V-Húnavatnssýsla

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira

Íbúum gefst færi á að setja sitt mark á vinnuna

Feykir sagði frá því um helgina að sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefðu ákveðið að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna muni fara fram dagana 29. nóvember til 13. desember 2025. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra hvort þetta þýddi að öll vandamálin varðandi sameiningu væru leyst og hægt væri að leyfa fólki að kíkja í pakkann.
Meira

Opið samráð um drög að þjónustustefnu

Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra. Á vef sveitarfélagsins segir að í skjalinu skuli koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira

SSNV leitar að hugmyndum tengdum vetrarævintýraferðamennsku

Á vef SSNV kemur fram að eitt af áhersluverkefnum þeirra sé að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti
Meira

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 28. nóv til 13. des

Samráðsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosning um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar

Síðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.
Meira