A-Húnavatnssýsla

Laxveiðin 29% minni en á síðasta ári

Nú er laxveiðitímabilið á enda í húnvetnsku laxveiðiánum sem eru á lista Landsambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins. Þar má sjá að umtalsvert minni veiði var í sumar heldur en árin á undan. Heildarveiðin í ánum sjö var 5.919 laxar sem er 29% minna en í fyrra þegar veiddust þar 8.313 laxar og 42% minna en árið 2016 þegar veiðin var 10.252 laxar.
Meira

Gul viðvörun í gildi

Veðurstofan varar við versnandi veðri á landinu og nú er gul viðvörun í gildi á Norður­landi vestra og svæðinu í kring; Vestfjörðum, Ströndum og Norður­landi eystra. Í veðurhorfum fyrir Norðurland vestra segir á vedur.is:
Meira

Hér hvílir séra Marteinn prestur - Vígsla sögutorgs í Höskuldsstaðakirkjugarði

Miðvikudaginn 26. september heimsótti biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Höskuldsstaðakirkju og var með helgistund í kirkjunni. Að henni lokinni var gengið út í elsta hluta kirkjugarðsins þar sem biskup vígði sögutorg sem hlaðið var í sumar. Sögutorgið er hlaðið úr grjóti, klætt utan með grasþökum og hellulagt með náttúrugrjóti.
Meira

Gaman að skilja eitthvað eftir fyrir framtíð barnabarnanna

Jóhanna S. Björnsdóttir sagði lesendum frá handavinnu sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 43. tbl. Feykis 2017. Jóhanna S. Björnsdóttir á Sauðárkróki er fjölhæf handavinnukona þó ekki sé ýkja langt síðan hún fór að fást við handavinnu, aðeins 15 ár, í kjölfar slyss sem hún varð fyrir þannig að segja má að handavinnuáhuginn hafi kviknað fyrir slysni. Síðan þá hefur hún lagt stund á margs konar hannyrðir og meðal annars á hún nú fjóra þjóðbúninga. Jóhanna hefur sótt ýmis námskeið og skráði sig eitt sinn, fyrir misskilning, á bútasaumsnámskeið í New Hampshire, sem ætlað var fólki sem hafði bútasaum að atvinnu.
Meira

„Þú ert það sem þú borðar“

"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði." Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira

Margt að gerast hjá Farskólanum

Nýlega hófst á vegum Farskólans námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru öll haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd og eru styrkt og niðurgreidd af SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Blóðsöfnun í næstu viku

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki og á Blönduósi í næstu viku. Mikill skortur hefur verið á blóði hjá Blóðbankanum og á Facebooksíðu bankans í gær kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum, þó sérstaklega O mínus. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð.
Meira

Lýðheilsuganga að Þrístöpum og um Vatnsdalshóla

Ferðafélag Íslands stóð fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september sem mæltust vel fyrir. Tilgangur gönguferðanna var sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Farið var í skipulagðar gönguferðir í báðum Húnavatnssýslunum og á fréttavefnum Húni.is kemur fram að ágæt þátttaka hefur verið í göngunum í Austur-Húnavatnssýslu og þakkar ferðamálastjóri göngustjórum kærlega fyrir samvinnuna og öllum þátttakendum fyrir áhugann á verkefninu.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð í dag

Í dag, fimmtudaginn 27. september, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar munu þeir listamenn sem dvalið hafa í listamiðstöðinni í september sýna vinnu sína. Opið verður frá klukkan 16:30 til 19:00.
Meira

Bestu búsetuskilyrðin í Skagafirði - Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar

Nýlega heimsótti Vífill Karlsson, hagfræðingur, sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra og kynnti fyrir þeim niðurstöður íbúakönnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu að með Vífil í fararbroddi. Þrjár kynningar voru haldnar, ein á Hvammstanga þar sem fjallað var um niðurstöður könnunarinnar í Vestur-Húnavatnssýslu, á Blönduósi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og sú þriðja á Sauðárkróki þar sem niðurstöður fyrir Skagafjörð voru kynntar. Sagt er frá þessu á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira