Vel heppnað Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
29.04.2025
kl. 12.29
Það var hugljúf og falleg stund í Sauðárkrókskirkju mánudagskvöldið 28. apríl þegar hið árlega Kirkjukvöld var haldið. Gestir kvöldsins voru rúmlega 100 manns og var dagskráin glæsileg að vanda. Sr. Karl Matthíasson tók fyrstur til máls og kynnti lögin eitt af öðru, eins og honum einum er lagið, en það var Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem hóf sönginn. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Helga Rós Indriðadóttir og spilaði Rögnvaldur Valbergsson organisti á hljómborð og Sigurður Björnsson var á trommum. Einsöngvarar kvöldsins voru þær Lára Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir.
Meira