Fréttir

Ástandið með öllu óboðlegt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var sl. föstudag, þann 13. desember, var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kom í Húnavatnssýslum og víðar á landinu í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku.
Meira

Rafmagnslaust frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka

Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út frá Hrútatungu og Laxárvatni og er nú rafmagnslaust á svæðinu frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka. Bilanaleit hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn.
Meira

Aukasýning á Skógarlífi

Leikflokkur Húnaþings vestra heimsfrumflutti sl. laugardag Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn Gretu Clough byggða á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling við mikinn fögnuð. Vegna góðra viðtaka hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember.
Meira

Andrea Maya í úrvalshóp FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan úrvalshóp unglinga 15-19 ára en hann samanstendur af íþróttamönnum sem náðu viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019. Á heimasíðu Frjálsíþróttasamband Íslands kemur fram að þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu haust 2019 - vor 2020 bætast við hópinn í mars. Skagfirðingurinn Andrea Maya Chirikadzi er ein þessa úrvalsíþróttafólks.
Meira

Tillögur um sameiningu prestakalla

Á Kirkjuþingi 2019 var fjallað um breytingar sem framundan eru á skipulagi þjóðkirkjunnar og snúa þær að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Meðal þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru er að Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinist í Húnavatnsprestakall. Önnur umræða um sameiningartillögurnar mun fara fram á framhaldsþingi Kirkjuþings í mars 2020.
Meira

Ótraustir innviðir og orka

Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opinberað gríðarlega veikleika í grunn innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjarskiptasamband verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr staðið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Íslending stoltan.
Meira

Selta og útsláttur á rafmagni

Í gærkvöldi og nótt bættust nýjar truflanir við á Norðurlandi og eru enn nokkrir straumlausir vegna þessa, segir í tilkynningu á heimasíðu RARIK. Miklar rafmagnstruflanir voru út frá aðveitustöðvum í Hrútatungu og Glerárskógum í gær og í nótt vegna seltu og hreinsunar tengivirki í Hrútatungu. Allir eru komnir með rafmagn aftur.
Meira

Skúffelsis ósigur Stólastúlkna í Síkinu

Tindastóll og ÍR mættust í Síkinu í gær í leik þar sem lið Tindastóls gat tryggt stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna fyrir jólafrí. Leikurinn var jafn og spennandi en það var lið ÍR sem leiddi nánast allan leikinn en Stólastúlkur voru hársbreidd frá því að stela sigrinum af Breiðhyltingum en lukkudísirnar voru ekki í liði Tindastóls á lokamínútunni. Lokatölur í skúffelsis ósigri voru 62-64.
Meira

Skaginn norðan Gauksstaða enn rafmagnslaus

Klukkan 07:45 í morgun leystu tengivirki í Hrútatungu og Glerárskógum út vegna seltu í tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus í einhvern tíma. Á heimasíðu RARIK kemur fram að vegna gríðarlegrar seltu megi búast við áframhaldandi truflunum á þessum svæðum í dag og fram á nótt.
Meira

Síðustu forvöð að tilnefna Mann ársins

Nú eru síðustu forvöð að tilnefna mann ársins á Norðurlandi vestra fyrir árið 2019 en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar. Nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni af Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka sem var kjörin maður ársins 2018.
Meira