Búkalú á Mælifelli næsta fimmtudagskvöldið
feykir.is
Skagafjörður
08.07.2019
kl. 14.48
Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland og næstkomandi fimmtudagskvöld er stefnan sett á Sauðárkrók, en hópurinn kemur fram á skemmtistaðnum Mælifelli. Búkalú-ferðalagið er hálfnað um þessar mundir og skiptir Margrét út skemmtikröftum um hverja helgi. „Sýningin sjálf er skemmtiatriðahlaðborð – þar sem kynnir leiðir á svið mismunandi fólk sem gleður áhorfendur. Svona sýningarform er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og býður upp á skemmtun fyrir fólk með mjög stutt athyglisspan,“ segir Margrét.
Meira