Fréttir

Hörð lexía Stólastúlkna í boði FH

Tindastóll og FH mættust í dag á Sauðárkróksvelli í Inkasso-deild kvenna. Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Hauka að velli en rauða hluta Hafnarfjarðar hafði verið spáð 2. sæti í deildinni af spekingum. Lengi framan af leik í dag leit út fyrir að FH-liðið, sem spáð er toppsæti deildarinnar, þyrfti að lúta í gras líkt og grannar þeirra en þegar til kom reyndist reynsla svarthvítu gestanna drjúg og þeir snéru leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Meira

„Drepist kúgunarvaldið!“ - Norðurreið Skagfirðinga

Um þessar mundir eru liðin 170 ár frá því að bændur í Skagafirði komu saman til fundar á Kalláreyrum í Gönguskörðum og ræddu m.a. umdeild mál valdstjórnarinnar sem ekki þóttu sanngjörn. Varð úr að hálfum mánuði síðar reið stór hópur Skagfirðinga að Möðruvöllum í Hörgárdal og báðu Grím Jónsson amtmann að segja af sér embætti. Hann var við slæma heilsu og lést tveimur vikum síðar, 63 ára að aldri.
Meira

SSNV heldur ráðstefnu um umhverfismál

Þriðjudaginn 28. maí nk. standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu um umhverfismál á Húnavöllum. Á ráðstefnunni mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori landshlutans en greiningin er hluti af áhersluverkefni samtakanna fyrir árnin 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.
Meira

Ekki hljóp á snæri Stólanna á Nesfiskvellinum

Þriðja umferð í 2. deild karla hófst í gær og hélt lið Tindastóls suður í Garð þar sem þeir öttu kappi við spræka Víðispilta. Heimamenn náðu undirtökunum snemma leiks og ljóst í hálfleik að Stólarnir þyrftu að skora minnst þrjú mörk í síðari hálfleik til að fá eitthvað út úr leiknum. Það hafðist ekki og 3-0 tap staðreynd.
Meira

Las ástarsögur eftir Eðvarð Ingólfsson og Andrés Indriðson um fermingu

Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem þá var grunnskólakennari við Grunnskólann austan Vatna á Sólgörðum í Fljótum, svæðisleiðsögumaður og fyrrum blaðamaður hjá Feyki, leyfði okkur að skyggnast aðeins í bókaskápinn sinn í fermingarblaði Feykis 2018. Eins og gefur að skilja er Dalalíf Guðrúnar frá Lundi í miklu uppáhaldi hjá henni en hún setti upp á Sauðárkróki, ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, sýninguna Kona á skjön sem fjallaði um ævi og störf Guðrúnar og hefur sýningin verið sett upp á nokkrum stöðum á landinu síðan.
Meira

Feður, nýtum tækifærin! - Áskorandinn Karl Jónsson brottfluttur Króksari

Það að verða faðir krefst mikillar ábyrgðar en færir okkur jafnframt mikla gleði. Við þekkjum þetta með bleyjuskipti, pelagjafir og hvað þetta heitir nú allt saman. Þarna erum við að tala um kornabörn að sjálfsögðu og umönnun þeirra. Þegar fram líða stundir og börnin eldast kemur önnur samfélagsleg krafa til sögunnar. Krafa sem flestir geta staðið undir en þarfnast stefnumörkunar og áætlanagerðar. Það er nefnilega enginn pabbi með pöbbum nema kunna skil á því sem bókmenntafræðingar kalla „pabbabrandarar.“
Meira

Félags- og barnamálaráðherra fundaði með félagsmálastjórum af öllu landinu í Skagafirði

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund með félagsmálastjórum allra sveitarfélaga landsins í Skagafirði í dag. Þar var farið ítarlega yfir vinnu er varðar málefni barna sem fer fram í félagsmálaráðuneytinu um þessar mundir.
Meira

Húnaþing vestra mótmælir drögum að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir á fundi sínum þann 9. maí sl. bókun byggðarráðs frá 6. þ.m. varðandi verkefni þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, mál nr. S-111/2019. Leggst sveitarstjórn gegn fyrirliggjandi drögum og hvetur til að þau verði endurskoðuð í mun nánara samstarfi við heimamenn en gert hefur verið.
Meira

Samningar undirritaðir í gær vegna móttöku flóttafólks í Húnavatnssýslurnar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær tvo samninga við annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Blönduós vegna móttöku flóttafólksins sem komið er frá Sýrlandi en um er að ræða níu fjölskyldur, samtals 43 einstaklinga. Ætlunin er að um helmingur þeirra setjist að á Hvammstanga og um helmingur á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Meira

Fimmtán flóttamenn komnir til Blönduóss

Í gærkvöldi komu fimmtán sýrlenskir flóttamenn til Blönduóss þar sem stuðningsfjölskyldur þeirra biðu hópsins og buðu fólkið velkomið. Rætt er við Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum, á fréttavefnum vísir.is í dag en hún var tekin tali þar sem hún var á leið út á Keflavíkurflugvöll í gærkvöldi til að taka á móti hópnum ásamt Valdimar O. Hermannssyni, bæjarstjóri Blönduósbæjar, Þórunni Ólafsdóttur sem ráðin var sem verkefnastjóri Blönduósbæjar vegna komu flóttamannanna og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara.
Meira