Aðsent efni

Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis

Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?
Meira

Ó þú jörð :: Dagur íslenskrar tungu er í dag

Ó þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð sem ber blómstafi grunda sárt er að þú sekkur undir mér. Hef ég mér frá þér hér og hníg til þín aftur, mold sem mannsins er magngjafi skaptur sárt er að þú sekkur undir mér (Jónas Hallgrímsson, 1844)
Meira

Tryggingagjaldið er barn síns tíma!

Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði.
Meira

Fegurðin í ófullkomleikanum :: Áskorandapenninn Valgerður Erlingsdóttir brottfluttur Króksari

Ég er fædd á Sauðárkróki á því herrans ári 1977, telur það 44 ár og mætti þá kallast miðaldra. Ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu meirihluta ævinnar eða í 26 ár, þar sem ég hef komið mér upp fjölskyldu og eignast góða vini. Í gegnum tíðina hef ég gert margt misgáfulegt, eins og heima á Krók og á eflaust eftir að gera út lífið, því svo lengi lærir sem lifir, eða hvað?
Meira

Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson

Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira

Bárukliður frá Blönduósi

Þessar fyrstu vetrarvikur njóta orlofsdaga við Blönduós, hjón komin sunnan af Selfossi, áttu sumarið sitt uppi á Skeiðum, einnig orðin amma og afi en sú kynslóð notar síður þetta vinnutengda orð, orlof.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Athugasemdir við vinnulag undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Við undirrituð, öll kærendur vegna alþingiskosninga þann 25. september, viljum vekja athygli á því hversu mikil og ónauðsynleg leynd hvílir yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Nefndin hefur starfað í einn mánuð og haldið amk. 22 fundi. Einungis tveir af þessum fundum hafa verið opnir, hvor tveggja fundir með sérfræðingum frá lagadeildum háskólanna. Allir aðrir fundir hafa verið lokaðir og engar efnislegar upplýsingar að finna í fundargerðum. Fjölmargir hafa verið boðaðir til funda með nefndinni, þ.m.t. allir kærendurnir sextán og fjölmargir málsaðilar. Þar má helst telja meðlimi í landskjörstjórn, meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, starfsmenn Hótel Borgarness, fjölmarga umboðsmenn stjórnmálasamtaka auk fleira fólks.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Undornfell í Vatnsdal

Landnáma minnist á bæinn: „Þórir (Ingimundarson) hafði goðorð ok bjó at Undurnfelli“ (132). Vatnsdæla (66) veit betur: „Þórir hafrsþjó bjó at Nautabúi; þat heitir nú at Undunfelli.“ Þar hefir því verið nautabú Ingimundar goða. Forliður nafnsins brenglast svo á ýmsa vegu, en bendir þó furðumikið á upprunanafnið: Árin 1344: Undon- (DI. IV. B.). 1360: Undan- (DI. III. B.). 1394: Unden- og Undin- (DI. III. B.). Á 16. öld mun fyrst fara að votta fyrir Undir- en fyrri ekki (sbr. DI. II. 477, 489 [l429] o. v.). Undorn (eða undurn) var eyktamarksheiti í fornmáli.
Meira

Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis

Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Meira