Fréttir

Sumaropnun á Gránu Bistro, Retro Mathúsi og í Jarlsstofu 

Sumarið er komið og nú opna fleiri og fleiri veitingastaðir dyr sínar fyrir svöngum túristum og heimafólki sem er spennt fyrir fjölbreytni í úrvali veitingastaða. Nú um helgina verður opið hjá Retro Mathúsi á Hofsósi, Jarlsstofa restaurant í kjallara Hótel Tindastóls er með kvöldopnun og Grána Bistro verður með opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld.
Meira

Kurteisi kostar ekkert | Leiðari 18. tölublaðs Feykis

Flokkspólitísk dagblöð voru lenskan framan af síðustu öld. Stjórnmálaflokkarnir voru lengi vel fjórir og hver og einn hafði sína málpípu þar sem réttu skoðanirnar voru predikaðar – í raun bergmálshellir þeirra tíma. Framsóknarmenn lásu Tímann, kratar Alþýðublaðið, kommar Þjóðviljann og íhaldið Moggann.
Meira

Ásgeir á tónleikarúnti

Tónlistarmaðurinn snjalli frá Laugarbakka, Ásgeir Trausti, heldur af stað í Einför um Ísland í lok júní og lýkur rúntinum með tónleikum í Ásbyrgi á Laugarbakka 20. júlí. Hann hefur leik 27. júní í Landnámssetrinu í Borgarnesi en heldur síðan meðal annars tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi 7. júlí. Lokatónleikarnir verða síðan í Háskólabíói 14. september.
Meira

Aldrei fleiri Tindastólskrakkar skráðir til leiks

Dagana 10.-11. maí fóru Snillingamót og Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Tindastóll sendi að þessu sinni níu þátttakendur til leiks og er það metþátttaka – aldrei hafa fleiri Tindastólskrakkar tekið þátt í einu móti.
Meira

Baldur Hrafn ráðinn í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar

Sagt er frá því á vef Skagafjarðar að sveitarfélagið hefur ákveðið að ráða Baldur Hrafn Björnsson í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs en staðan var auglýst öðru sinni í apríl sl. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira

Knattspyrnuvallahallæri á Norðurlandi vestra og víðar

Þrjú meistaraflokkslið í knattspyrnu þreyja þorrann á Norðurlandi vestra þessa sumarbyrjunina; kvennalið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna, Kormákur/Hvöt í 2. deild karla og karlalið Tindastóls í 4. deildinni. Öll þurfa liðin leikhæfa leikvelli til að spila á en þeim er því miður ekki til að dreifa þessa dagana á svæðinu og hafa liðin því þurft að ýmist færa leiki lengra inn í sumarið, spila heimaleiki sína í Eyjafirði eða skipta á heimaleikjum við andstæðinga hverju sinni.
Meira

Þörfin fyrir heimilislækna | Bjarni Jónsson skrifar

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Lengi lifi rokkið - Gildran með tónleika í Gránu

Hljómsveitin Gildran fagnar á næsta ári fjörtíu ára afmæli sínu og nú er hafa Skagfirðingar og nærsveitungar tækifæri til að mæta í Gránu nk.laugardagskvöld 18. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Trommari Gildrunnar Kalli Tomm sem fæddur er og uppalinn í Mosfellssveit og hefur búið þar meira og minna öll sín ár er nú búsettur á Hofsósi. Feykir heyrði í nýbúanum á Hofósi og tók tal af honum í tilefni flutninga og komandi tónleika.
Meira

Ólík nálgun á snjallfækkun

Um fjörtíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum, heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða sem er hluti af alþjóðlegu samstarfi og skipuleggur sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands.
Meira

Liðið þarf smá tíma til að slípast saman

„Leikurinn við Reyni var heilt yfir nokkuð vel spilaður. Sóknarlega náðum við að halda betur í boltann en við gerðum á móti Selfossi og við vorum að fá góðar opnanir hátt á vellinum en náðum ekki að nýta þær stöður nægilega vel,“ sagði Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar, þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Reyni Sandgerði í 2. umferð 2. deildar en leikurinn fór fram á Dalvík um helgina. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Sandgerðinga líkt og Feykir sagði frá.
Meira