A-Húnavatnssýsla

28 ökumenn kærðir í gær

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því á Facebooksíðu sinni í dag að í gær hafi 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi embættisins. Var sá sem hraðast ók mældur á 168 km hraða sem er 78 km fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Upphæð sektar fyrir þennan hraða eru 240 þúsund krónur auk sviptingar ökuréttinda í 3 mánuði.
Meira

Feykir.is 10 ára í dag

Í dag eru tíu á síðan Feykir.is fór formlega í loftið í fyrsta sinn. Margt manna mætti í kynningarhóf föstudaginn 26. september 2008 sem haldið var á Hótel Mælifelli en um kvöldið var síðan formlega opnuð á Laufskálaréttarskemmtun í reiðhöllinni á Sauðárkróki.
Meira

Guðrún frá Lundi til Egilsstaða

Síðastliðinn sunnudag opnaði á Egilsstöðum sýningin Kona á skjön sem segir frá rithöfundarferli Guðrúnar frá Lundi sem fullyrða má að sé sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu. Sýningin hefur farið víða en áður hefur hún verið sett upp á Sauðárkróki, Borgarbókasafni í Grófinni, Bókasafni Akraness og Amtsbókasafni á Akureyri.
Meira

Vísindakaffi á Skagaströnd

Næstkomandi laugardag ætlar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins, dr. Vilhelm Vilhelmsson, mun taka á móti gestum og kynna það sem er á döfinni hjá setrinu.
Meira

Biskup Íslands vísiterar í Skagastrandarprestakalli

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun vísitera í Skagastrandarprestakalli á morgun, þriðjudag 25. september, og á miðvikudag, 26. september. Biskup heimsækir allar kirkjur prestakallsins, í sveitakirkjunum verður haldin helgistund með hugleiðingu sem biskup flytur og í Hólaneskirkju mun biskup flytja prédikun við messu á þriðjudagskvöld.
Meira

Árleg inflúensubólusetning á næstu dögum

Á næstu dögum verður bólusett gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í auglýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni segir að allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig svo og öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Einnig er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Ennfremur eru lungnabólusetningar ráðlagðar einstaklingum eldri en 60 ára. Bóluefnið er áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.
Meira

Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum. „Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir lista yfir lögmæt verkefni sveitafélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga með skírskotun til sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 1. mgr. 7. gr. Er yfirlitið hugsað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð og ennfremur að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga að því er segir á vef ráðuneytisins.
Meira

Þegar óskirnar rætast - Áskorendapenninn Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Brandsstöðum

Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,5% á Norðurlandi vestra

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 36 einstaklinga eða 0,5% á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru nýlega. Mesta fjölgunin í landshlutanum varð í Blönduósbæ en þar fjölgaði íbúum um 43 sem nemur 4,8% fjölgun.
Meira