V-Húnavatnssýsla

Veður í hámarki á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að snælduvitlaust veður hefur verið víða á landinu og nú geisa miklar rokur á Norðurlandi. Í Blönduhlíðinni er stormur, yfir 30 metrar á sekúndu með miklum hviðum en fyrir hádegi mældist mesta gusan 47,7 m/s á veðurstöð við Miðsitju. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi þar er vindhraðinn yfir 30 m/s og hviður yfir 49 m/s. Á Skagatá mældust hviður allt að 41 m/s en þar er vindhraðinn nú um 30 m/s.
Meira

Góutunglið leggst vel í spámenn - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari.
Meira

Allt skólahald fellur niður á morgun

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Landsmenn búa sig nú undir ofsaveður sem ganga mun yfir landið í nótt og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun um land allt. Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið og reiknað er með að í nótt hvessi mikið og gangi í austan rok eða ofsaveður með morgninum.
Meira

Framsóknarmenn á Norðvesturlandi í kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og liggja þingstörf niðri en þingmenn nýta dagana til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Þingmenn Framsóknarflokksins eru á ferð um Norðvesturland í dag og boða til funda á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki sem hér segir:
Meira

Verkefnastyrkir NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir á vef Byggðastofnunar verkefnastyrki fyrir árið 2020 en markmiðið með starfi NORA er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Í því skyni eru m.a. veittir verkefnastyrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, en starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.
Meira

Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Þetta kemur fram á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. En í gær var samþykktur nýr kjarasamningur sambandsins Starfsgreinasambandið (SGS), með 80% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.
Meira

Opinn fundur um eftirmál desemberveðursins

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. febrúar, klukkan 20:00 boðar Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda til opins fundar í Víðihlíð um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember síðastliðinn.
Meira