V-Húnavatnssýsla

Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.
Meira

Klara Sveinbjörnsdóttir og lið Storm Rider sigruðu KS deildina

Úrslit í Meistaradeild KS urðu ljós þegar lokakeppnin fór fram að kvöldi 2. maí, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Mikil eftirvænting var fyrir kvöldinu því þá kæmi í ljós hverjir stæðu uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings- og liðakeppni. 
Meira

Efri-Fitjar sauðfjárræktarbú ársins 2025

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar, sem haldinn var á Húsavík 12. apríl síðastliðinn, var búið Efri-Fitjar í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu útnefnt sauðfjárræktarbú ársins og var bændum veittur farandgripurinn Halldórsskjöldurinn af því tilefni. Að búrekstri á Efri-Fitjum standa þau Gunnar Þorgeirsson og Gréta Brimrún Karlsdóttir ásamt syni þeirra, Jóhannesi Geir Gunnarssyni, og konu hans, Stellu Dröfn Bjarnadóttur. Gunnar er uppalinn á Efri-Fitjum og kom inn í búreksturinn með föður sínum 1986, segir á huni.is
Meira

Gagnasöfnun og fýsileikagreining á hagnýtingu á hauggasi sett af stað

Bændablaðið sagði frá því að dögunum að í apríl var sett af stað verkefni við gagnasöfnun og fýsileikagreiningu vegna mögulegrar hagnýtingar á hauggasi frá urðunarstað í Stekkjarvík, norðan við Blönduós, sem er einn sá stærsti á landinu.
Meira

Opið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök áhugafólks um skólaþróun hafa með sér samstarf um að veita árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Verðlaunin heita Íslensku menntaverðlaunin og var Árskóli á Sauðárkróki tilnefndur í flokki A, Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, í fyrra en verðlaunin hlaut Fellaskóli í Reykjavík.   
Meira

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira