V-Húnavatnssýsla

Spilakvöld á Hofsósi

Spilakvöld verður haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi föstudaginn 8. mars kl 20. Það verður gott úrval borðspila frá bókasafninu á staðnum en fólk er einnig hvatt til að taka með sér spil að heiman.
Meira

Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Á morgun fimmtudaginn 7. mars í aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri verður spennandi málþing- Landslagið í Landbúnaði og matvælaframleiðslu frá kl. 10-15  og að loknu málþingi verður matarmarkaður frá 15-18.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fær úthlutað úr fornminjasjóði

Á vef Minjastofnunar segir að nú liggur fyrir úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2024. Alls bárust 63 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 252.569.150 kr. 23 verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 79.485.000 kr. 
Meira

Miðasala- VÍS BIKARINN

Eitthvað vesen var á miðasölukerfinu þegar selja átti miða á undanúrslitaleik í VÍS bikarnum í hádeginu í dag, því verður gerð önnur tilraun að setja miðasöluna í gang og verður það í dag þriðjudaginn 5.mars kl.16:00.
Meira

KVH síðasta kaupfélagið sem hættir útleigu á frystihólfum

Á heimasíðu KVH segir að síðustu vikuna í febrúar hafi borið til tíðinda þegar skrúfað var fyrir frostið í fyrsta og síðasta sinn síðan því var hleypt á í frystiklefunum sem KVH hefur rekið í um 100 ár. Var þessi ákvörðun tekin snemma á árinu 2023 því ekki borgaði sig að leggja í mikil fjárútlát og viðhald við að viðhalda frostinu þar sem kerfið var orðið gamalt og úrsérgengið. Er því KVH allra síðasta kaupfélagið sem hættir að bjóða upp á frystihólf til útleigu en það var þekkt í hverju einasta þéttbýli hér á árum áður. 
Meira

Samstarf Háskólans á Hólum og Náttúruminjasafns Íslands

Á heimasíðu Holar.is segir að Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands hafi undirritað, þann 31. janúar síðastliðinn, rammasamkomulag um samstarf stofnananna um rannsóknir og miðlun á sviði náttúrufræða. Markmið samkomulagsins er að efla samstarf fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.
Meira

Kröfur ríkisins í eyjar og sker á Norðurlandi vestra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar en það gerir kröfu í allar eyjar og sker, sem eru 105 talsins, á Norðurlandi vestra nema Málmey því það er í eigu ríkisins. 
Meira

Menntabúðir fyrir björgunarsveitarfólk

Laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn voru haldnar Menntabúðir fyrir björgunarsveitarfólk á Sauðárkróki. Á viðburðinn mættu sextíu manns frá alls fjórtán björgunarsveitum. Er þetta í þriðja sinn sem Menntabúðirnar eru haldnar en þetta hefur verið árlegt í febrúar síðan 2022.
Meira

Endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra segir að á 1207. fundi byggðarráðs sem fram fór 4. mars 2024 var staðfestur samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið vegna tilmæla fjárlaganefndar um stuðning vegna endurbóta á Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Gærurnar gáfu góða gjöf til unglinganna

Gærurnar, sem er hópur kvenna sem halda úti nytjamarkað á Hvammstanga, gáfu unglingunum í félagsmiðstöðinni Óríon góða gjöf er þær festu kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum fyrir félagsmiðstöðina. Hugmyndin af kaupunum æxlaðist þannig að í vetur leitaði kjúklingaráð, hópur unglinga innan skólans, til þeirra með bréf þar sem þær voru spurðar hvort Gærurnar sæju sér fært að aðstoða krakkana með kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum. Ekki stóð á svörum frá þeim og hafa þær komið færandi hendi með tölvuna. Fulltrúar kjúklingaráðs, nokkrir krakkar og starfsmenn Óríon tóku við þessari höfðinglegu gjöf á dögunum. Gleðin var mikil hjá unga fólkinu og þakks þau Gærunum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Meira