V-Húnavatnssýsla

Aflatölur vikunnar

Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni: Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Konur spretta úr spori á laugardaginn

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní næstkomandi á um 80 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990 og var markmið þess að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja þær til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Á vefsíðu Kvennahlaupsins segir að þau markmið hafi um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur eru í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áherslan núorðið sé þó ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Meira

39 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Sl. föstudag voru 39 nemendur brautskráðir frá öllum deildum Háskólans á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust tveir með diplómapróf í fiskeldisfræði og frá Ferðamáladeild voru veittar 14 diplómur í viðburðastjórnun, ein diplóma í ferðamálafræði, sjö BA-gráður í ferðamálafræði og með BA-gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta útskrifuðust þrjár.
Meira

Minningarskilti um Bangsa afhjúpað á Hvammstanga

Á vef Húnahornsins má lesa um þann skemmtilega viðburð er minningarskilti um „Bangsa“, Björn Þóri Sigurðsson var afhjúpað á sjómannadaginn síðastliðinn. Hófst athöfnin á messu á Bangsatúni þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónaði og prédikaði. Kirkjukór staðarins söng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttir organista. Minningarskiltið var svo afhjúpaður og að því loknu var öllum boðið upp á veitingar undir bláhimni. Fjölmenni var við athöfnina og má sjá fleiri myndir frá henni á vef Húnahornsins.
Meira

Halló frumkvöðlar og aðrir hugmyndasmiðir á Norðurlandi vestra

Icelandic Startups verður með kynningarviðburð á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita fyrir Norðvesturlandi á Sauðárkróki nk. föstudag kl 12 – 14. Hraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er tilvalinn vettvangur fyrir þá frumkvöðla sem vilja ná lengra á styttri tíma og efla tengslanetið til muna.
Meira

Nes listamiðstöð og Selasetur Íslands fá styrk úr Loftslagssjóði

Nýlega var úthlutað úr Loftslagssjóði og er það í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Sjómennskan mótaði mig fyrir lífstíð

Óhætt er að segja að reynsla mín af sjómennsku hafi mótað mig fyrir lífstíð. Ég fór fyrst á sjóinn fyrir rúmum 30 árum síðan, þá 16 ára gamall. Í dag er ég gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast sjómennskunni ungur, enda kem ég af mikilli sjómannaætt úr Sandgerði. Faðir minn slasaðist alvarlega á sjó og gat því miður ekki stundað sjómennsku aftur. Afleiðingar sjóslyssins hafa ennþá mikil áhrif á líf hans. Sú reynsla hefur fylgt mér alla tíð og skýrir kannski af hverju öryggismál sjómanna hafa alltaf verið mér hugleikin.
Meira

Grannaslagur í Mjólkurbikarnum á morgun

Fyrsti alvöru fótboltaleikur sumarsins verður á morgun, sunnudag, þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum í Kormáki/Hvöt. Leikurinn hefst kl. 14:00 á gervigrasinu á Sauðárkróki og er liður í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Reikna má með hörkuleik þó hvorugt liðið hafi spilað fótboltaleik síðan snemma árs og spurning hvort leikmenn verði eins og beljur að vori – eða þannig.
Meira