V-Húnavatnssýsla

Heimavöllur Húnvetninga heldur áfram að gefa

Lið Kormáks/Hvatar og Kára frá Akranesi mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Blönduósi í dag. Liðin höfðu mæst fjórum sinnum áður og jafnan verið hart barist og alls kyns óvænt atvik litað leiki liðanna. Eitt mark dugði þó til að fá fram hagstæð úrslit fyrir Húnvetninga og 1-0 sigur staðreynd.
Meira

Heimavöllur Húnvetninga heldur áfram að gefa

Lið Kormáks/Hvatar og Kára frá Akranesi mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Blönduósi í dag. Liðin höfðu mæst fjórum sinnum áður og jafnan verið hart barist og alls kyns óvænt atvik litað leiki liðanna. Eitt mark dugði þó til að fá fram hagstæð úrslit fyrir Húnvetninga og 1-0 sigur staðreynd.
Meira

Sannfærð um að búvörulögin séu til góðs fyrir bændur, neytendur og fyrirtækin

Dómur Hæastaréttar Íslands í máli Inness gegn Samkeppnisstofnunu varðandi lögmæti búvörulaganna umdeildu hefur verið mikið í umræðunni í vikunni og sitt sýnist hverjum. Forstjóri Samkeppnisstofnunar hefur gengið hvað harðast fram í gagnrýni á lögin og sakað þá sem töluðu fyrir búvörulögunum um lygar. Til stendur að breyta lögunum eða fella þau niður en dómur Hæstaréttar verður varla til að einfalda það. Feykir hafði samband við Margréti Gísladóttur frá Glaumbæ sem jafnframt er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Murr með sigurmark Fram í uppbótartíma

Þetta hefur verið erfið vika fyrir stuðningsfólk Tindastóls. Tveir tapleikir í röð gegn Stjörnunni í körfunni og í kvöld máttu Stólastúlkur þola enn eitt tapið. Og ekki eru lokamínúturnar að standa með okkur því það lið Fram gerði eina mark leiksins örfáum sekúndum fyrir leikslok og til að bæta gráu ofan á svart var það sjálf Murr sem setti boltann í markið þegar allt leit út fyrir jafntefli. Lokatölur 1-0.
Meira

Tekin verði upp utanríkisstefna ESB| Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í gær ásamt utanríkisráðherrum hinna aðildarríkja EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregs og Liechtenstein, auk Evrópusambandsins, er að ríkin þrjú muni aðlaga sig að utanríkisstefnu sambandsins.
Meira

Sex sóttu um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sex umsóknir um embætti skólameistara,  Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Meira

Búvörulögin samkvæmt lögum að mati Hæstaréttar

Mbl.is segir frá því að Hæstirétt­ur sýknaði í dag ís­lenska ríkið af kröf­um Innn­es og sneri þannig dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur við í máli sem kennt hef­ur verið við bú­vöru­lög­in. Sam­kvæmt samþykktu frum­varpi til bú­vöru­laga í mars 2024 voru kjötaf­urðastöðvar undanþegn­ar sam­keppn­is­lög­um. Var lögunum breytt þar sem meirihluti þingmanna taldi einsýnt að nauðsynlegt væri að afurðastöðvum yrði gert kleift að ráðast í hagræðingu.
Meira

Varað við bikblæðingum á þjóðvegi 1

Sólin skín og það er hlýtt og notalegt á landinu. Flestir gleðjast yfir þessu og hafa verið glaðir í talsverðan tíma en það er ekki víst að ökumenn sú kátir. Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á umtalsverðum bikblæðingum víðsvegar um umdæmið, sér í lagi í nágrenni Víðigerðis og Hvammstanga.
Meira

Áfram Tindastóll !!

„Krókurinn er fárveikur þegar kemur að körfubolta og við viljum ekki hafa það neitt öðruvísi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls eftir síðasta heimaleik í viðtali við karfan.is. Heimaleikjarétturinn gefur okkur oddaleikinn í Síkinu í kvöld og nú er það stóra spurningin hvort verður það Tindastóll eða Stjarnan sem verður Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í körfubolta þetta árið.
Meira

Elvar Logi og Alli 5 ára !

Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Meira