Fréttir

Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð

Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 28. nóv til 13. des

Samráðsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosning um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar

Síðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.
Meira

Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi

Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.
Meira

Gaman að setja niður bösserþrist

Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.
Meira

Kjúklingasalat og rabarbarapæ | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 20 var Helena Mara Velemir sem er búsett á Skagaströnd og starfar sem matreiðslumaður á Harbour restaurant & bar. Helena býr með honum Elvari Geir Ágústssyni sem starfar sem háseti á Þerney. „Við erum bæði fædd og uppalin á Skagaströnd. Saman eigum við hundinn Mola og síðan á ég á eina dóttir fyrir hana Láreyju Maru.“
Meira

Það var gott að alast upp í Svartárdal

Óskar Eyvindur Óskarsson er fæddur og uppalinn á Steiná 2 í Svartárdal, sonur hjónanna Herdísar og Óskars og næst yngstur fimm systkina. Óskar býr ásamt konu sinni Kristínu Birnu og börnum þeirra Sveinbirni Óskari og Helenu Kristínu í sambýli við foreldra Óskars. Feykir setti sig í samband við Óskar yngri bóndann á Steiná 2 og spjallaði um lífið í dalnum.
Meira

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins og ýmsum öðrum menningarviðburðum. Auk þess verður verkefnastjóri með umsjón með heimasíðum, komum skemmtiferðaskipa, félagsheimilum og fleira.
Meira

Leikur í Síkinu í kvöld

Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi. 
Meira