V-Húnavatnssýsla

Laxveiðin fer vel af stað

Nú er laxveiðin að komast á fullan skrið og eru húnvetnsku laxveiðiárnar að opna ein af annarri. Veiði hófst í Blöndu þann 5. júní, Miðfjarðará opnaði síðastliðinn mánudag og Laxá á Ásum á þriðjudag. Þá munu Víðidalsá og Vatnsdalsá opna á morgun, laugardag og Hrútafjarðará þann 1. júlí.
Meira

Tilraunaverkefni um heimaslátrun undirritað

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefninu er ætlað að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig er leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla, að því er segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Húni er kominn út

Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnavetninga er kominn út og er það 41. árgangur ritsins. Á heimasíðu USVH segir að ritið sé rúmar 200 blaðsíður að lengd og í því má finna frásagnir, viðtöl, ljóð og annan fróðleik sem tengist Húnaþingi vestra. Einnig er minnst látinna íbúa í sveitarfélaginu á árinu 2019 auk ítarlegra frétta úr hinum ýmsu byggðum sveitarfélagsins sem alls sjö fréttaritarar hafa skrásett.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira

Sýrlendingarnir komnir með íslensk ökuréttindi

Þau gleðitíðindi birtust á vef Húnahornsins fyrir helgi, að sýrlenska flóttafólkið sem kom til Blönduóss og Hvammstanga á síðasta ári, er nú flest allt komið með ökuréttindi. Var það ökukennarinn Selma Svavarsdóttir sem sá um kennsluna og nefnir hún að verkefnið hafi ekki verið einfalt.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira

Aflatölur vikunnar

Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni: Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Konur spretta úr spori á laugardaginn

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní næstkomandi á um 80 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990 og var markmið þess að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja þær til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Á vefsíðu Kvennahlaupsins segir að þau markmið hafi um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur eru í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áherslan núorðið sé þó ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Meira