Fréttir

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Föstudaginn 17. janúar klukkan 18:00 býður Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga áhugasömum til fyrirlesturs um lýðheilsu í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Meira

Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi og hluta Skagafjarðar og Strandasýslu

Útsendingar Rásar 1 liggja niðri á stóru svæði á Norðurlandi, frá Hrútafirði til innsta hluta Skagafjarðar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvenær viðgerð ljúki en vegna veðurs verði það aldrei fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.
Meira

Afleitt veður og færð í dag

Vetrarfærð og vonskuveður er nú á nánast öllu landinu og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum. Á Norðurlandi vestra hafa flestir vegir verið ófærir í morgun og er svo enn um alla fjallvegi en flestir vegir á láglendi eru orðnir færir þó færðin sé misgóð og veður vont. Í Húnavatnssýslum eru Skagastrandarvegur og vegurinn um Langadal ófærir. Í Skagafirði er vegurinn utan Hofsóss ófær en snjóþekja eða þæfingur á flestum öðrum vegum.
Meira

Umfang mengunar vegna bensínleka skoðað á Hofsósi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar sem haldinn var í gær var lögð fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka sem varð úr tönkum N1 og komst upp í desember.
Meira

Skellur í Sláturhúsinu

Kvennalið Tindastóls heimsótti Keflavík sl. laugardag en þar tóku heimastúlkur á móti þeim í 47. leik 1. deildar kvenna á þessu tímabili. Það var ekki gestrisninni fyrir að fara í Sláturhúsinu frekar en fyrri daginn og réðust úrslitin í raun strax í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu þá 45-23. Staðan hvorki versnaði né bestnaði í síðari hálfleik og lokatölur 80-58.
Meira

Nýmæli í nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra

Sjúkratryggingar greiða fargjald eins fylgdarmanns með konu sem þarf að ferðast til að fæða barn á heilbrigðisstofnun samkvæmt nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands sem tók gildi 1. janúar sl. Á vef stjórnarráðsins segir að um nýmæli sé að ræða og sömuleiðis þau ákvæði þar sem komið er til móts við ferðakostnað nýrnasjúkra sem þurfa á reglubundinni blóðskilunarmeðferð að halda.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Lítið lát virðist ætla að verða á óveðurslægðunum sem ganga yfir landið þessa dagana. Nú hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir stóran hluta landsins og tekur hún gildi kl. 14:00 í dag á Norðurlandi vestra.
Meira

Góðar gjafir til HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi byrjuðu árið með því að afhenda Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi formlega nýjan meðferðarbekk og æfingatæki að andvirði kr. 974.396.
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Njarðvíkingum

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu í gærkvöldi í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakaflanum. Lokatölur 91-80.
Meira