V-Húnavatnssýsla

Laus staða prests auglýst í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi

Biskup Íslands hefur nú óskað eftir presti til þjónustu við Skagafjarðarprestakall, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 1.apríl næstkomandi og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.
Meira

Ársþing SSNV 2024

Á vef SSNV segir að 32. Ársþing SSNV verður haldið fimmtudaginn 11. apríl 2024. Að þessu sinni verður ársþing haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi í Húnabyggð. Húsið opnar með morgunhressingu kl. 9.00. Dagskrá hefst með þingsetningu kl. 9.30 og stendur til 14.30.
Meira

Heiðdís Pála söng sig inn í söngkeppni Samfés

Á Facebook-síðu Húsi frítímans segir að Heiðdís Pála Áskelsdóttir hafi keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Friðar á Norður Org, sem er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, síðastliðinn föstudag og var keppnin að þessu sinni haldin á Dalvík. Heiðdís Pála stóð sig gríðarlega vel sem skilaði henni þátttökurétti á Söngkeppni Samfés sem haldin verður í byrjun maí fyrir hönd Friðar.  Til hamingju Heiðdís Pála og gangi þér vel í maí. 
Meira

Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarf?

ÍSÍ og UMFÍ leitar að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu. Starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðastöðvum um allt land en tveir starfsmenn verða á hverri stöð.
Meira

Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Upplýsingafundur um riðu á Norðvesturlandi í kvöld á Blönduósi

Matvælastofnun boðar til upplýsingafundar um riðu þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00, í BHS-salnum að Húnabraut 13 á Blönduósi. Fulltrúar MAST og RML hafa framsögu og sitja fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn.
Meira

Þorramót Fisk og GSS

Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið  gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli.
Meira

Mikilvægur sigur í Síkinu

Stólastúlkur unnu Ármann í hörku leik í Síkinu sl. sunnudagskvöld 64-58. Nú sitja þær í 4. sæti en eru samt sem áður með jafn mörg stig og öll liðin fyrir ofan, Aþena, KR og Hamar/Þór, 26 stig. Þær eiga nú þrjá leiki eftir og er næsti leikur á móti Hamar/Þór í Síkinu þann 16. mars en þær sitja í 3. sæti og því mjög mikilvægt að Stólastúlkur vinni þann leik ef þær ætla að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Heldur útgáfutónleika með eigin tónlist

Hrafnhildur Ýr er sveitastelpa úr Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu, en hún ólst upp í Dæli frá fimm ára aldri. Vorið sem Hrafnhildur varð fimm ára skrapp hún með mömmu sinni í sauðburð í sex vikur en svo vildi til að þær fóru ekki aftur til baka því mamma hennar varð ástfangin af bóndasyninum. ,,Hann ættleiddi mig svo þegar ég var sex ára og það sama ár eignaðist ég bróður og svo fæddist sá yngsti fjórum árum eftir það. Þeir heita Vilmar Þór og Kristinn Rúnar og lærðu báðir á Króknum á sínum tíma, Vilmar húsasmíði og Kiddi bifvélavirkjun."
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni

„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár.
Meira