V-Húnavatnssýsla

Menntabúðir fyrir björgunarsveitarfólk

Laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn voru haldnar Menntabúðir fyrir björgunarsveitarfólk á Sauðárkróki. Á viðburðinn mættu sextíu manns frá alls fjórtán björgunarsveitum. Er þetta í þriðja sinn sem Menntabúðirnar eru haldnar en þetta hefur verið árlegt í febrúar síðan 2022.
Meira

Endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra segir að á 1207. fundi byggðarráðs sem fram fór 4. mars 2024 var staðfestur samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið vegna tilmæla fjárlaganefndar um stuðning vegna endurbóta á Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Gærurnar gáfu góða gjöf til unglinganna

Gærurnar, sem er hópur kvenna sem halda úti nytjamarkað á Hvammstanga, gáfu unglingunum í félagsmiðstöðinni Óríon góða gjöf er þær festu kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum fyrir félagsmiðstöðina. Hugmyndin af kaupunum æxlaðist þannig að í vetur leitaði kjúklingaráð, hópur unglinga innan skólans, til þeirra með bréf þar sem þær voru spurðar hvort Gærurnar sæju sér fært að aðstoða krakkana með kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum. Ekki stóð á svörum frá þeim og hafa þær komið færandi hendi með tölvuna. Fulltrúar kjúklingaráðs, nokkrir krakkar og starfsmenn Óríon tóku við þessari höfðinglegu gjöf á dögunum. Gleðin var mikil hjá unga fólkinu og þakks þau Gærunum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Meira

Landsvirkjun vill greiða ríkinu 20 milljarða króna arð

Á heimasíðu Viðskiptablaðsins segir að Landsvirkjun hafi hagnast um 209,5 milljónir dala, eða sem nemur nærri 29 milljörðum króna, á árinu 2023, sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Stjórn fyrirtækisins mun leggja til að greiddur verði arður til ríkisins upp á 20 milljarða króna líkt og í fyrra en Landsvirkjun birti ársuppgjörið sitt þann 29. febrúar.
Meira

Safnað fyrir íþróttamyndavél

Á huni.is segir að nokkrir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Kormáks/Hvatar hafa mikinn áhuga á því að liðið eignist svokallaða „Sports camera“ og hafa því efnt til söfnunar. Myndavélar þessar eru þeim eiginleikum gæddar að elta boltann sjálfkrafa og ná öllum vellinum í einu. Þeim er komið fyrir á þrífæti sem getur náð upp í sjö metra hæð og hægt er að stilla á upptöku í gegnum síma, og svo sér tæknin um rest. Að leik loknum er honum hlaðið niður og með aðstoð forrits er hægt að draga út og skoða hin ýmsu atriði og nýtist vélin þannig í faglegt starf þjálfara.
Meira

Deildarfundir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Deildarfundir eftirtalinna félagsdeilda hjá Kaupfélagi Skagfirðinga verða haldnir sem hér segir:
Meira

Ný reglugerð um notkun umferðarmerkja tók gildi í dag

Ný reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra tók gildi í dag, 1. mars 2024. Þá var tekið upp nýtt flokkunarkerfi sem byggir á númerum í stað bókstafa sem var áður. Nýir flokkar, forgangsmerki og sérreglumerki, eru teknir upp og ýmsir aðrir flokkar sameinaðir. Nýja flokka má sjá á slóðinni hér að neðan og undir hverjum flokki má sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað innan viðkomandi flokks.
Meira

Einhverstaðar einhvern tímann aftur

Kvennakórinn Sóldís ætlar að halda suður yfir heiðar um helgina og halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 2. mars klukkan 15:00.
Meira

Fasteignagjöld á Sauðárkróki 2024

Þriðjudaginn 13. febrúar sl. birtist grein á Feykir.is undir nafninu ,,Álagningarseðill fasteigna". Einhver umræða um þennan álagningarseðil virðist hafa átt sér stað og í ljósi þess telur formaður byggðaráðs Einar E. Einarsson sig þurfa að gera nánari grein fyrir þessum lið í rekstri Sveitarfélagsins.
Meira

Veðurheppni og frábært skíðafæri

Það var frábær tímasetning á snjónum í Tindastól og opnun skíðasvæðisins þó vissulega hefðu einhverjir kært sig um að það hefði gerst fyrr. En snjórinn kom og hægt var að opna skíðalyftuna á skíðasvæði Tindastóls í tæka tíð áður en vetrarfrí í skólum landsins byrjaði.
Meira