Fréttir

Fjölmennt á íbúafundum austan Vatna

Vel var mætt á síðustu opnu íbúafundi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í fimm funda herferð sem fram fóru á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum, Höfðaborg Hofsósi og í Ketilási í Fljótum í síðustu viku. Almenn ánægja var meðal fundargesta með framtak sveitarfélagsins og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður um málefni sem snerta alla.
Meira

Fuglarnir í garðinum

Annað kvöld, fimmtudaginn 5. desember, heldur Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra, fyrirlestur sem nefnist Fuglarnir í garðinum og er hluti af fyrirlestraröð Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann verður fluttur í húsnæði Náttúrustofu að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki.
Meira

Sesselja Barðdal rekur Kaffi Kú í Eyjafirði - Tóku á móti rúmlega 40.000 ferðamönnum

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafirði ætla að opna dyrnar upp á gátt sunnudaginn 7. des og verða með allskonar tilboð og skemmtilegheit fyrir gesti og gangandi fyrir jólin. Króksarinn Sesselja Barðdal er framkvæmdastjóri og eigandi vöfflu- og afþreyingarkaffihússins Kaffi Kú og einn hvatarmaður verkefnisins. Feykir sendi Sesselju spurningar og forvitnaðist um þennan tiltekna viðburð og kaffihúsareksturinn í sveitinni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2020 en Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefnum, utan höfuðborgarsvæðisins, sem þegar hafa fest sig í sessi. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
Meira

Nóg að gera hjá ungu afreksíþróttafólki Tindastóls

Markmaðurinn bráðefnilegi, Margrét Rún Stefánsdóttir, hefur verið valin á U15 landsliðsæfingar KSÍ sem fram fara dagana 9. – 11. desember í Skessunni, æfingasvæði FH í Hafnafirði. Margrét mun standa í marki meistaraflokks Tindastóls a.m.k. í vetrarmótunum eftir því sem Guðni Þór Einarsson, þjálfari, sagði í viðtali við Feyki fyrr í vetur.
Meira

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira

Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar verður fagnað þriðjudaginn 10. desember, kl. 20:00 á Ketilási en út er komið níunda bindi í ritstjórn Hjalta Pálssonar og fjallar það um Austur Fljót, eða Holtshrepp hinn forna. Lesið verður úr nýju bókinni og flutt ávörp í tilefni útgáfunnar. Bókin verður til sýnis og sölu á staðnum og kostar eintakið 16.000 krónur. Allir eru velkomnir en íbúar í Fljótum og nærsveitum eru sérstaklega boðnir velkomnir og er aðgangur ókeypis og kaffi og meðlæti á boðstólum.
Meira

Stjórnvöld hvött til að leggja áform um þjóðgarð á miðhálendinu til hliðar

Byggðarráð Húnaþings vestra lagði fram bókun á fundi sínum í gær þar sem stjórnvöld eru eindregið hvött til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Bendir byggðarráð á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Á fundinum kynntu verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir verkefnið og það starf sem unnið hefur verið á undanförnum misserum ásamt því að segja frá því sem framundan er.
Meira