Óbreytt ástand í rafmagnsleysinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2019
kl. 12.46
Landsnet vill vekja athygli á því að nokkrar raflínur eru laskaðar á Norðurlandi og liggja á eða nálægt vegum. Nauðsynlegt er að hafa mikla gát á ef vegfarendur sjá línu signa eða liggjandi á vegi og ekki koma nálægt henni. Vitað er að Laxárlína liggur á vegi við Kjarnaskóg nálægt Akureyri. Dalvíkurlína liggur yfir veginn við vegamótin að Dalvík og Blöndulína 2 liggur líklega á veginum við Vatnsskarð og í Hegranesi vestanverðu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Meira