V-Húnavatnssýsla

Fyrirlestur um fuglana í garðinum

Þann 21. nóvember nk. mun Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands, halda opinn fyrirlestur um þá fugla sem finnast í görðum landsmanna. Fyrirlesturinn mun fara fram í Selasetri Íslands á Hvammstanga og hefst klukkan 20:00.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að lestrarömmum og lestraröfum

Lestrarömmur og lestrarafar hafa öðlast auknar vinsældir í skólum landsins enda afar góð leið til að yngsta og elsta kynslóðin geti átt saman góðar stundir og unnið að sameiginlegu verkefni. Verkefnið er fólgið í því að „ömmur“ og/eða „afar“ koma í skólana og láta börn lesa fyrir sig.
Meira

Ofankomur sem ekki þarf að æsa sig yfir

Spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ komu saman til fundar í gær og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundur hófst kl 14 og voru allir fundarmenn, 13 talsins, mjög sáttir með hvernig spáin gekk eftir. Nýtt tungl sem kviknaði 28. október í norðaustri er mánudagstungl og verður ríkjandi fyrir nóvember. Nýtt tungl kviknar síðan 26. nóvember og hafa fundarmenn góða tilfinningu fyrir því.
Meira

Þröstur og Þórhildur í stjórn Samtaka smáframleiðenda

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt ásamt því að stuðla að kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum. Frá þessu var greint á vef Bændablaðsins í gær.
Meira

Menntasjóður í stað Lánasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningskerfi ríkisins við námsmenn, þar sem lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður. Hvoru tveggja verður undanþegið lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Meira

Ráðið í starf forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun

Sigríður Elín Þórðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar en alls bárust 24 umsóknir um starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Sigríður, sem lauk mastersnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hafi yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af starfi að byggðamálum og hafi starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar allt frá árinu 2000. Í starfi sínu á Byggðastofnun hefur Sigríður Elín unnið að fjölbreyttum verkefnum og stýrt stórum samstarfsverkefnum á verkefnasviði stofnunarinnar, jafnt innlendum sem erlendum.
Meira

Selasetrið verðlaunað af ECTN

Sela­setur Íslands á Hvammstanga hlaut fyrstu verðlaun Evr­ópu­sam­taka fyr­ir­tækja og þjón­ustuaðila í menn­ing­ar­tengdri ferðaþjón­ustu (ECTN) í síðustu viku en árlega veita sam­tök­in veita viður­kenn­ing­ar í nokkr­um flokk­um og hlaut Sela­setrið verðlaun­in ásamt Bat­ana-um­hverf­isssafn­inu í Króa­tíu í flokki óáþreif­an­legr­ar arf­leifðar.
Meira

Íbúum hefur fjölgað um 1,4%

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 98 eða um 1,4% frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Íbúum á landinu öllu hefur fjölgað um 6.722 manns eða 1,9% á þessu tímabili en þann 1. nóvember voru 363.393 með skráða búsetu á landinu.
Meira

Ráðskonan fékk nóg og kenndi henni að prjóna

Edda Brynleifsdóttir býr á Blönduósi þar sem hún rekur verslunina Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling service. Þar má fá veiðivörur ýmiss konar ásamt góðu úrvali af handverki og er enginn svikinn af því að taka smá krók inn í gamla bæinn á Blönduósi og líta við hjá Eddu. Handverkið í versluninni kemur víða að en margt af því hefur Edda unnið sjálf enda situr hún ekki auðum höndum þegar kemur að handavinnu og er jafnan með nokkur stykki á prjónunum í einu. Edda féllst á að svara nokkrum spurningum varðandi handverk sitt.
Meira

Grænmetisréttur og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingurinn í 42. tbl. Feykis árið 2017 var Aldís Olga Jóhannsdóttir, Hvammstangabúi sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum stöðum s.s. á höfðuborgarsvæðinu, á Bifröst og í Danmörku áður en hún sneri aftur til heimahaganna. Aldís er lögfræðingur að mennt og stafar sem innheimtustjóri og svæðisfulltrúi hjá HVE á Hvammstanga. „Mér finnst eilítið kómískt að vera að færa fram uppskriftir, því ég hef löngum verið talin mjög matvönd. Það er afar sjaldgæft að kjötmeti fari inn fyrir mínar varir, en matvönd er ég ekki á súkkulaði!“ segir Aldís sem reiðir fram tvær freistandi uppskriftir.
Meira