Fréttir

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra undir meðaltali

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnutekjur árin 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum. Skýrslan byggir á gögnum sem fengin voru frá Hagstofu Íslands sem vann þau úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Skýrslan er sett fram á aðgengilegarn hátt þar sem gögn eru fyrst og fremst sett fram á myndrænan hátt
Meira

Félagsmenn í Tindastól hvattir til að greiða félagsgjaldið

Um síðustu mánaðarmót komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Tindastóls á aldrinum 18-70 ára en um svokallaða valgreiðslu er þó að ræða. Á heimasíðu Tindastóls eru þeir félagar sem hafa tök á hvattir til að leggja félaginu lið og greiða félagsgjaldið, 3500 krónur.
Meira

Lið Álftaness kom, sá en var langt frá sigri

Tindastóll og Álftanes mættust í Síkinu í kvöld í 16 liða úrslitum Geysisbikars karla. Lið gestanna er í 1. deildinni og þeir reyndust ekki mikil fyrirstaða, Stólarnir náðu ágætri forystu undir lok fyrsta leikhluta og voru 54-28 í hálfleik. Heldur hægðist á fjörinu í síðari hálfleik en lið Tindastóls vann alla leikhlutana og leikinn því örugglega 91-55.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var sl. þriðjudag, var lagt fram minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðs SSNV vegna úthlutunar úr skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaði. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október.
Meira

Leikið í Geysisbikarnum í Síkinu í kvöld og á laugardag

Það eru bikarleikir framundan í Síkinu. Í kvöld mætir karlalið Tindastóls kempum af Álftanesi sem leika undir stjórn hins þaulreynda þjálfara Hrafns Kristjánssonar. Lið Álftaness er um miðja 1. deild með átta stig eftir níu leiki. Kvennalið Tindastóls fær hins vegar úrvalsdeildarlið Hauka í heimsókn á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Tindastóls, og spurði hann út í leikinn.
Meira

Fjölmenni á jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Rótarýfélagar héldu uppteknum hætti og nú á laugardaginn var Skagfirðingum og nærsveitungum enn eina ferðina boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sjaldan eða aldrei hefur fjöldi gesta verið meiri og nokkuð ljóst að hlaðborðið góða er að verða að föstum lið hjá mörgum í upphafi aðventunnar.
Meira

Kiwanis með fyrsta framlag til kaupa á líkbíl

Það er óhætt að segja að þau samfélög eru rík sem njóta góðvildar hinna ýmsu klúbba sem hafa svo oft lagt mörgum góðum málefnum lið. Svo er um Skagafjörð en frá Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki hafa margvíslegar gjafir ratað til einstaklinga og stofnana og má í því sambandi m.a. benda á hjálma til grunnskólabarna, hin ýmsu tæki á sjúkrahúsið og sitthvað til kirkjunnar svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka var kjörin maður ársins fyrir árið 2018 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2019.
Meira

Vönduð tónlist í aðdraganda jóla - Skúli Einarsson og Jólahúnar

Jólahúnar munu halda sína árlegu tónleika um helgina en í ár verða tvennir tónleikar í Ásbyrgi á Laugarbakka á föstudaginn, Félagsheimilinu á Blönduósi daginn eftir og í Fellsborg á Skagaströnd sunnudaginn 8. des. Að sögn Skúla Einarssonar á Tannstaðabakka hefur undirbúningur gengið vel.
Meira

Uppskriftir stríðsáranna - öðruvísi matreiðslubók

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Uppskriftir stríðsáranna sem er forvitnileg uppskriftabók þar sem leitað er í handskrifaðar matreiðslubækur systranna Sigurlaugar (f. 1924) og Guðbjargar (f. 1919, d. 2013) Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga sem stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Höfundar eru Anna Dóra Antonsdóttir sem er dóttir Sigurlaugar, og Kristrún Guðmundsdóttir.
Meira