„Hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum“ / BIRKIR GUÐMUNDS
feykir.is
Tón-Lystin
22.05.2019
kl. 06.28
Síðast skaust Tón-lystin út fyrir landsteinana eftir viðfangsefni og nú endurtökum við leikinn því að þessu sinni heilsum við upp á Birki Lúðvík Guðmundsson Jullum sem er atvinnumaður í faginu og gerir út frá 800 manna bæ, Lyngseidet, í Lyngen-firði í Norður-Noregi. Birkir er fæddur árið 1969 og uppalinn á Króknum, sonur Elínar Halldóru Lúðvíksdóttur og Guðmundar skipstjóra Árnasonar.
Meira