Fréttir

Þröstur í Birkihlíð fyrirmynd í námi fullorðinna

Framtíðin hér og nú var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember. Á fundinum var Herdísi Ósk Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þresti Heiðari Erlingssyni, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra, veittar viðurkenningar sem fyrirmyndir í námi fullorðinna árið 2019. Viðurkenningin og verðlaunin sem henni fylgja eru veitt einstaklingum hafa breytt stöðu sinni á vinnumarkaði eftir þátttöku í úrræðum FA.
Meira

Vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni Félags ferðaþjónustunnar

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt. Nú hafa myndirnar verið birtar á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Vonskuveður í uppsiglingu

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.
Meira

Fjölnet silfurpartner hjá Microsoft

Fjölnet varð nýverið silfur-partner hjá Microsoft í skýjalausnum, ætluðum litlum og meðalstórum fyrirtækjalausnum og bronze-partner hjá TrendMicro. Af því tilefni ætlar Fjölnet að bjóða núverandi og tilvonandi viðskiptavinum 20% afslátt af Microsoft 365 Business og gildir afslátturinn í eitt ár.
Meira

Jólin á Króknum – Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli

Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.
Meira

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kjalarland á Skagaströnd

Þetta nafn finst ekki í DI. En samt leikur enginn efi á því, að það er óbrjálað nafn, og óbreytt er það í öllum jarðabókum. (Sjá J. og Ný J.bók – Jarðabók 1703 (Kialar).)
Meira

Meistaraflokkur kvenna keppir við Hauka í Síkinu á morgun kl. 14 í Geysisbikarnum

Stelpurnar í Meistaraflokki kvenna í körfuboltanum þurfa allan þann stuðning sem völ er á á morgun þegar þær mæta Haukum í Síkinu kl. 14:00. Lið Hauka, er eins og staðan er í dag, í 5. sæti í Dominosdeildinni og verður því gaman að sjá hvar stelpurnar okkar standa í þessum leik en þær eru á toppi 1. deildarinnar með 11 leikna leiki og 16 stig. Þær eru allar sem ein búnar að standa sig einstaklega vel í vetur undir stjórn Árna Eggerts og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Á meðan á leiknum stendur verður boðið upp á vöffluhlaðborð þar sem fólk getur borðað á sig gat af vöfflum og borgar aðeins 1000 kr. á mann fyrir.
Meira

Ólöf á Tannstaðabakka styrkir Velferðarsjóð Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund fulltrúa í stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í dag og færði sjóðnum að gjöf kr. 516.000 sem hún hefur safnað með sölu á bútasaumsteppum sem hún saumar og selur til styrktar góðgerðamálum.
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 7. desember kl. 15:00 verður lesið úr nokkrum nýjum bókum á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Meira