Gagnrýna RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin fyrir að hafa ekki verið betur undirbúin
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2019
kl. 08.31
Sveitarstjórn Húnaþings vestra kom saman í gær,12. desember, og fór yfir atburði síðustu sólarhringa og telur ljóst að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins hafi brugðust í því veðuráhlaupi sem gekk yfir. „Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á,“ segir í bókun sveitarstjórnar.
Meira
