28 ökumenn kærðir í gær
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.09.2018
kl. 09.49
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því á Facebooksíðu sinni í dag að í gær hafi 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi embættisins. Var sá sem hraðast ók mældur á 168 km hraða sem er 78 km fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Upphæð sektar fyrir þennan hraða eru 240 þúsund krónur auk sviptingar ökuréttinda í 3 mánuði.
Meira