Fréttir

Hárið í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir söngleikinn Hárið eftir Gerome Ragni og James Rado í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag 14. júní, og annað kvöld, laugardag 15. júní, og verða báðar sýningarnar klukkan 19:30. Sýningin var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 af dómnefnd Þjóðleikhússins og venju samkvæmt er þeirri sýningu boðið til uppsetningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Meira

Ragna Árnadóttir næsti skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Tekur hún við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.
Meira

Ragnheiður Jóna ráðinn sveitarstjóri Húnaþings vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra í Húnaþingi vestra út kjörtímabilið. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Ragnheiður Jóna hafi síðastliðin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Minningarmót um Friðrik lækni

Árlegt minningarmót til heiðurs Friðriki J. Friðrikssyni lækni fer fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn 16. júní. Friðrik læknir var fyrsti heiðurfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks, GSS. Hann var formaður klúbbsins árin 1977-83 en á þeim árum var völlurinn fluttur að Hlíðarenda að tilstuðlan nokkurra eldhuga úr Rótarý og golfklúbbnum. Friðriki hafði brennandi áhuga á golfi og byrjaði að spila snemma á vorin niður á Borgarsandi þegar ekki var fært uppi á velli. Hann æfði sig óspart heima, svo mikið að stofuloftið varð fyrir barðinu á golfkylfunum svo gera þurfti við það. Þeir sem spiluðu golf með Friðriki lýsa honum sem liprum félaga sem gott var að spila með.
Meira

Byrðuhlaup þann 17. júní á Hólum

Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður á Hólum í Hjaltadal, keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2019. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Samkvæmt tilkynningu frá UMF Hjalta verður keppt í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu. Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.
Meira

Menntamálaráðherra opnar stærstu sögu- og menningarsýndarveruleikasýningu (VR) á Norðurlöndum - Sýningin 1238 : Baráttan um Ísland opnar á Sauðárkróki

Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýndarveruleikasýninguna 1238: Baráttan um Ísland á morgun, föstudaginn 14. júní, við hátíðlega athöfn í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Auk Lilju verða þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, viðstödd og munu ýta sýningunni í sameiningu formlega úr vör.
Meira

Hlustar líklega mest á tónlist frá 80's tímabilinu / RAGGI Z

Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru.
Meira

Mögnuð leið með mikla möguleika í ferðamannabransanum - Norðurstrandarleið formlega opnuð

Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, var opnuð með formlegum hætti sl. laugardag, í báða enda, annars vegar á mótum Þjóðvegar 1 og Hvammstangavegar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða og hins vegar við afleggjarann inn á Bakkafjörð þar sem þeir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar munduðu skærin.
Meira

Ef þú hefðir öll völd á Norðurlandi vestra og gætir haft úrslitaáhrif á framtíð atvinnulífs á svæðinu, hvað myndir þú gera?

Nú stendur yfir mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands vestra þar sem mörkuð verður stefna fyrir landshlutann til næstu fjögurra ára. Samhliða þeirri vinnu er unnið að sviðsmyndagreiningu fyrir atvinnulíf landshlutans til lengri tíma. Samið var við KPMG um framkvæmd vinnunnar.
Meira

Styðja úrsögn fulltrúa LNV úr stjórn Landssambands lögreglumanna

Á fundi Lögreglufélag Norðurlands vestra (LNV) sem haldinn var á lögreglustöðinni á Sauðárkróki í gær var rætt um úrsögn fulltrúa LNV úr stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) og var niðurstaða fundarins sú að kjósa ekki fulltrúa í hans stað að svo komnu máli.
Meira