V-Húnavatnssýsla

Uppfærsla á ferðamannabæklingi um Norðurland

Nú styttist í að uppfærsla á ferðamannabæklingnum North Iceland Official Tourist Guide hefjist. Í tilkynningu frá markaðsstofu Norðurlands er vakin athygli á því að samstarfsfyrirtæki hafa frest til 14. febrúar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um sig. Einnig er bent á að gott er að kíkja á skráninguna á northiceland.is og sjá hvort gera þurfi breytingar þar.
Meira

Brúðuleikverkið Sæhjarta frumsýnt á Hvammstanga

Brúðuleikhúsið Handbendi frumsýnir verkið Sæhjarta eftir Gretu Clough í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 11. febrúar næstkomandi klukkan 20:00. Sæhjarta er einleikið brúðuleikverk fyrir fullorðna og er það höfundurinn, Greta Clough, sem fer með hlutverk í verkinu. Leikstjóri er Sigurður Líndal, tónlist og hljóðmynd eru í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum en mikið hefur snjóað á Norðurlandi í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er unnið að hreinsun. Þegar þetta er skrifað, um kl. hálf tíu, hefur Þverárfjallsveginum verið lokað sem og Ólafsfjarðarmúla þar sem er snjóflóðahætta.
Meira

Ræddu mikilvægi flugvalla í Norðvesturkjördæmi

Tveir varaþingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, ræddu mikilvægi sjúkraflugs í Norðvesturkjördæmi undir fundarliðnum störf Alþingis í gær.
Meira

100 ára afmæli sjúkrahússins á Hvammstanga

Um þessa mundir eru 100 ár liðin frá því að fyrsta byggingin sem var sérstaklega reist fyrir heilbrigðisþjónustu á Hvammstanga var tekin í notkun. Var það læknisbústaður sem steyptur var upp árið 1918 og tekinn í notkun árið 1919. Í upphafi sinnti héraðslæknirinn um sjúklingana á heimili sínu og naut við það aðstoðar konu sinnar og vinnufólks.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira

Upplýsingar á vef landlæknis vegna kórónaveirunnar

Heilbrigðisráðuneytið vekur á vef sínum athygli á upplýsingamiðlun sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar (2019-nCoV) á vef embættis landlæknis. Þar er að finna upplýsingar til heilbrigðisstarfsfólks, leiðbeiningar og fræðsla fyrir almenning, upplýsingar og fræðsla tengd alþjóðaflugi og fleira. Kórónaveiran á, eins og kunnugt er, upptök sín í Wuhan héraði í Kína og hafa nú nærr 6.000 tilfelli greinst af henni og um 130 manns hafa látist. Veiran hefur nú greinst í 15 löndum.
Meira

Færanleg rafstöð staðsett við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands voru áhrif óveðursins í desember mest á Hvammstanga, en þar var rafmagnslaust í 40 klukkustundir. Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Reykjavíkurkjördæmis norður, um varaafl heilbrigðisstofnana.
Meira

SSNV leita að verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa starf verkefnastjóra laust til umsóknar. Í auglýsingu á vef samtakanna segir að hér sé um að ræða nýtt og spennandi verkefni sem hafi það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann í því skyni að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Meira

Kynningarfundur um Hálendisþjóðgarð á Húnavöllum í kvöld

Í dag á að gera þriðju tilraunina til að halda í Húnavallaskóla kynningarfund umhverfis- og auðlindaráðherra á frumvarpi um Hálendisþjóðgarð, sem byggir á skýrslu þverpólitískrar nefndar. Tvisvar hefur þurft að fresta fundi vegna veðurs. „Veðurspáin lofar góðu svo okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.
Meira