V-Húnavatnssýsla

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Föstudaginn 17. janúar klukkan 18:00 býður Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga áhugasömum til fyrirlesturs um lýðheilsu í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Meira

Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi og hluta Skagafjarðar og Strandasýslu

Útsendingar Rásar 1 liggja niðri á stóru svæði á Norðurlandi, frá Hrútafirði til innsta hluta Skagafjarðar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvenær viðgerð ljúki en vegna veðurs verði það aldrei fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.
Meira

Afleitt veður og færð í dag

Vetrarfærð og vonskuveður er nú á nánast öllu landinu og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum. Á Norðurlandi vestra hafa flestir vegir verið ófærir í morgun og er svo enn um alla fjallvegi en flestir vegir á láglendi eru orðnir færir þó færðin sé misgóð og veður vont. Í Húnavatnssýslum eru Skagastrandarvegur og vegurinn um Langadal ófærir. Í Skagafirði er vegurinn utan Hofsóss ófær en snjóþekja eða þæfingur á flestum öðrum vegum.
Meira

Nýmæli í nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra

Sjúkratryggingar greiða fargjald eins fylgdarmanns með konu sem þarf að ferðast til að fæða barn á heilbrigðisstofnun samkvæmt nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands sem tók gildi 1. janúar sl. Á vef stjórnarráðsins segir að um nýmæli sé að ræða og sömuleiðis þau ákvæði þar sem komið er til móts við ferðakostnað nýrnasjúkra sem þurfa á reglubundinni blóðskilunarmeðferð að halda.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Lítið lát virðist ætla að verða á óveðurslægðunum sem ganga yfir landið þessa dagana. Nú hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir stóran hluta landsins og tekur hún gildi kl. 14:00 í dag á Norðurlandi vestra.
Meira

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Gult ástand og mikil hálka á vegum

Nú er allvíða slæmt veður á landinu en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi. Gert er ráð fyrir batnandi veðri síðdegis og heldur rólegra veður á morgun, sunnudag. Suðvestan hvassviðri eða stormur er á Norðurlandi vestra með éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði. Holtavörðuheiði lokuð vegna þverunar flutningabíls.
Meira

Hálendisþjóðgarður – opinn kynningarfundur í Húnavallaskóla

Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 16:00 í Húnavallaskóla. Um er að ræða fund sem til stóð að halda 7. janúar sl. en fresta þurfti vegna veðurs.
Meira

Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira