Fréttir

Óbreytt ástand í rafmagnsleysinu

Landsnet vill vekja athygli á því að nokkrar raflínur eru laskaðar á Norðurlandi og liggja á eða nálægt vegum. Nauðsynlegt er að hafa mikla gát á ef vegfarendur sjá línu signa eða liggjandi á vegi og ekki koma nálægt henni. Vitað er að Laxárlína liggur á vegi við Kjarnaskóg nálægt Akureyri. Dalvíkurlína liggur yfir veginn við vegamótin að Dalvík og Blöndulína 2 liggur líklega á veginum við Vatnsskarð og í Hegranesi vestanverðu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Meira

Veður að ganga niður á Norðurlandi vestra

Þrátt fyrir að veður sé að ganga niður er enn vonskuveður á Norðurlandi vestra og ekkert ferðaveður. Ófært er á öllum stofnleiðum og rafmagnstruflanir víða og rafmagnsleysi. Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu og sinnt ýmsum útköllum og segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, að sveitirnar séu að ná utan um öll verkefni en verið er að sinna verkefni í Langadal en þar fauk þak að hluta af útihúsi.
Meira

Víða lokað vegna veðurs

Útlit er fyrir hið versta veður á Norðurlandi vestra í dag og á morgun. Vegna þess verða útibú Landsbankans á Sauðárkróki og á Skagaströnd lokuð í dag, þriðjudaginn 10. desember og Sauðárkróksbakarí verður lokað á morgun, miðvikudag, en verður opið á meðan veður leyfir í dag.
Meira

Jól og áramót verða rauð eða flekkótt samkvæmt Dalbæingum

Fyrir viku, eða þriðjudaginn 3. desember, komu saman til fundar átta spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ og hófst fundur að venju kl 14. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir ánægðir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Olíutankur á Hofsósi stóðst ekki lekapróf

Olíutankur við sjálfsafgreiðslustöð N1 á Hofsósi hefur verið tæmdur eftir að hann stóðst ekki lekapróf. N1 og Olíudreifing, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið, rannsaka nú málið. Í tilkynningu frá N1 segir að tankar félagsins hafi verið þykktarmældir síðastliðið sumar af viðurkenndum aðilum í samræmi við 24. gr regulugerðar nr. 884/2017 og stóðust þeir það próf. Tankarnir voru þrýstimældir í byrjun desember og stóðust þeir einnig það próf. Loks var gripið til þess ráðs að setja yfirþrýsting á tankana og kom þá í ljós að mögulega hefði einhver olía lekið.
Meira

Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Skrifstofur embættis Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og Sauðárkróki verða lokaðar þriðjudaginn 10. desember vegna afar slæmrar veðurspár. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu á Facebooksíðu sinni:
Meira

Rauð viðvörun og óvissustig almannavarna vegna ofsaveðurs

Viðvörunarstig fyrir Strandir og Norðurland vestra hefur nú verið fært úr appelsínugulu yfir í rautt annað kvöld og er þetta í fyrsta sinn sem viðvörun hefur verið færð upp í rautt. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar á landinu hafa lýst yfir óvissustigi á morgun.
Meira

Heimsfrumsýning Skógarlífs á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir um næstu helgi, dagana 13.-15. desember, barnaleikritið Skógarlíf í leikstjórn Gretu Clough en hún er listrænn stjórnandi Handbendi Brúðuleikhúss og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikstjóri og leikskáld.
Meira

Óskað eftir tilnefningum um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið, með einni undantekningu þó, síðustu 18 ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2019 verður með svipuðu sniði og síðustu ár.
Meira