V-Húnavatnssýsla

Vonskuveður í uppsiglingu

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.
Meira

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira

Ólöf á Tannstaðabakka styrkir Velferðarsjóð Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund fulltrúa í stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í dag og færði sjóðnum að gjöf kr. 516.000 sem hún hefur safnað með sölu á bútasaumsteppum sem hún saumar og selur til styrktar góðgerðamálum.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra undir meðaltali

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnutekjur árin 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum. Skýrslan byggir á gögnum sem fengin voru frá Hagstofu Íslands sem vann þau úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Skýrslan er sett fram á aðgengilegarn hátt þar sem gögn eru fyrst og fremst sett fram á myndrænan hátt
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var sl. þriðjudag, var lagt fram minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðs SSNV vegna úthlutunar úr skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaði. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka var kjörin maður ársins fyrir árið 2018 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2019.
Meira

Vönduð tónlist í aðdraganda jóla - Skúli Einarsson og Jólahúnar

Jólahúnar munu halda sína árlegu tónleika um helgina en í ár verða tvennir tónleikar í Ásbyrgi á Laugarbakka á föstudaginn, Félagsheimilinu á Blönduósi daginn eftir og í Fellsborg á Skagaströnd sunnudaginn 8. des. Að sögn Skúla Einarssonar á Tannstaðabakka hefur undirbúningur gengið vel.
Meira

Uppskriftir stríðsáranna - öðruvísi matreiðslubók

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Uppskriftir stríðsáranna sem er forvitnileg uppskriftabók þar sem leitað er í handskrifaðar matreiðslubækur systranna Sigurlaugar (f. 1924) og Guðbjargar (f. 1919, d. 2013) Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga sem stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Höfundar eru Anna Dóra Antonsdóttir sem er dóttir Sigurlaugar, og Kristrún Guðmundsdóttir.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2020 en Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefnum, utan höfuðborgarsvæðisins, sem þegar hafa fest sig í sessi. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
Meira

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira