Hörð lexía Stólastúlkna í boði FH
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.05.2019
kl. 19.19
Tindastóll og FH mættust í dag á Sauðárkróksvelli í Inkasso-deild kvenna. Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Hauka að velli en rauða hluta Hafnarfjarðar hafði verið spáð 2. sæti í deildinni af spekingum. Lengi framan af leik í dag leit út fyrir að FH-liðið, sem spáð er toppsæti deildarinnar, þyrfti að lúta í gras líkt og grannar þeirra en þegar til kom reyndist reynsla svarthvítu gestanna drjúg og þeir snéru leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Meira