Fréttir

Mean Ass Horse Chili, bjórskankar og rabbarbarakaka

Bjarni K. Kristjánsson og Agnes-Katharina Kreiling á Hólum í Hjaltadal voru matgæðingar í 25. tbl. Feykis 2017 þegar þessi þáttur birtist: Bjarni hefur búið á Hólum í nærri 20 ár og starfar sem prófessor við Háskólann á Hólum. Agnes, sem hefur verið á Íslandi í þrjú ár, hefur leigt hjá Bjarna síðastliðina átta mánuði og stundar doktorsnám við skólann. Bæði eru miklir matgæðingar og finnst gott að borða góðan mat og drekka með honum góðan bjór. Hér á eftir fylgja þrjár uppskriftir sem hægt er að nota ef fjölda gesta ber að garði.
Meira

Framkvæmdir við Blöndubrú

Lögrelgan á Norðurlandi vestra vekur athygli vegfarenda á því að á nú standa yfir framkvæmdir á þjóðvegi 1 við Blöndubrú á Blönduósi þar sem unnið er að lagfæringum á brúnni. Önnur akreinin er lokuð og verður það þannig fram á haustið, að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Ísak Óli valinn í landsliðið fyrir Evrópubikar í fjölþrautum.

Um helgina, 6. og 7. júlí fer fram Evrópubikar í fjölþrautum. Mótið fer fram á eyjunni Madeira sem er hluti af Portúgal. Íþrótta- og afreksnefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á mótið.
Meira

Blanda í þriðja sæti á landsvísu

Laxveiði í húnvetnskum ám er mun minni nú en á sama tíma á síðasta ári. Mest hefur veiðst í Blöndu en þar höfðu veiðst 135 laxar á miðvikudaginn var skv. tölum sem birtar eru á vefsíðu Landsssambands veiðifélaga, angling.is. en á sama tíma í fyrra var veiðin þar 299 laxar. Blanda er í þriðja sæti á listanum yfir laxveiðiár á landinu en í fjórða sæti er Miðfjarðará með 118 laxa, var með 320 í fyrra.
Meira

Slæmt tap á Akranesi

Í gærkvöldi mættust lið Kára og Tindastóls í Akraneshöllinni í 2. deild karla. Fyrir leikinn var Tindastóll neðstir með tvö stig en Kári einu sæti fyrir ofan með átta stig því mikilvægur leikur fyrir Tindastól til þess að eiga betri séns að halda sér uppi með sigri.
Meira

Úthlutað til styrkvega í Húnaþingi vestra

Á fundi landbúnaðarnefndar Húnaþings vestra þann 3. júlí sl. kom fram að Vegagerðin hefur úthlutað 3,5 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á árinu 2019. Styrkvegir eru þeir vegir sem sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum, s.s. malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Má þar nefna vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamannastöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl. Í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2019 er samþykkt að veita kr. 2.200.000 til styrkvega. Heildarupphæð til viðhalds styrkvega á árinu 2019 er því kr. 5.700.000.
Meira

Sæmd riddarakrossi við sérstaka athöfn

Feykir sagði frá því í 24. tbl. þessa árs að Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Húnavatnshreppi hefði verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní. Þar sem Jóhanna var stödd í Grikklandi og gat ekki veitt orðunni viðtöku þann dag var haldin sérstök athöfn fyrir hana og fjölskyldu hennar þegar hún sneri heim sl. þriðjudag.
Meira

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Vestlægar áttir og smá væta

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar sl. þriðjudag til að bera saman bækur sínar um veðurspá næsta mánaðar og yfirfara hvernig síðasta spá hefði gengið eftir. 14 félagar sóttu fundinn en auk þess fylgdust gestir frá RÚV með fundarstörfum og áttu menn góða stund við spjall og kaffidrykkju að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurklúbbnum.
Meira

Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira