Fréttir

„Hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum“ / BIRKIR GUÐMUNDS

Síðast skaust Tón-lystin út fyrir landsteinana eftir viðfangsefni og nú endurtökum við leikinn því að þessu sinni heilsum við upp á Birki Lúðvík Guðmundsson Jullum sem er atvinnumaður í faginu og gerir út frá 800 manna bæ, Lyngseidet, í Lyngen-firði í Norður-Noregi. Birkir er fæddur árið 1969 og uppalinn á Króknum, sonur Elínar Halldóru Lúðvíksdóttur og Guðmundar skipstjóra Árnasonar.
Meira

Formleg opnun gagnaversins á Blönduósi

Formleg opnun stærsta gagnavers á Íslandi, sem staðsett er við Blönduós, fór fram í dag að viðstöddum fjölmörgum boðsgestum. Haldnar voru ræður, klippt á borða og fólki leyft að skoða aðstæður.
Meira

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir allt það starf sem nú þegar hefur verið unnið við að koma Arctic Coast Way af stað, en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi.
Meira

Jóhann Björn og Ísak Óli keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar

Þrír Skagfirðingar munu fara með landsliði Íslands í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní í sumar. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að í liðinu séu 22 íþróttamenn, þrettán konur og níu karlar. Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi og svo er Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls í þjálfarateymi liðsins.
Meira

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Meira

Vilja byggja fjölda íbúða á Freyjugötureitnum

Hrafnshóll ehf. hefur áhuga á því að byggja allt að 90 íbúðir á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkrói, þar sem áður stóðu verkstæði KS. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar sl. föstudag var tekin fyrir umsókn fyrirtækisins um byggingarsvæðið en þar kemur frama að reiknað sé með að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára.
Meira

Almennt tekist vel við framkvæmd sóknaráætlana

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015 að því er fram kemur í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Evris gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara og lagðar fram tillögur til úrbóta. Frá þessu er sagt í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Meira

Júdóið slúttar á Vormóti Tindastóls

Vormót Tindastóls í júdó var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á Blönduósi, Júdódeild Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur í Reykjavík auk Júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi heiðruðu keppendur með nærveru sinni.
Meira

Augnablik bíður í Mjólkurbikarnum

Kvennalið Tindastóls komst í síðustu viku áfram í Mjólkurbikarnum og fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitin. Þegar búið var að fiska öll liðin upp úr hattinum góða kom í ljós að stelpurnar þurfa að spila útileik gegn liði Augnabliks í Fagralundi í Kópavogi sem líkt og lið Tindastóls spilar í Inkasso-deildinni.
Meira

Rúmar þrjár milljónir í atvinnumál kvenna í Skagafirði

Styrkjum til var úthlutað þann 17. maí og fengu 29 verkefni styrki að upphæð kr. 40 milljónir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti styrkina í athöfn sem fór fram í Hörpu. Þrír styrkjanna rataði í Skagafjörðinn. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira