Fréttir

Búkalú á Mælifelli næsta fimmtudagskvöldið

Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland og næstkomandi fimmtudagskvöld er stefnan sett á Sauðárkrók, en hópurinn kemur fram á skemmtistaðnum Mælifelli. Búkalú-ferðalagið er hálfnað um þessar mundir og skiptir Margrét út skemmtikröftum um hverja helgi. „Sýningin sjálf er skemmtiatriðahlaðborð – þar sem kynnir leiðir á svið mismunandi fólk sem gleður áhorfendur. Svona sýningarform er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og býður upp á skemmtun fyrir fólk með mjög stutt athyglisspan,“ segir Margrét.
Meira

Yngvi Magnús Borgþórsson hættur hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Í tilkynningu sem stjórn deildar sendi frá sér kemur fram að Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, muni taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.
Meira

Markaregn á Blönduósvelli

Laugardaginn 6. júlí mættust Kormákur/Hvöt (K/H) og KB í 4. deild karla á Blönduósvelli. Leikurinn var einstefna hjá K/H í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari. Mörkin komu á silfurfati í fyrri hálfleik enda var frábært knattspyrnuveður á Blönduósi á laugardaginn.
Meira

Opnir kynningarfundir um Þjóðgarð á miðhálendinu

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opinna funda um vinnu nefndarinnar. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að á fundunum veri farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.
Meira

Jasmin Perkovic til Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóll hefur samið við Króatíska framherjann Jasmin Perkovic. Jasmin er 38 ára gamall reynslumikill leikmaður og hefur spilað með liðum í Slóven­íu, Bosn­íu, Grikklandi, Ítal­íu og Þýskalandi. Jasmin er 2,05 metrar á hæð og er 117 kíló
Meira

Tap gegn Aftureldingu

Föstudagskvöldið 5. júlí mættust Afturelding og Tindastóll í Inkasso deild kvenna í blíðskapaveðri á Varmárvelli. Fyrir leikinn voru Tindastólsstúlkur í fimmta sæti með níu stig og með sigri gátu þær farið upp í þriðja sæti.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Maríudagar voru haldnir að Hvoli í Vesturhópi 29. og 30 júní en Maríudagar eru til minningar um Maríu Hjaltadóttur, fyrrum húsmóður á Hvoli. Að þessu sinni heimsóttu okkur liðlega 200 manns og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí nú í sumar. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann og miðar að því að fræða börn á öllum aldri um ólíkar hliðar náttúrunnar á námskeiðum sem snúast um útivist og náttúruskoðun þar sem þau læra með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin.
Meira

Ráðið í stöður yfirhjúkrunarfræðinga við HSN á Sauðárkróki

Ráðið hefur verið í störf yfirhjúkrunarfræðings svæðis og yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslu á HSN Sauðárkróki en störfin voru auglýst laus til umsóknar í lok maí. Sagt er frá þessu á vef HSN.
Meira

Námskeið í textíllitun í Textíllistamiðstöðinni

Í næstu viku munu tveir ungir textílhönnuðir frá Mexíkó, Selene Gaytán og Paulina Mejía, sem dvelja nú um stundir í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi, kynna fornar, náttúrulegar aðferðir við að lita textíl.
Meira