Fréttir

Jarðvinna að hefjast vegna viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra

Nú er að hefjast jarðvinna vegna viðbyggingar við grunnskóla Húnaþings vestra og er áætlað er að framkvæmdir við hana standi fram á sumar. Á meðan verður svæðið girt af með lausum girðingum.
Meira

Vel tókst til með borun á Reykjum

Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK.
Meira

Billie Eilish heillar mest þessa dagana / HALLDÓR GUNNAR

Nú er það Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson sem tjáir sig um Tón-lyst sína á síðum Feykis. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð árið 1981 og ólst þar upp, sonur Páls Önundarsonar og Magneu Guðmundsdóttur. „Móðir mín, Magnea, hefur búið á Varmalæk í Skagafirði í átján ár og er gift eðal drengnum Birni Sveinssuni,“ segir Halldór.
Meira

Kristinn Gísli og félagar hrepptu bronsverðlaun á Ólympíuleikum kokkalandsliða

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristin Gísla Jónsson innan borðs, hefur gert það gott á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi sem hófust þann 14. febrúar. Liðið vann til tvennra gullverðlauna, annars vegar fyrir Chef´s table og hins vegar í Hot Kitchen. „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!!!“ er skrifað á Facebook-síðu Kokkalandsliðsins en verðlaunaafhendingin fór fram fyrir stundu og hreppti liðið bronsverðlaunin í samanlögðu stigaskori. Norðmenn unnu gullið og Svíar silfrið.
Meira

Karlakórinn Heimir á faraldsfæti - Uppfært, tónleikum Heimis á Blönduósi frestað!

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta tónleikum Karlakórsins Heimis sem fyrirhugað var að halda á Blönduósi fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Heimismenn eru þó ekki af baki dottnir, og munu heimsækja Blönduós við fyrsta tækifæri, það verður nánar auglýst síðar.
Meira

Námskeið í stafrænum vefnaði í Textílmiðstöðinni

Um síðustu helgi, dagana 14.-16. febrúar, var haldið námskeið í stafrænum vefnaði í TC2 vefstól í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi. Námskeiðið er hluti af rannsóknar- og þróunarverkefni Textílmiðstöðvarinnar sem nefnist Bridging Textiles to the Digital Future. Var það styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og er haldið til að kynna þessa stafrænu tækni fyrir textíllistamönnum og hönnuðum á Íslandi.
Meira

Deiliskipulag gamla barnaskólalóðarinnar liggur frammi til skoðunar

Tillaga að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki, lóðina Freyjugötu 25, liggur nú frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins frá og með deginum í dag til og með 3. apríl.
Meira

Kært til fortíðar, kulda og myrkurs

Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira

Jóhannes Kári ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra

Jóhannes Kári Bragason hefur verið ráðinn slökkviliðstjóri Brunavarna Húnaþings vesta frá 1. mars nk. til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkviliðsstjóra.
Meira

Marín Guðrún nýr forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands

Húnvetningurinn Marín Guðrún Hrafnsdóttir mun taka við embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands en hlutverk safnsins er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda.
Meira