V-Húnavatnssýsla

Eldislaxar skjóta víða upp kollinum

Fréttir af strokulöxum úr eldiskvíum hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu daga og hafa veiðifélög brugðist á ýmsan hátt við. Í Miðfjarðará var settur mikill grjótgarður en grjótið var fengið láni hjá Vegagerðinni. Vegagerðar menn sögðust ekki hafa vitað til hvers átti að nota grjótið. Strangt til tekið eru allar meiriháttar aðgerðir við ár og vötn háðar leyfi Fiskistofu. Forsvarsmenn veiðifélagsins segja að um neyðaraðgerð hafi verið að ræða og vona því að Fiskistofa sjái í gegnum fingur við þá. Það á eftir að koma í ljós.
Meira

Húnvetningar og Hafnfirðingar jafnir

Kormákur/ Hvöt tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2. deild. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn sem skoruðu strax á 2. mínútu en það gerði Goran Potkozarac.
Meira

Lögðu grjótgarð til að verjast eldislöxum í Miðfjarðará

Félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu hafa þverað ána með stórum grjóthnullungum nærri tvö hundrað metra leið. Þeir vilja vera við öllu búnir eftir að eldislaxar úr sjókvíaeldi fundust í Haukadalsá í Dalasýslu fyrir nokkrum dögum. Ruv.is fjallar um málið:
Meira

„Þar sem ég er örvhent var kúnst að kenna mér“

Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir býr í Vatnsdalshólum í Húnabyggð og þar fæddist hún en hefur búið á Vatnsnesi, Hvammstanga og Hvolsvelli, flutti svo aftur heim árið 2016. Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð er ekkja og á þrjú börn og eitt barnabarn. Dóra rekur gallerý og vinnustofu á bænum sínum þar sem hún selur list sína og handverk eins og handmáluð kerti, málverk og kort. Dóra er einnig með leiðsögugöngur á landareign sinni. Nýjasta nýtt er ,,Myrkurgæði" þar sem fer saman að horfa á himininn og hlusta á sögur.
Meira

Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur á Dalvík og komnir í toppbaráttu

Það er allt í loft upp í 2. deildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. Húnvetningar töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli um liðna helgi og þurftu að sækja stig á Dalvík í gær til að koma sér fyrir í þéttum pakka sem berst um sæti í Lengjudeildinni. Það var að sjálfsögðu það sem lið Kormáks/Hvatar gerði. Lokatölur 0-1.
Meira

Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda

Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira