V-Húnavatnssýsla

Fáir sólargeislar þessa vikuna

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Meira

Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum

Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Vinnustofa um framtíðarsýn haldin á Borðeyri

Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum.
Meira

Ísjaki á stærð við Hallgrímskirkju

Eins og komið hefur fram í fréttum eru borgarísjakar víða lónandi á sjónum undan Norð-Vesturlandi og sumir verulega myndarlegir. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug á miðvikudaginn og sá þó nokkuð af ís. Af bar þó risa jaki sem þeir fundu norður af Hornbjargi. Af þessu segir á facebook síðu Gæslunnar:
Meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Umhverfismat á Holtavörðuheiðarlínu 3

Landsnet segir í fréttatilkynningu: „Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3, sem er ný loftlína á milli nýs tengivirkis Landsnets á Holtavörðuheiði og Blönduvirkjunar. Í matinu voru bornar saman nokkrar mögulegar línuleiðir, þar sem tvær eru taldar líklegastar – annars vegar leið í byggð og hins vegar yfir heiðar. Leiðirnar eru ólíkar, þær hafa mismunandi umhverfisáhrif og þar af leiðandi eru ólík sjónarmið umsagnaraðila og þeirra sem hafa tekið þátt í samráði.
Meira

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar í Kakalaskála miðvikudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.
Meira

Enn um eldislaxa í ám í Húnaþingi og Vesturlandi

Hafrannsóknastofnun hefur birt eftirfarandi á vef sínum: „Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira