Fréttir

Íbúagátt á heimasíðu Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra hefur nú verið opnuð rafræn íbúagátt. Þar er hægt að nálgast útgefna reikninga frá sveitarfélaginu. Einnig er hægt að skrá sig inn á svæði hitaveitunnar þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar eins og notkun, álestra, hreyfingayfirlit, reikninga og viðskiptastöðu. Notendur skrá sig inn á íbúagáttina með íslykli.
Meira

Tjón á tveimur bæjum í Húnaþingi

Húni.is segir frá því að töluvert tjón hafi orðið í óveðri dagsins á tveimur bæjum í Vatnsdal og Víðidal. Í fréttinni segir að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra hafi í viðtali við Ríkisútvarpið í hádeginu greint frá því að mikið tjón hafi orðið í Vatnsdal þar sem útihús, vélar og íbúðarhús hafi skemmst. Gekk viðbragðsaðilum illa að komast á vettvang vegna veðurs.
Meira

Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 á næstu dögum. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum en það eru Tindastólsmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilar með Grindavík. Auk þess má nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen landsliðsþjálfara og Baldur er sömuleiðis styrktarþjálfari liðsins.
Meira

Síðasti dansinn var stiginn við Skansinn

Króksarar komnir af alléttasta skeiði sem fylgst hafa með fréttum í dag hafa mögulega blakað eyrum þegar þeir heyrðu talað um að Blátindur VE21 hafi sokkið í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Blátindur var áður SK88 og því fastagestur í Sauðárkrókshöfn, en hann og Týr SK33 voru lengi stærstu vélbátarnir sem gerðir voru út frá Króknum.
Meira

Matthías og Tryggvi leggja stígvélin á hilluna

Sagt er frá því á vef Fisk Seafood að tveir starfsmanna í landvinnslu, þeir Matthías Angantýsson og Tryggvi Berg Jónsson, hafi ákveðið að leggja stígvélin á hilluna eftir áratuga starf fyrir félagið. Af því tilefni var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki. Þar var þeim færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf.
Meira

Veður í hámarki á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að snælduvitlaust veður hefur verið víða á landinu og nú geisa miklar rokur á Norðurlandi. Í Blönduhlíðinni er stormur, yfir 30 metrar á sekúndu með miklum hviðum en fyrir hádegi mældist mesta gusan 47,7 m/s á veðurstöð við Miðsitju. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi þar er vindhraðinn yfir 30 m/s og hviður yfir 49 m/s. Á Skagatá mældust hviður allt að 41 m/s en þar er vindhraðinn nú um 30 m/s.
Meira

Fjöldi nýrra og spennandi tækifæra á Blönduósi

Það er mikið um að vera á Blönduósi og vöntun á fólki í hinar ýmsu stöður svo nú er auglýst eftir fólki og tækifærin til staðar fyrir þá sem vilja flytja á staðinn. Húsnæðisskortur er ekki fyrir hendi þar sem fjölmargar eignir eru í boði á hagstæðu verði.
Meira

Góutunglið leggst vel í spámenn - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari.
Meira

Allt skólahald fellur niður á morgun

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Meira

Söngkeppni nemendafélags FNV frestað fram í næstu viku

Vegna slæmrar veðurspár hefur söngkeppni nemendafélags FNV, sem vera átti á morgun, verið frestað fram í næstu viku. Ný tímasetning er komin og verður söngkeppnin haldin fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:00.
Meira