V-Húnavatnssýsla

Jaaaá, Hemmi minn

Það verður talsvert um tuðruspark á Norðurlandi vestra nú um helgina. Stólastúlkur renna á vaðið í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta á teppið. Á laugardag taka síðan Tindastólsmenn á móti liði Fjarðabyggðar í 2. deild karal og í 4. deildinn fær lið Kormáks/Hvatar Snæfell í heimsókn á Hvammstangavöll. Þannig að það er ljóst að þeim sem eru alltaf í boltanum ætti ekki að þurfa að leiðast.
Meira

Þríþraut USVH

Þríþraut Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga verður haldin á Hvammstanga í dag klukkan 15:00. Þar verður boðið upp á keppni í þríþraut í flokki einstaklings, liða, einstaklings krakka og krakka liða (14 ára og yngri). Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Yngri flokkur, 14 ára og yngri, verður ræstur af stað klukkan 15:00 og eldri flokkur (einstaklings og liða) þegar yngri flokkur hefur lokið keppni. Mæting fyrir yngri flokk er klukkan 14:30.
Meira

Miðfjarðará enn í þriðja sætinu

Afli úr húnvetnsku laxveiðiánum er enn tregur þó örlítill kippur hafi orðið síðustu dagana samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Ef litið er á veiðitölur síðustu ára má sjá að veiðin er almennt um helmingi minni en á síðasta ári og sé litið enn lengra aftur er munurinn enn meiri. Nú hefur veiðst 1351 lax í ánum sjö sem á listanum eru, á sama tíma í fyrra voru þeir 2.664 en árið 2017 var veiðin 3.565 laxar.
Meira

Vill styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma þar með til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Meira

Tíu daga matarhátíð á Norðurlandi vestra

Matarhátíðin Réttir verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu sem standa að hátíðinni.
Meira

Trölli sendir úr frá Eldi í Húnaþingi

Útvarpsstöðin Trölli verður með beinar útsendingar frá Hvammstanga og nágrenni á hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem hefst í dag og stendur til sunnudags.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Meira

Meira en 40 viðburðir í boði á Eldi í Húnaþingi

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, og kennir þar margra grasa eins og endranær en þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin. Hún stendur til sunnudags og rekur hver viðburðurinn annan á dagskránni sem er stútfull af spennandi atriðum.
Meira

Markaveisla á Blönduósvelli

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Afríku í heimsókn í 4. deild karla á Blönduósvelli. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur miðað við seinni hálfleikinn því það voru aðeins skoruð þrjú mörk í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi og voru skoruð sex mörk í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 8-1 fyrir K/H.
Meira