V-Húnavatnssýsla

Tíu Norðvestlendingar á verðlaunapall á Stórmót ÍR í frjálsum

Hátt í 30 keppendur af Norðurlandi vestra tóku þátt í Stórmóti ÍR um helgina en tæplega 600 skráðu sig til leiks í hinum ýmsu keppnisgreinum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og mikið um persónulegar bætingar þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en þær voru 468 talsins, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍR. Tugur keppenda af Norðurlandi vestra komst á verðlaunapall.
Meira

SSNV leitar að fyrirtækjum til þátttöku í stafrænni vegferð - Digi2Market

SSNV leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market. Er verkefninu ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Leitað er að fyrirtækjum sem vinna með markaðssetningu, samskipti og nýja tækni og eru áræðin og framsækin og hafa vilja og getu til að þróa núverandi rekstur og markaðssetningu með því að nýta nýja stafræna tækni og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Hey Iceland, verður með fyrirlestur í Vísindi og graut í Háskólanum á Hólum 29. janúar milli klukkan 13: 00-14: 00. Lella Erludóttir er markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnað af íslenskum bændum árið 1980 en ferðaskrifstofan er enn í meirihlutaeigu bænda. Lella segir forsögu fyrirtækisins ná allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.
Meira

Ásdís Aþena sigraði í Söngvarakeppni Húnaþings vestra - Myndband

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 16. janúar sl. Ásdís Aþena Magnúsdóttir gerði sér lítið fyrir og söng til sigurs í eldri keppenda með lag Bruno Mars, When I was your man.
Meira

Hálendisþjóðgarður – af hverju og hvernig?

Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna. Með þjóðgarði gefst einstakt tækifæri til að vernda þessi verðmæti, tryggja aðgengi útivistarfólks og standa vörð um hefðbundna sjálfbæra nýtingu, auk þess sem aðdráttarafl þjóðgarðs myndi skapa byggðunum tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjölga opinberum störfum í heimabyggð.
Meira

Appelsínugult enn og aftur

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun eina ferðina enn. Að þessu sinni er viðvörunin appelsínugul fyrir svæðið frá Snæfellsnesi austur að Langanesi, að miðhálendinu meðtöldu, en gul fyrir aðra landshluta.
Meira

Heilsugæslan verið efld til muna

Framlög ríkisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins jukust um 24% á árabilinu 2017 – 2020, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Aukningin til Landspítala nam um 12% á sama tímabili, 8% til Sjúkrahússins á Akureyri og 10% að meðaltali til heilbrigðisstofnananna sex sem starfa um allt land.
Meira

Komugjöld á heilsugæslu lækka

Þann 1. janúar sl. lækkuðu almenn komugjöld í heilsugæslu úr 1.200 krónum í 700 krónur og á sama tíma hækkaði gjaldskrá vegna annarrar heilbrigðisþjónustu um 2,5%. Bótafjárhæðir slysatrygginga almannatrygginga og dagpeningar sjúkratryggðra hækkuðu um 3,2%.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Föstudaginn 17. janúar klukkan 18:00 býður Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga áhugasömum til fyrirlesturs um lýðheilsu í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Meira