V-Húnavatnssýsla

Blanda í þriðja sæti á landsvísu

Laxveiði í húnvetnskum ám er mun minni nú en á sama tíma á síðasta ári. Mest hefur veiðst í Blöndu en þar höfðu veiðst 135 laxar á miðvikudaginn var skv. tölum sem birtar eru á vefsíðu Landsssambands veiðifélaga, angling.is. en á sama tíma í fyrra var veiðin þar 299 laxar. Blanda er í þriðja sæti á listanum yfir laxveiðiár á landinu en í fjórða sæti er Miðfjarðará með 118 laxa, var með 320 í fyrra.
Meira

Úthlutað til styrkvega í Húnaþingi vestra

Á fundi landbúnaðarnefndar Húnaþings vestra þann 3. júlí sl. kom fram að Vegagerðin hefur úthlutað 3,5 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á árinu 2019. Styrkvegir eru þeir vegir sem sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum, s.s. malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Má þar nefna vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamannastöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl. Í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2019 er samþykkt að veita kr. 2.200.000 til styrkvega. Heildarupphæð til viðhalds styrkvega á árinu 2019 er því kr. 5.700.000.
Meira

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Vestlægar áttir og smá væta

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar sl. þriðjudag til að bera saman bækur sínar um veðurspá næsta mánaðar og yfirfara hvernig síðasta spá hefði gengið eftir. 14 félagar sóttu fundinn en auk þess fylgdust gestir frá RÚV með fundarstörfum og áttu menn góða stund við spjall og kaffidrykkju að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurklúbbnum.
Meira

Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

Útvarpsstöðin FM Trölli nær útsendingum sínum, stórum hluta í Skagafirði.

Mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar. Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi. Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.
Meira

Tónlistarhátíðin Hátíðni á Borðeyri

Tónlistarhátíðin Hátíðni verður haldin á Borðeyri um næstu helgi. Það er listasamlagið og útgáfufélagið Post-dreifing sem stendur að viðburðinum en á hátíðinni koma fram tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa verið að hasla sér völl á íslensku tónlistarsenunni að undanförnu.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í 4. deildinni

Á föstudagskvöldið fengu Kormákur/Hvöt (K/H) Úlfana í heimsókn í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir með tólf stig, því mikilvægur leikur til þess að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Hvetur alla til að prófa víkingaklæðnað

Í 6. tölublaði Feykis 2018 var skyggnst í handavinnuhornið hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Pálína hefur verið búsett á Laugarbakka frá árinu 2002 en hún er fædd og uppalin austur á Héraði. Hún starfar sem grunnskólakennari í hlutastarfi þar sem hún kennir m.a. tónmennt og jóga bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvammstanga og er stundakennari við Tónlistarskólann. Ennfremur er hún organisti og kórstjóri á Hvammstanga og á Melstað og Staðarbakka.
Meira

Kjúklingaréttur og syndsamlega góð skyrterta

Það er hún Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir sem ætlar að bjóða okkur upp á girnilegar kræsingar þessa vikuna. Jóhanna býr á Hvammstanga en er ættuð af Vatnsnesi og úr Víðidal. Hún vinnur á leikskólanum Ásgarði og einnig í félagsmiðstöðinni Órion. Uppáhaldsmatur Jóhönnu er jólamaturinn, svínakjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti en hún segist hafa mjög gaman af matseld og að prufa alls konar uppskriftir. „Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða vinum og ætla að vera duglegri við það í ár í nýja húsinu mínu,“ segir Jóhanna. Þátturinn birtist í 24. tbl. Feykis í júní 2017.
Meira