Fréttir

Appelsínugul viðvörun um land allt

Landsmenn búa sig nú undir ofsaveður sem ganga mun yfir landið í nótt og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun um land allt. Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið og reiknað er með að í nótt hvessi mikið og gangi í austan rok eða ofsaveður með morgninum.
Meira

Magnús segir sögu Agnesar og Friðriks í Landnámssetrinu um helgina

Magnús Ólafsson, sagnamaður frá Sveinsstöðum, verður á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi um helgina þar sem hann mun segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni sem fram fór 12. janúar árið 1830. Þessir atburðir tengdust fjölskyldu Magnúsar persónulega og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi, atvikum sem ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra.
Meira

Framsóknarmenn á Norðvesturlandi í kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og liggja þingstörf niðri en þingmenn nýta dagana til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Þingmenn Framsóknarflokksins eru á ferð um Norðvesturland í dag og boða til funda á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki sem hér segir:
Meira

Þá er það bara gamla góða áfram gakk!

Tindastóll og Stjarnan mættust í frábærum fyrri hálfleik í Laugardalshöllinni í gær í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik en það væri synd að segja að liðin hafi mæst í síðari hálfleik því Garðbæingar stigu Sport-Benzinn í botn og skildu Tindastólsrútuna eftir í rykinu. Stjarnan sigraði að lokum 70-98 og þó tapið hafi verið súrt og sárt að vera einhent svona úr Höllinni þá var fátt annað í stöðunni að leik loknum en að grípa til gamla frasans: Áfram gakk!
Meira

Kokkalandsliðið á leið til Stuttgart

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristinn Gísla Jónsson innan borðs, flaug til Stuttgart í Þýskalandi í morgun þar sem það tekur þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir eru þar í landi dagana 14. til 19. febrúar nk.
Meira

Lagt til að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Eftir að hafa farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur byggðarráð ákveðið að leggja það til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn í stöðuna.
Meira

Verkefnastyrkir NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir á vef Byggðastofnunar verkefnastyrki fyrir árið 2020 en markmiðið með starfi NORA er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Í því skyni eru m.a. veittir verkefnastyrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, en starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020.
Meira

1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Tvær skagfirskar stúlkur verðlaunaðar á Nýsveinahátíð IMFR

Á nýsveinahátíð IMFR sem haldin var sl. laugardag, í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur, fengu tvær skagfirskar stúlkur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sínu fagi, framreiðsluiðn.
Meira