Fréttir

Basl í Breiðholti

Tindastólsmenn brutust í gær suður yfir snjóhuldar heiðar og alla leið í Breiðholtið þar sem baráttuglaðir Hellisbúar biðu eftir þeim. Það hafa oftar en ekki verið hörkuleikir á milli Stólanna og ÍR og sú varð raunin í gær en því miður voru það heimamenn sem reyndust sterkari að þessu sinni. Þeir höfðu frumkvæðið lengstum í leiknum og lið Tindastóls náði ekki nægilegu áhrifaríku áhlaupi á lokakafla leiksins til að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur því 92-84 fyrir ÍR.
Meira

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur óviðunandi að tugþúsundir manna verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman

Líkt og sveitarstjórn Húnaþing vestra er sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óánægð með þá stöðu sem upp kom í Skagafirði, og víðar á landinu, í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. „Það er óviðunandi á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli tugþúsundir manna verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvaða endurbótum og lagfæringum liði,“ segir í bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær.
Meira

Gagnrýna RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin fyrir að hafa ekki verið betur undirbúin

Sveitarstjórn Húnaþings vestra kom saman í gær,12. desember, og fór yfir atburði síðustu sólarhringa og telur ljóst að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins hafi brugðust í því veðuráhlaupi sem gekk yfir. „Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á,“ segir í bókun sveitarstjórnar.
Meira

Eftir storminn

Lífið er nú smátt og smátt að færast í eðlilegt horf eftir óveðurshvellinn sem gekk yfir landið í gær og fyrradag. Rafmagn er nú komið á víðast hvar en þó er enn rafmagnslaust á Vatnsnesi, innst í Hrútafirði, á austanverðum Skaga og á einhverjum stöðum í Langadal og Svínadal samkvæmt upplýsingum á vef Rarik.
Meira

Vegir að opnast hver af öðrum

Nú þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í ellefu eru flestar leiðir færar um sunnanvert landið en enn ófært á nokkrum fjallvegum á Norðurlandi en unnið að hreinsun. Holtavörðuheiðin er opin en Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði lokuð.
Meira

Rafmagn að komast á á Norðurlandi vestra

Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og rafmagn komst í kjölfarið á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Notendur á norðvesturlandi fá nú rafmagn frá flutningskerfinu, segir á Facebooksíðu Landsnets.
Meira

Beðið með mokstur til fyrramáls

Allir vegir eru ófærir eða lokaðir á Norðurlandi samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar og beðið er með mokstur þangað til í fyrramálið. Vegurinn um Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokaður vegna veðurs líkt og Holtavörðu- og Öxnadalsheiði. Ekki verður farið í mokstur fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu sem og Ólafsfjarðarmúli.
Meira

Bilun í dælubúnaði hitaveitu og skömmtunaráætlun á rafmagni

Enn er rafmagn skammtað á Sauðárkróki og verður svo áfram um sinn. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra má sjá skömmtunaráætlun rafmagns frá RARIK fyrir Sauðárkrók. Heitavatnsnotendur á Langholti að Birkihlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi beðnir um að fara sparlega með heita vatnið.
Meira

Eftir vonskuveður á Blönduósi

„Eflaust mesti snjór sem hefur komið á Blönduós frá því að við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum 15 árum síðan. Veðrið er að ganga niður núna en það var mjög slæmt í gær og fram á nótt. Rafmagnið fór nokkrum sinnum af en aldrei í langan tíma,“ skrifar Róbert Daníel Jónsson á Facebooksíðu sína fyrr í dag.
Meira

Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi vestra

Aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar Skagafjarðar vill benda íbúum og gestum svæðisins á að allir vegir á svæðinu eru lokaðir vegna ófærðar og slæms veðurs. Þá eru rafmagnslínur víða signar niður undir jörð vegna ísingar og dreifing raforku um svæðið ótrygg. Björgunarsveitafólk og viðbragðsaðilar hafa verið að störfum og unnið sleitulaust frá því í gærmorgun og hafa þurft að sinna fjölda aðstoðarbeiðna.
Meira