Fréttir

Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið - Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu

Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra, þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga.
Meira

WR Hólamót um síðustu helgi

Um síðustu helgi var haldið íþróttamót Hestamannafélagsins Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum, svokallað World Ranking mót, að Hólum í Hjaltadal. Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt í 19 keppnisgreinum.
Meira

Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.
Meira

Ný vefsjá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur opnað nýja útgáfu af vefsjá þar sem hægt er að afla sér ýmargvíslegra upplýsinga varðandi hina ýmsu staði víðsvegar um landið. Þar má m.a. finna upplýsingar um áhugaverða viðkomustaði og þá þjónustu sem ferðalöngum stendur til boða.
Meira

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra

Í sumar stendur Handbendi fyrir Sumarleikhúsi æskunnar í Húnaþingi vestra. Um er að ræða sjö vikna verkefni sem opið er öllum börnum og ungmennum frá 7-18 ára að aldri. Þetta er í fyrsta skipti sem Sumarleikhús æskunnar eru haldið.
Meira

Góð þátttaka í umhverfisdögum í Skagafirði

Umhverfisdagar voru haldnir í Skagafirði í síðustu viku og tókust vel, að sögn Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar, enda var ákveðið að gera meira úr átakinu þetta árið þar sem 30 ár voru frá fyrsta umhverfisdeginum í sveitarfélaginu.
Meira

Vel á annan tug safna og setra hluti af ferðaþjónustu svæðisins

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar var haldin sl. mánudag í efri sal Ömmukaffis á Blönduósi. Guðrún Helga Stefánsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur stýrði vinnustofunni og hafði aðalframsögu auk þess sem Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands greindi frá þeim möguleikum í samvinnu safna og setra, sem markaðsstofan telur að geti verið fýsilegir.
Meira

Saga þýskra kvenna á Íslandi

Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO standa fyrir viðburðaröð í júní með þýska rithöfundinum og blaðamanninum Anne Siegel í tilefni 70 ára afmælis komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands. Meðal þeirra staða sem heimsóttir verða eru Héraðsbókasafn A-Hún á Blönduósi og Félagsheimilið Ásbyrgi, Laugabakka.
Meira

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona

Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College leika nú á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en mótið fer fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com.
Meira

Hjálmanotkun áfram nokkuð góð

Síðustu ár hefur VÍS gert könnun á notkun hjálma hjá hjólreiðafólki í Reykjavík í tengslum við Hjólað í vinnuna. Á dögunum var slík könnun gerð og var 90% hjólreiðafólks með hjálm á höfði. Síðustu fimm ár hefur þetta hlutfall verið á bilinu 88% til 92%.
Meira