Fréttir

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samning við Kkd. Tindastóls

Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem send var út í dag, segir að á dögunum hafi tíu leikmenn mfl. kvenna skrifað undir nýjan samning við liðið fyrir komandi tímabil.
Meira

Tónleikar til styrktar kórfélaga

Næstkomandi laugardag, 18. maí, klukkan 16:00 verða haldnir styrktartónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þar munu Skátakórinn og kór Hólaneskirkju leiða saman hesta sína og syngja, bæði hvor fyrir sig og sameiginlega. Tónleikarnir eru til styrktar sex barna fjölskyldu þar sem faðirinn, sem er félagi í kór Hólaneskirkju, berst við langvinnan sjúkdóm.
Meira

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.
Meira

Plokkarar í Skagafirði sameinast í umhverfisátaki sem hefst í dag

Nú ætla Skagfirðingar að huga að umhverfinu af aðeins meiri krafti en alla jafna því boðað hefur verið til Umhverfisdaga Skagafjarðar 2019 sem hefjast í dag en 30 ár eru frá því að þeir voru fyrst haldnir í firðinum. Á heimasíðu Sveitarfélagsins eru íbúar hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að skapa snyrtilegra og fegurra umhverfi.
Meira

Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Hún laus til umsóknar

Auglýst hefur verið laus staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er stefnt að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. ágúst nk. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90.
Meira

Berrassaðir bændur í sauðburði

Nokkrir eitursvalir bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa vakið landsathygli fyrir myndir sem þeir hafa póstað af sjálfum sér á Facebooksíður sínar en þar skarta þeir nýju fötum keisarans og alla vega einu nýbornu lambi.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn á laugardaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn næstkomandi laugardag, þann 18. maí. Í tilefni hans skipulegja söfn um allan heim dagskrá þennan dag en á síðasta ári voru þátttakendur um 40.000 í 158 löndum, að því er segir á Facebooksíðu Alþjóðlega safnadagsins.
Meira

Sýrlensku flóttamannanna beðið með eftirvæntingu

Í kvöld og á miðvikudagskvöld munu 44 nýir einstaklingar bætast í hóp íbúa á Norðurlandi vestra þegar níu sýrlenskar fjölskyldur koma til Hvammstanga og Blönduóss eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er nýju íbúanna beðið með eftirvæntingu.
Meira

Myndaði mink við Sauðána

Sigurður Ingi Pálsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, var að mynda náttúruna, fugla og fleira á svæðinu í kringum tjörnina sem Sauðá rennur í neðan Sjúkrahúshæðarinnar, nokkra tugi metra frá N1 Ábæ og Kaupfélaginu, þegar hann varð var við mink. Náði hann að mynda varginn sem var ekki minna forvitinn um ljósmyndarann sem beindi að honum myndavélinni.
Meira

Skipað í öldungaráð hjá Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var fimmtudaginn 9. maí var lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir öldungaráð Húnaþings vestra ásamt tillögu að skipun í öldungaráð sem báðar voru samþykktar samhljóða.
Meira