V-Húnavatnssýsla

Baráttukveðjur 1. maí!

Í ár höldum við hátíðlegan 1. maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn.
Meira

Gleðilegan 1. maí

Í dag er fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Á Wikipedia segir að árið 1889 hafi fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista hist á ráðstefnu í París, í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
Meira

„Ég er steinhættur að rembast við að gera vísu“

Í Bólstaðarhlíð býr Einar Kolbeinsson sem sýslar ýmislegt og segist vera alls konar bóndi. Eins og er í tísku um þessar mundir þá er fjölskyldan með ferðaþjónustu, Heimafengið ehf., bjóða gistingu í Bólstaðarhlíð og leigja út þrjú herbergi og tvær litlar íbúðir. „Þetta hefur gengið afar vel en auðvitað er ansi rólegt yfir því þessi dægrin,“ segir Einar. Ástæðan fyrir því að Feykir ákvað að banka upp á hjá Einari er ekki tengd ferðaþjónustu eða bústörfum – það er annars konar ræktun sem vekur forvitni að þessu sinni. Nefnilega vísnaræktin sem Einar stundar annað veifið og þar hefur sprettan verið með skásta móti nú í apríl.
Meira

Sögulegar kvikmyndir aðgengilegar á nýjum vef

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði á dögunum streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi.
Meira

Hjólað í vinnuna 2020

Miðvikudaginn 6. maí nk. mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefja heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í átjánda sinn sem standa mun að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. 
Meira

Skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði. Skipulagslýsingin er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu og er sett fram í greinargerð útg. 1.1 dags. 27.03.2020. Skipulagslýsingin felur í sér að afleggja núverandi tengivirki Landsnets, með nýju og fyrirferðaminna yfirbyggðu tengivirki þess í stað.
Meira

Vanrækslugjaldi vegna skoðunar frestað

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest með reglugerð ákvörðun um að álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verði frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.
Meira

Brugðist við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.
Meira

Heppinn í Ástum sigraði í Gamanmyndahátíð Flateyrar

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds gamanmynd.
Meira

Íslenskt- gjörið svo vel

Fyrir helgi undirrituðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samning um sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu: Íslenskt – gjörið svo vel.
Meira