Fréttir

Katta- og hundaeigendur beðnir að hafa gát á dýrum sínum

Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því á vef sínum að varptími fugla er hafinn og eru hunda- og kattaeigendur beðnir að taka tillit til þess. Kattaeigendur eru beðnir að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr og geta þeir haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir. Einnig eru hundaeigendur beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Meira

Minki fjölgar ár frá ári

Á forsíðu nýjasta tölublaðs Bændablaðsins sem út kom í dag er rætt við Jón Númason, bónda og minkaveiðimann á Þrasastöðum í Fljótum um uppgang villiminks í Skagafirði. Að sögn Jóns hefur minki úti í náttúrunni fjölgað mikið undanfarin ár og sé hann að verða stærri og öflugri en áður var. Telur hann að ástæðuna megi fyrst og fremst rekja til þess að minkaveiðum sé ekki sinnt sem skyldi enda séu þær ekki ýkja vel launaðar.
Meira

Tilboð samþykkt í verknámshús við Blönduskóla

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í upphafi viku voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga verknámshúss við Blönduskóla. Lægstbjóðendur voru Húsherji, N1 píparinn og Tengill. Um lokað útboð á byggingu verknámshúss við Blönduskóla var að ræða og var á fundinum farið yfir þau tilboð sem bárust. Samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur í eftirtalda liði samkvæmt útboði:
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira

Auka 5 milljónir til Byggðasafnsins

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2019 þar sem gert er ráð fyrir auknum launakostnaði og húsi við Byggðasafn Skagfirðinga.
Meira

Flóttafólkið komið til Hvammstanga

Sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í gær kom til Hvammstanga seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Líbanon þar sem það hefur dvalið undanfarin ár við misjafnar aðstæður. Hópurinn samanstendur af fimm fjölskyldum, tíu fullorðnum og 13 börnum.
Meira

Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki

Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum í kvöld

Í kvöld taka stelpurnar í Tindastól á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram á gervigrasinu og hefst klukkan 19. Þetta er fyrsti leikur liðanna í þessari keppni en Stólarnir léku til úrslita gegn Haukum í C deild Lengjubikarsins fyrr í sumar. Hér gæti orðið um hörkuleik að ræða þótt Tindastóll leiki deild ofar en Hamrarnir sem aldrei gefa neitt eftir í sínum leikjum. Hafa þær leikið einn leik í 2. deild gegn Fjarðab/Hetti/Leikni og unnu 2-1.
Meira

Rabb-a-babb 175: Séra Gísli

Nafn: Gísli Gunnarsson. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Einhvern veginn situr það í minningunni þegar stjúpamma mín, sem búsett var á Seyðisfirði, faðmaði vin minn, sem ég hafði boðið í veisluna, kyssti hann og óskaði honum innilega til hamingju með ferminguna. Við vorum reyndar ekki ósvipaðir og áttum eins fermingarföt og langt var frá því að hún hafði séð mig og því mistökin vel skiljanleg. Þessi vinur minn var Gunnar sem nú er bóndi á Akri í A-Hún. Hvernig slakarðu á? Í lazyboy-num (segir Þuríður).
Meira