Fréttir

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira

JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“

Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.
Meira

Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.
Meira

Blása til aukatónleika

Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
Meira

Gerði heiðarlega tilraun til að heimsækja söguslóðir Outlander bókanna

Hrund Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík, búsett á Hvammstanga, uppalin á Gauksmýri, gift, móðir tveggja barna og fædd á áratug áratuganna. Við vitum öll að tugurinn er 80 og árið er sjö. Hrund er veitingahúsaeigandi á Hvammstanga, á og rekur Sjávarborg og er framtíðar víngerðarkona. Hrund svaraði Bók-haldi Feykis um miðjan nóvember en þá var hún að gera sig klára í Edinborgarferð með hluta af bókaklúbbnum sínum sem farin var í byrjun desember. Bók-haldið birtist fyrst í JólaFeyki.
Meira

JÓLIN MÍN | Uppáhaldskökusortin breytist oft á milli ára

Ingibjörg Signý Aadnegard er fjögurra barna móðir á Blönduósi þar sem hún býr með Jóni Antoni. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Hún var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar Feykir bað hana að segja frá jólunum sínum.
Meira

Hrafnhildur og jólin

Blaðamaður setti sig í samband við nokkrar alvöru jólakúlur og forvitnaðist um jólin og jólatréið á heimilinu. Allir hafa sínar jólatréssérviskur og áhugavert að heyra misjafnar hefðir á heimilum fólks þegar kemur að jólaténu. Sumir eru alltaf með lifandi tré á meðan aðrir eru með gervi. Helgispjöll að skreyta tréið fyrr en á Þorláksmessu, bannað að kveikja fyrr en klukkan sex á aðfangadag á meðan sum heimili setja tréið í fullan skrúða í upphafi aðventu. Gervitré eru ekki jólatré það vantar allann ilminn, ekkert lifandi tré á mitt heimili með öllu því dýralífi sem því getur fylgt, þetta eru allt saman örfá dæmi um jólatréssérviskur fólks.
Meira

JÓLIN MÍN | „Höfum almennt mjög gaman og borðum aðeins of mikið“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir býr á Sauðárkróki og er oftast kölluð Gunna. Hún er móðir tveggja uppkominna drengja og segist eiga tvær magnaðar tengdadætur og barnabörnin eru orðin sex talsins; fjórir drengir og tvær stúlkur. Gunna hefur starfað sem sjúkraliði við Heilbrigðisstofnunina á Króknum í bráðum 40 ár.
Meira

Gestir fóru með ljós í sinni út í skammdegisnóttina

Í gærkvöldi fóru fram jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju. Á dagskrá voru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. var nýtt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli hans, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld, Sigurð Hansen, í Kringlumýri Skagafirði.
Meira

Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Segir mamma þín það?

Hjá Bókaútgáfunni Hólum kom í haust út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Skagfirðingar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina...
Meira