Fréttir

Úttekt Menntamálastofnunar á skólastarfi í Grunnskólanum austan Vatna

Sagt er frá því á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ný og endurskoðuð matsviðmið hafi verið tekin í notkun við ytra mat á grunnskólum á vegum Menntamálastofnunar. Grunnskólinn austan Vatna var í hópi fyrstu grunnskólanna sem fóru í úttekt með nýju matsaðferðinni í september síðastliðnum en tíu grunnskólar eru metnir árlega.
Meira

Lagningu ljósleiðara lokið í Húnavatnshreppi

Nú hefur verið lokið við lagningu grunnkerfis ljósleiðara í Húnavatnshreppi en undirbúningur verksins hófst árið 2015 og framkvæmdir árið eftir með því að lagðar voru stofn- og heimtaugar á bæi.
Meira

Hvetur alla til að prófa víkingaklæðnað

Í 6. tölublaði Feykis 2018 var skyggnst í handavinnuhornið hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Pálína hefur verið búsett á Laugarbakka frá árinu 2002 en hún er fædd og uppalin austur á Héraði. Hún starfar sem grunnskólakennari í hlutastarfi þar sem hún kennir m.a. tónmennt og jóga bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvammstanga og er stundakennari við Tónlistarskólann. Ennfremur er hún organisti og kórstjóri á Hvammstanga og á Melstað og Staðarbakka.
Meira

Fyrstu frásögur af keppni á hestum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli og nokkrum þeim næstu ætla ég að fjalla um sögu keppna á hestum hér á landi. Í upphafi byggðar á landinu voru þó stundaðar keppnir sem fólust ekki í að keppt var á hestunum, þ.e. þeir voru ekki setnir, heldur var þeim att fram sem vígahestum og þeir slóust þar til annar lá dauður eða óvígur. Þetta er vitaskuld löngu aflagt en víða um heim þekktust og þekkjast jafnvel enn margs konar dýraöt. Verður ekki frekar um þetta fjallað hér en fyrir áhugasama er bent á bók sem ýmsir lesenda pistils þessa kannast eflaust við en það er bókin Faxi eftir dr. Brodda Jóhannesson, kunnan Skagfirðing, bókin kom út hjá Bókaútgáfunni Norðra á Akureyri árið 1947.
Meira

Bjarni Har fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Í dag var kaupmaðurinn síungi á Sauðárkróki, Bjarni Haraldsson, sæmdur heiðursborgaranafnbót fyrstur allra í Sveitarfélaginu Skagafirði í veislu sem nú stendur yfir við verslun hans á Aðalgötunni. Aðeins tveir ættliðir hafa rekið verslunina þau 100 ár sem hún hefur verið starfrækt en faðir Bjarna, Haraldur Júlíusson sem verslunin er kennd við, setti hana á laggirnar árið 1919.
Meira

Rabb-a-babb 177: Ingveldur Ása

Nafn: Ingveldur Ása Konráðsdóttir. Starf / nám: Bóndi, þroskaþjálfi og sveitarstjórnarfulltrúi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar pabbi þurfti að taka allar spennurnar úr hárinu á mér með sína 10 þumalputta. Hélt að þetta myndi engan endi taka. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Sko...
Meira

Kjúklingaréttur og syndsamlega góð skyrterta

Það er hún Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir sem ætlar að bjóða okkur upp á girnilegar kræsingar þessa vikuna. Jóhanna býr á Hvammstanga en er ættuð af Vatnsnesi og úr Víðidal. Hún vinnur á leikskólanum Ásgarði og einnig í félagsmiðstöðinni Órion. Uppáhaldsmatur Jóhönnu er jólamaturinn, svínakjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti en hún segist hafa mjög gaman af matseld og að prufa alls konar uppskriftir. „Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða vinum og ætla að vera duglegri við það í ár í nýja húsinu mínu,“ segir Jóhanna. Þátturinn birtist í 24. tbl. Feykis í júní 2017.
Meira

Eyþór Franzon Wechner leikur í Hallgrímskirkju

Organisti Blönduósskirkju, Eyþór Franzon Wechner, verður meðal organista sem leika á orgel á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Það er Listvinafélag Hallgrímskirkju sem stendur að tónleikaröðinna en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.
Meira

Vinna og vökustundir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Nú er rispa í kjarasamningsgerð ný yfirstaðin og ýmsar nýjar áherslur bornar á borð s.s. stytting vinnuvikunnar. Út frá umfjöllun um kjaramál vöknuðu hugleiðingar um vinnutíma og vinnuaðstæður fólks á liðnum öldum. Aðskilnaður heimilis og atvinnu hafði ekki enn átt sér stað á seinni hluta 19. aldar og frumvinnsla matvæla og klæða hélt fólki við verkin frá sólarupprás til sólarlags og rúmlega það, ef marka má frásagnir Hrafnagils-Jónasar í bókinni Íslenskir þjóhættir.
Meira

Aldarafmæli Verzlunar Haraldar Júlíussonar

Verzlun Haraldar Júlíussonar, sem í daglegu tali Skagfirðinga er oftast kölluð Verslun Bjarna Har. eða bara Bjarni Har., fagnar aldar afmæli um þessar mundir. Í tilefni þess verður blásið til afmælisfagnaðar við verslunina næsta laugardag, 29. júní.
Meira