Á Króknum lönduðu fjórir bátar/togarar rúmum 414 tonnum í fjórum löndunum. Á fisk.is segir að Málmey hafi verið við veiðar á Kolluáli og Látrabjargi og uppistaðan hafi verið þorskur og ýsa. Þá var Drangey einnig við veiðar á Kolluáli og uppistaða aflans hafi verið þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Húnabyggð og Skagafjörður höfnuðu styttingu þjóðvegar 1

Samgöngufélagið sendi bréf í byrjun febrúar á bæði Húnabyggð og Skagafjörð þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarfélaganna um styttingu hringvegarins um svokallaða Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að framkvæmdin verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegaframkvæmda. Bréfið var tekið til umræðu á fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 22. febrúar og hjá byggðaráði Skagafjarðar þann 21. febrúar og höfnuðu bæði sveitarfélögin hugmyndinni um styttingu þjóðvegar 1.
Meira

Íslensk erfðagreining heldur áfram að liðsinna sauðfjárbændum við arfgerðagreiningar

Í grein sem Bændablaðið birti í gær segir að Íslensk erfðagreining mun áfram veita sauðfjárbændum liðsinni við arfgerðagreiningar. Munu þær fara fram þegar safnast hefur upp hæfilegur skammtur sýna en gera má ráð fyrir að niðurstöðurnar komi a.m.k. mánaðarlega en eftir sauðburð verði stöðug greining í gangi fram á haustið. Öll sýni sem RML tekur verða send til Íslenskrar erfðagreiningar til greiningar. 
Meira

Hjörvar Halldórsson ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi ráðið Hjörvar Halldórsson í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs en staðan var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira

Glitraðu með einstökum börnum á morgun, 29. febrúar

Á morgun, 29. febrúar 2024, er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og hefur félag Einstakra barna óskað eftir að fólk glitri þeim til stuðnings. Þá verður málþingið Við höfum rödd – er þú að hlusta? einnig haldið á morgun á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:30-15:30 og eru allir velkomnir á það og fer skráning fram á heimasíðu félagsins, einnig er hægt að skanna QR kóða sem er inni í fréttinni sem fer með þig beint á skráningarsíðuna.
Meira