Katta- og hundaeigendur beðnir að hafa gát á dýrum sínum
feykir.is
Skagafjörður
16.05.2019
kl. 14.25
Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því á vef sínum að varptími fugla er hafinn og eru hunda- og kattaeigendur beðnir að taka tillit til þess. Kattaeigendur eru beðnir að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr og geta þeir haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir. Einnig eru hundaeigendur beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Meira