Kvöldopnun í Aðalgötunni nk. föstudag
feykir.is
Skagafjörður
02.12.2019
kl. 12.10
Eins og bæjarbúar hafa kannski tekið eftir hafa fyrirtækin í Aðalgötunni á Sauðárkróki verið í samstarfi undanfarin misseri um að hafa aukaopnanir af og til og þá einkum á kvöldin. Hefur þá verið reynt að hafa líf og fjör í gamla bænum og/eða kósý stemningu til að hvetja bæjarbúa til að rölta um bæinn sinn, hittast og spjalla í rólegheitum og njóta samvista með náunganum. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á þessum samvinnuvettvangi sem sumar eru komnar í framkvæmd á meðan aðrar eru í vinnslu og/eða enn á hugmyndastigi.
Meira