V-Húnavatnssýsla

Húnvetningar sóttu sigur á Dalvík og komnir í toppbaráttu

Það er allt í loft upp í 2. deildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. Húnvetningar töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli um liðna helgi og þurftu að sækja stig á Dalvík í gær til að koma sér fyrir í þéttum pakka sem berst um sæti í Lengjudeildinni. Það var að sjálfsögðu það sem lið Kormáks/Hvatar gerði. Lokatölur 0-1.
Meira

Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda

Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum

Það stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Norðlenskir sigrar í Fotbolti.net bikar

Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Meira

Flemming Jessen púttar á Hvammstanga

Flemming–pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. júlí. Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011.
Meira

Væri ekki hlaupið út aftur

Aðsend Grein: Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.
Meira