Fréttir

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanemanna

Um liðna helgi fór fram í Háskóla Íslands hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun og byggði áskorunin á lið B.7, störf án staðsetningar, og var meginmarkmið hennar að komast að því hvernig hægt væri að búa svo um að það yrði ákjósanlegt fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni.
Meira

Vegur lokaður vegna umferðarslyss við Stóru-Giljá

Fyrir skömmu varð umferðarslys við bæinn Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu er tveir bílar er komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Ekki var vitað um líðan farþega er Feykir hafði samband við Neyðarlínuna.
Meira

Veiðileyfi í Blöndu og Svartá á veida.is

Sala veiðileyfa í Blöndu og Svartá fyrir komandi veiðitímabil eru nú komin í sölu á veiðileyfavefnum veiða.is. Nýr leigutaki, Starir, tók við svæðunum síðastliðið haust, og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga og er þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu svæðana til framtíðar.
Meira

Fyrsta beina flugið frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli á laugardagsmorgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem það félag býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.
Meira

Kokkalandsliðið hlaut gull fyrir Chef´s table

Fyrr í dag kom í ljós að íslenska Kokkalandsliðið hefði hlotið gullverðlaun fyrir Chef´s table, eða forréttaborðið, sem fram fór í gær á Ólympíuleikunum sem haldnir eru í Stuttgart í Þýskalandi. Eins og Feykir.is greindi frá á fimmtudaginn er Skagfirðingurinn Kristinn Gísli Jónsson í liðinu.
Meira

Valin í Pressuliðið og Landsliðið í Vestmannaeyjum :: Íþróttagarpurinn Vala Björk Jónsdóttir

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, valdi hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fór dagana 27. - 29. janúar nk. í Skessunni í Kaplakrika. Í þeim hópi var Vala Björk Jónsdóttir frá Hvammstanga sem nú býr í Hafnarfirði og æfir með Haukum. Vala Björk er dóttir Jóns Óskars Péturssonar og Ólafíu Ingólfsdóttur og er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.
Meira

Vestur-Húnvetnskur vinkill á laginu Ekkó

Síðari umferð Söngvakeppninnar 2020 fer fram í kvöld en þá keppa fimm lög um tvö síðustu sætin á úrslitakvöldin og mögulega fer eitt aukalag áfram. Feykir hefur ekki frétt af miklum tengingum flytjenda laganna við Norðurland vestra að þessu sinni og þó – Nína Dagbjört Helgadóttir er barnabarn Stefáns heitins Jónssonar sem fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu.
Meira

Skankar með tilbrigðum

Matgæðingar áttunda tölublaðs ársins 2018 voru Sigríður Hjaltadóttir og Skúli Þór Sigurbjartsson. „Við búum á Sólbakka í Víðidal. Þar rekum við kúabú auk þess að eiga nokkrar kindur og hross til að ná að nýta landið á sem fjölbreytastan hátt. Við höfum ræktað skjólbelti á jörðinni eins og tími hefur unnist til og nýtum þannig landsins gagn og nauðsynjar,“ segja þau hjón. „Við áttum í erfiðleikum með að velja uppskriftir því við erum einlægir aðdáendur íslenska dádýrsins, sem er auðvitað kindakjötið okkar. Mér skilst að það megi ekki nefna lambakjöt því það er svo vont erlendis, það sé betra að nota orðið kind. En okkur langaði líka til að skerpa á kunnáttu landans við að elda nautakjöt eða koma með uppskrift úr íslensku folaldi því það er ekki hægt að ofelda það. Fyrir valinu varð ungt kindakjöt úr íslenskum framparti (lambakjöt), grunnuppskriftin kemur frá Nigellu sem er okkur flestum kunn. Hún eldaði þennan rétt með baunum en við eldum hann með tilbrigðum.“
Meira

Vel heppnað Norðurlandsmót í júdó fór fram á Blönduósi

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið.
Meira

Elsku Hvammstangi :: Áskorandapenni Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir

Pistill þessi sem ég skila alltof seint því frestunaráráttan náði tökum á mér eins og svo oft áður verður ekki um veðrið, pólitík eða eitthvað annað sem enginn nennir að tala um meira. Mig langar mikið frekar að skrifa um hversu dásamlegt það er að búa úti á landi.
Meira