Veitustjóri ráðinn hjá Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.12.2018
kl. 11.04
Þorsteinn Sigurjónsson rafmagnsverkfræðingur og MBA hefur verið ráðinn veitustjóri Húnaþings vestra. Tvær umsóknir bárust um stöðuna sem var auglýst til umsóknar fyrir skömmu í kjölfar breytinga á skipuriti sveitarfélagsins sem til komu vegna aukinna umsvifa hitaveitu og stækkunar hennar. Við breytingarnar var stofnað þriggja manna veituráð en starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs lagt niður og sérstakt starf veitustjóra stofnað.
Meira