V-Húnavatnssýsla

Fiskeldi og samfélagsábyrgð | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára.
Meira

Húnvetningar máttu sætta sig við tap í Garðabænum

Lið Kormáks/Hvatar sótti Garðabæinn heim og spilaðði við lið KFG á Samsungvellinum í dag og var leikið fyrir framan 63 áhorfendur. Garðbæingar voru sæti neðar en Húnvetningar og mátti því reikna með jöfnum leik og spennandi. Það fór svo að heimamenn höfðu betur og liðin skiptu því um sæti í deildinni. Lokatölur 2-1 fyrir KFG.
Meira

Stólarnir mæta toppliði 2. deildar í Fótbolti.net bikarnum

Í hádeginu í gær, föstudag 27. júní, var dregið í 16-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, sem er bikarkeppni neðri deilda karla. Bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll unnu sína leiki í 32 liða úrslitum keppninnar nú fyrr í vikunni og voru því í pottinum þegar dregið var. Einhverja dreymdi um að liðin mundu dragast saman og spilaður yrði alvöru Norðurlands vestra slagur. Sá draumur rættist ekki.
Meira

Kormákur/Hvöt með sigur á Grenivík

Síðari leikdagurinn í 32 liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins fór fram í gærkvöldi og þá mætti lið Kormáks/Hvatar piltunum í Magna á Grenivík. Leikurinn var kaflaskiptur því heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en taflið snérist við í síðari hálfleik. Það fór svo að gestirnir úr Húnavatnssýslunni reyndust sterkari og unnu leikinn 1-3. Bæði liðin af Norðurlandi vestra verða því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.
Meira

Heilabrot – Nýsköpun fyrir betra samfélag

Heilabrot - vinnustofa í nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála á Norðurlandi - fór fram í síðustu viku í samvinnu Drift EA og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að skapa vettvang þar sem unnið er að þverfaglegum lausnum á áskorunum sem samfélagið á Norðurlandi stendur frammi fyrir í heilbrigðis- og velferðarmálum.
Meira

Að sækja gullið (okkar): grein 2 | Þröstur Friðfinnsson skrifar

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki

Fjórar umsóknir frá Norðurlandi vestra fengu brautargengi við aðra úthlutun úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Alls barst 91 umsókn í sjóðinn upp á rúmar 128 milljónir króna. Samþykktar voru 72 umsóknir og úthlutað tæpum 38,5 milljónum króna.
Meira

„Hún leggur mikið á sig innan og utan vallar og er með frábært hugarfar“

Morgunblaðið valdi Tindastólsstúlkuna Birgittu Rún Finnbogadóttur, sem er alin upp hjá Umf. Fram á Skagaströnd, sem leikmann 10. umferðar Bestu deildar kvenna sem var leikin nú um helgina. Stólastúlkur léku fyrir austan í þeirri umferð og Birgitta var stanslaust ógn frá fyrstu til síðustu mínútu, skoraði tvö mörk og átti drjúgan þátt í hinum tveimur mörkum Tindastóls.
Meira

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Vogamenn buðu upp á dýfu á Vogaídýfuvelli

Leikið var á Vogaídýfuvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær í 2. deildinni en þar mættust heimamenn í Þrótti og lið Kormáks/Hvatar. Heimamenn náðu forystunni rétt fyrir hálfleik en einum fleiri jöfnuðu Húnvetningar áður en heimamenn stálu stigunum með sigurmarki þegar langt var liðið á uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira