Fréttir

Logi vill efla styrki til fjölmiðla á landsbyggðinni

Í Spursmálum Mbl.is er haft eftir Loga Ein­ars­syni menntamálaráðherra að hann hyggist auka við styrki minni fjöl­miðla úti á landi, á kostnað tveggja stærstu einka­reknu miðlanna, til þess að styrkja sjálfs­mynd fólks á lands­byggðinni.
Meira

Skólahreysti hefst í dag

Fyrstu tveir riðlar í Skólahreysti 2025 verða í dag miðvikudaginn 30. apríl á Akureyri og fara þeir fram í Íþróttahöllinni kl. 17.00 og kl. 20.00 í beinni útsendingu á RÚV. Í fyrri riðli kvöldsins keppa Árskóli, Varmahlíðarskóli og Gr. Húnaþings vestra ásamt fimm öðrum skólum. 
Meira

Konan fagnar líka þessum tímamótum í lífi okkar

Eftir aldafjórðung á sjó og ríflega annað eins tímabil í sölu- og markaðsmálum og útgerðarstjórn lætur Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri hjá FISK Seafood, af störfum um mánaðarmótin. Gylfi segir að honum líði vel með þessa ákvörðun og að þetta sé komið gott. „Það er orðið tímabært að rýma til fyrir yngra fólki með nýja þekkingu og hugmyndir. Ég stíg bæði sáttur og saddur frá þessu borði og veit að konan mín fagnar líka þessum tímamótum í lífi okkar. Það er auðvitað í leiðinni margs að sakna og þar hef ég ekki síst í huga það frábæra fólk sem ég hef fengið að vinna með í gegnum þennan langa feril.“
Meira

Óskað er eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna 2025

Á vef SSNV kemur fram að Sambandið hefur opnað fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði, s.s. umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera.
Meira

Slökkviliðsstjórar landsins sameinuðust á Akureyri

Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) var haldinn á Akureyri helgina 11. – 12. apríl síðastliðinn. Félagið vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða um land allt og er fundurinn mikilvægur vettvangur þar sem slökkviliðsstjórar landsins koma saman til að ræða málefni brunavarna, áskoranir í starfi slökkviliða og miðla reynslu sinni á því sviði. Undirritaður var samstarfssamningur um áframhaldandi þróun og rekstur Brunavarðar. Nýr samstarfshópur stofnaður um uppbyggingu æfingasvæða fyrir slökkvilið landsins og HMS kynnti tvær nýjar leiðbeiningar um heimildir slökkviliða til eftirlits og aðgangs að húsnæði og hins vegar beitingu stjórnvaldssekta
Meira

Snæfríður og Hrafnhildur styrkja hóp Stólastúlkna

Félagaskiptaglugginn í fótboltanum hefur nú lokað og liðin geta því ekki styrkt sig fyrr en síðar í sumar. Kvennalið Tindastóls í Bestu deildinni er þunnskipað og stóðu vonir til þess að breikka hópinn eitthvað. Skömmu fyrir mót bættist Hrafnhildur Salka Pálmadóttir í hópinn og nú í gær fékk Snæfríður Eva Einarsdóttir félagaskipti í Tindastól.
Meira

List- og verksýning nemenda Varmahlíðarskóla

Fjöldi nemenda, kennara og gesta var mættur á list- og verksýning Varmahlíðarskóla þegar hún opnaði í gær þriðjudaginn 29. apríl í Menningarhúsinu Miðgarði. Stendur sýningin yfir í Sæluviku eða nánar tiltekið til 4. maí.
Meira

Töfrakvöld í Síkinu

Það var leikur. Já, stundum gerast einhverjir galdrar á íþróttaleikjum þar sem dramatíkin og óvænt atvik hreinlega sprengja allt í loft upp. Leikur Tindastóls og Álftaness í Síkinu í gær var einmitt þannig. Eiginlega bara tóm della. Hvernig fóru gestirnir að því að jafna leikinn á lokakafla venjulegs leiktíma? Hvesu löng var lokamínúta venjulegs leiktíma? Hvernig náðu Stólarnir að rífa sig upp úr vonbrigðunum í framlengingunni? Hvernig setti Arnar þetta skot niður? Hvernig stóð á því að ájorfendur voru ekki sprungnir í loft upp? Já, Stólarnir mörðu eins stigs sigur eftir framlengingu, 105-104.
Meira

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Ótrúlegt en satt sýnd í Króksbíó 1. maí

Stuttmyndin Ótrúlegt en satt eftir Ásthildi Ómarsdóttur, sem er kvikmyndagerðarkona frá Sauðárkróki, verður sýnd fimmtudaginn 1. maí kl. 16:00 í Króksbíó á Sauðárkrókii. Myndin vekur upp mikilvægar spurningar um virðingu og mannúð á dvalarheimilum. Myndin var valin besta stuttmyndin á leiklistarbraut Kvikmyndaskóla Íslands við útskrift skólans í lok síðasta árs og leikur Ásthildur aðalhlutverkið. Í öðrum helstu hlutverkum eru Vigdís Hafliðadóttir, Sólveig Pálsdóttir og Magnús Orri Sigþórsson.
Meira