Fréttir

Í lok fyrstu vinnuviku í samkomubanni

Ekki hefur farið fram hjá íbúum Skagafjarðar eða landsins alls að þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt sl. mánudags, þá gekk í gildi samkomubann á Íslandi sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar, eða til 13. apríl kl. 00:01.Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt bann er sett en markmiðið er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem fer nú um heim allan.
Meira

Það kostar ekkert að brosa:)

Ef það er eitthvað sem getur hjálpað manni að halda geðheilsunni þessa furðulegu daga sem við erum að ganga í gegnum þá þurfum við ekki bara að rækta líkamann heldur að huga að innri sálinni með að brosa og hlægja meira en við gerum. Dýramyndbönd er eitthvað sem ég get horft á í marga klukkutíma og skemmt mér vel yfir, vona bara að þú gerir það líka:) Munum svo bara að njóta og lifa lífinu:)
Meira

Viðbragðsáætlun í landbúnaði vegna COVID 19

Nauðsynlegt er fyrir bændur að hafa viðbragðsáætlun sem tekur til þátta sem mikilvægir eru til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda, segir á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar er brýnt fyrir bændum að gera ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda en þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli.
Meira

Vonbrigði með synjun á styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fyrr í þessum mánuði úthlutuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármunum til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira

Við erum eins tilbúin og við verðum – Stefán Vagn í viðtali við N4

Karl Eskil Pálsson, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni N4, tók viðtal Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón á Norðurlandi vestra, og spurði hann um ýmislegt er varðar Covid 19 og aðgerðir Almannavarna á svæðinu. Stefán segist búast við því að veiran fari að breiðast meira út á Norðurlandi vestra líkt og annars staðar og verkefni Almanavarna sé að reyna að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms þannig að viðbragðsaðilar ráði við ástandið.
Meira

ESB nemur úr gildi útflutningsbann á lækningavörum til EFTA-ríkjanna

Evrópusambandið hefur fallist á sjónarmið Íslands og annarra EFTA-ríkja innan EES og fallið frá útflutningsbanni til EFTA-ríkjanna á tilteknum hlífðarbúnaði sem notaður er í störfum heilbrigðisstarfsfólks og er nauðsynlegur í baráttunni við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Bannið tekur þannig ekki til EFTA-ríkjanna innan EES, útflutningur á framangreindum búnaði verður því áfram heimill og þarfnast ekki sérstakra leyfa.
Meira

Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar bættust í hóp þeirra sem væru smitaður af kóróna-veirunni. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður stofnunarinnar væri smitaður. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að þeir þessir tveir starfsmenn voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti.
Meira

Vinna samfélagsverkefni í samkomubanni

Með tilkomu samkomubannsins er skólahald er nú með breyttum hætti í velflestum skólum landsins og hefur dagskrá þeirra verið útfærð á hverjum stað fyrir sig. Í Höfðaskóla á Skagaströnd er engin undantekning frá þessu en þar var í dag bryddað upp á skemmtilegu verkefni fyrir nemendur.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með mánudeginum síðasta og á meðan samkomubann er í gildi, kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Telja ekki tímabært að ráðast í víðtækari sameiningarviðræður

Á síðasta fundi sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu var samþykkt að bjóða öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra, þ.e. Akrahreppi, Húnaþingi vestra og Sveitarfélaginu Skagafirði, aðild að sameiningarviðræðunum og var þeim sent erindi þess efnis.
Meira