Fréttir

Hefur alla tíð verið bókaormur

Magdalena Berglind Björnsdóttir, kennari við Blönduskóla, hefur mikið yndi af bóklestri. Hún svaraði spurningum í Feykis Bók-haldinu í 17. tbl. ársins 2018 og deildi því með okkur hvaða bækur höfða helst til hennar. Óhætt er að segja að þar sé farið yfir vítt svið enda segir hún húsið orðið yfirfullt af lesefni.
Meira

Íslandsmeistaramót í Skagafirði og tvö lið í WOW Cyclothon - Hjólreiðafélagið Drangey stendur í stórræðum

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. sunnudag, 23. júní, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu, sem er hluti af Íslandsmeistaramóti í hjólreiðum. Þremur dögum síðar taka tvö lið frá klúbbnum þátt í WOW Cyclothon.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Elvogar í Sæmundarhlíð

Nú er ávalt nefnt og ritað Elvogar, en vafalaust hefir bærinn heitið að fornu Élivogar. Í landamerkjaskrá fyrir Sólheima frá 1378 er nafnið ritað Elevágar (Dipl. fsl. VIII. b., bls. 15), og í Jarðaskrá Teits lögmanns Þorleifssonar 1522 er Jelivogar Dipl. lX. b., bls. 93). Samkvæmt þessu má því fullyrða, að Élivága nafnið sje upprunalegt, og jafnframt bendir nafnið á það, að goðfræðilega sögnin um Élivága hefir vakað fyrir þeim, er nafnfesti bæinn (Snorra-Edda, bls. 10 og víðar).
Meira

Eitt stig er ágætis byrjun

Lið Tindastóls og Þróttar úr Vogum mættust í sól og sumaryl á Sauðárkróksvelli í dag. Leikurinn var talsvert fjöugur en heimamenn leiddu í hálfleik, 2-1, en þurftu að standast talsverða pressu gestanna í síðari hálfleik. Á endanum náðu Þróttarar að jafna og niðurstaðan jafntefli. Fyrsta stig Tindastóls því komið í hús en betur má ef duga skal. Lokatölur 2-2.
Meira

Broddborgarar og fleira góðmeti

Í 22. tölublaði Feykis árið 2017 voru það þau Broddi Reyr Hansen og Christine Hellwig sem léku listir sínar við matreiðsluna. Þau búa á Hólum og hefur Broddi búið þar frá árinu 1998 en Christine frá 2004. Broddi er líffræðingur að mennt en starfar sem kerfisstjóri við Háskólinn á Hólum, í frítíma sínum hefur hann m.a. stundað bjórgerð fyrir þyrsta íbúa á Hólum. Christine er grunn- og leikskólakennari og starfar sem deildarstjóri við leikskólann Tröllaborg á Hólum, hennar áhugamál er meðal annars að æfa og syngja í Skagfirska kammerkórnum. Saman eiga þau tvö börn, Janus Æsi og Ylfu Marie. Þau gáfu okkur uppskriftir að einföldum fiskrétti, Broddborgurum sem eru tilvaldir í föstudagsmatinn og risa pönnukökum sem henta vel á laugardegi að þeirra sögn.
Meira

1238 – baráttan um Ísland - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Opnun sýningarinnar 1238 – baráttan um Ísland heppnaðist vel sl. föstudag. Ástandið á þinginu kom í veg fyrir að ég gæti mætt eins og ég hafði ætlað mér að gera. Ég óska aðstandendum sýningarinnar og okkur öllum innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót í flóru menningartengdrar afþreyingar á Norðvesturlandi.
Meira

Lífið er golf - Áskorandinn Sigurður Jóhann Hallbjörnsson (Siggi Jói), brottfluttur Króksari

Þar sem ég er fæddur á því herrans ári 1969 mun ég fagna 50 ára afmæli seinna á árinu. Á þessum tímamótum telst ég víst vera miðaldra af jafnöldrum, gamalmenni í augum barnanna og fjörgamall í augum barnabarns.
Meira

Lilja opnaði sýndarveruleikasýninguna með sverðshöggi – Myndasyrpa

Í dag opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hina nýju sýndarveruleikasýningu sem segir frá baráttu Íslendinga um völdin á 13. öld. Sýningin er stærsta sögu- og menningarsýndarveruleikasýning (VR) á Norðurlöndum.
Meira

Kvennahlaup í þrítugasta sinn

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 15. júní. Þetta er í þrítugasta skipti sem hlaupið er haldið og verður nú hlaupið á yfir 80 stöðum á land­inu. Á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið Kvennahlaupsins hafi frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og áhersla lögð á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafi karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Meira

Hugrún Sif endurráðin skólastjóri við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Á fundi Byggðasamlags um Tónlistarskóla í Austur-Húnavatnssýslu þann 3. júní sl. var gengið frá endurráðningu Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur í starf skólastjóra við skólann. Hugrún Sif var ráðin til starfans til eins árs sl. vor og var staðan því auglýst að nýju.
Meira