V-Húnavatnssýsla

Laxveiðisumarið líður undir lok

Laxveiðisumrinu í Húnavatnssýslum lýkur senn en sumar laxveiðiárnar loka fyrir laxveiði í nú í vikunni en aðrar um mánaðamótin. Í frétt í Húnahorninu, þar sem menn eru ekkert með öngulinn í rassinum, segir að haustveiðin hafi verið ágæt. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará sem gaf 116 laxa vikuveiði og þann 17. september höfðu veiðst 1.198 laxar í ánni í sumar.
Meira

Örnám, einstakt tækifæri | Aðsend grein

Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Meira

Stólastúlkur í erfiðum málum í Bestu deildinni

Lokaumferðin í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild kvenna var spiluð í dag og það var sterkt lið FH sem kom á Krókinn þar sem lið Tindastóls beið þess. Hlutskipti liðanna er ólíkt; Stólastúlkur í bullandi fallbaráttu en lið FH að reyna að halda spennu í toppbaráttunni. Gæðamunurinn kom fljótt í ljós í leiknum og lið Hafnfirðinga vann öruggan 0-4 sigur.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira

„Þetta var magnað að upplifa!“

„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik

Það var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!
Meira

Styrktarleikir fyrir Píeta

Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól.
Meira

Eftirlitsmyndavélar senn settar upp á Norðurlandi vestra

Fyrir rúmu ári sagði Feykir frá því að Lögreglan á Norðurlandi vestra hefði sent sveitarfélögum á svæðinu erindi vegna eftirlitsmyndavéla sem embættið vildi setja upp. Fram kom í fréttinni að Norðurland vestra væri eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar væru ekki í notkun. Nú skýrir Morgublaðið frá því að á næstu mánuðum verði teðar öryggismyndavélar settar upp á nokkrum stöðum á svæðinu í því skyni að lögreglan geti fylgst með umferð inn og út af svæðinu.
Meira

Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!

Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega.
Meira

Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira