Fréttir

Kvöldopnun í Aðalgötunni nk. föstudag

Eins og bæjarbúar hafa kannski tekið eftir hafa fyrirtækin í Aðalgötunni á Sauðárkróki verið í samstarfi undanfarin misseri um að hafa aukaopnanir af og til og þá einkum á kvöldin. Hefur þá verið reynt að hafa líf og fjör í gamla bænum og/eða kósý stemningu til að hvetja bæjarbúa til að rölta um bæinn sinn, hittast og spjalla í rólegheitum og njóta samvista með náunganum. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á þessum samvinnuvettvangi sem sumar eru komnar í framkvæmd á meðan aðrar eru í vinnslu og/eða enn á hugmyndastigi.
Meira

Fæðingaorlof í 12 mánuði

Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Meira

Jólahátíð Tónadans í dag

Jólahátíð Tónadans verður haldin mánudaginn 2.desember kl. 17:00 í Miðgarði. Þar koma fram nemendur Tónadans sem stundað hafa nám á haustönn. Sérstakir gestir eru strengjanemendur frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Meira

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 83.916 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Meira

Jólaljósatendrun á Kirkjutorginu í gær - Myndband

Þrátt fyrir smá rigningarúða og snjóleysi var ljómandi góð stemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorginu í gær en tréð kemur úr svokölluðum hátíðarreit í Skógarhlíðinni ofan við Sauðárkrók. Líkt og fyrri ár stigu barnakórar á svið og sungu jólasöngva, Lína Langsokkur og vinir hennar skemmtu krökkum og Laufey Kristín Skúladóttir hélt hátíðarræðu.
Meira

Skin og skúrir í Síkinu þrátt fyrir tvo sigra Stólastúlkna

Það var tvíhöfði í Síkinu um helgina en lið Tindastóls fékk Grindavík b í heimsókn í 1. deild kvenna. Lið gestanna var á botni deildarinnar fyrir leikina, með 2 stig líkt og lið Hamars, og það varð engin breyting á því þar sem lið Tindastóls vann báða leikina og situr á toppi deildarinnar með 16 stig en hefur tapað þremur leikjum í vetur líkt og lið Fjölnis, ÍR og Keflavíkur b sem eiga leiki inni. Botnliðið gaf toppliðinu þó tvo hörkuleiki núna um helgina en Stólastúlkur nældu í tvo mikilvæga sigra og talsverða innlögn í reynslubankann.
Meira

Ráðstefnuferð til lands hinnar rísandi sólar - Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga segir frá

Þúsundir safnafólks frá 118 þjóðlöndum gerði sér ferð til Japans til að vera viðstödd alþjóðaráðstefnu ICOM (International Council of Museums) sem fór fram í Kyoto dagana 1. - 7. september síðastliðinn. Ég slóst í hópinn enda yfirskrift ráðstefnunnar, ekki síður en áfangastaðurinn, virkilega áhugaverð og spennandi - Söfn sem menningarmiðstöðvar: framtíð hefða - með tugi ef ekki hundruð fyrirlestra um safnatengd málefni, -umræður og skoðanaferðir.
Meira

Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum fagnar 80 ára afmæli

Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum var stofnað árið 1939 og varð því 80 ára síðastliðið vor. Í tilefni þessara tímamóta ætla kvenfélagskonur að bjóða til samsætis á Ketilási á morgun, sunnudaginn 1. desember og hefst dagskrá klukkan 14:00.
Meira

Kappreiðar, þróun og staða - Kristinn Hugason skrifar

Með þessari grein slæ ég botninn í umfjöllun mína um kappreiðar, ræktun íslenskra hrossa hefur ekki, né kemur til með að snúast um ræktun kappreiðahrossa en þetta er þáttur sem þó má ekki verða hornreka. Það andvaraleysi að láta veðreiðahaldið drabbast niður hefur reynst hestageiranum sem slíkum dýrkeypt. Því staða mála er sú að vítt og breytt um veröldina skapar veðreiðahald miklar tekjur fyrir hestageirann og nýtast þær til margháttaðrar uppbyggingar og fræðastarfs.
Meira