V-Húnavatnssýsla

Gjaldfrjáls skimun hvetur til þátttöku

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. Stærstur hluti kvennanna segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Fyrstu fim mánuði ársins hafa rúmlega tvöfalt fleiri konur mætt í fyrstu skimun en á sama tímabili síðasta árs að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands.
Meira

Heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og lausamuni

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var sl. þriðjudag, 25. júní, voru samþykktar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Er Heilbrigðiseftirlitinu ætlað að vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Vinna við nýja sóknaráætlun formlega hafin

Fyrsti formlegi fundurinn í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar og sviðsmynda atvinnulífs Norðurlands vestra var haldinn nýlega. Á vef SSNV segir að verkefnisstjórn vinnunnar hafi fundað fyrri hluta dags en hana skipa stjórn SSNV, fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn sem og starfsmenn samtakanna. Síðari hluta dags bættust aðilar úr atvinnulífinu við. Á fundnum var farið yfir fyrstu niðurstöður netkönnunar sem gerð var í tengslum við vinnuna en þær verða kynntar nánar með haustinu.
Meira

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Maríudagar um næstu helgi

Dagana 29. júní og 30. júní verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi klukkan 13.-18 báða dagana. Þetta er í tíunda sinn sem Maríudagar hafa verið haldnir en það er gert í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli. Það er fjölskyldan frá Hvoli sem stendur að þessum árlega viðburði.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir styrkjum úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga en Ásgeir stofnaði skólann og rak hann á Hvammstanga árin 1913-1920. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira