Fréttir

Nemendur vinna við útfærslu á skólalóð

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Í morgun tóku allir nemendur skólans þátt í hópavinnu þar sem þeim gafst tækifæri til að teikna og hanna sínar eigin hugmyndir um það hvernig skólalóðin skuli vera búin að loknum breytingum. Á heimasíðu skólans segir að nemendur hafi tekið virkan þátt í vinnunni og sett fram margar áhugaverðar hugmyndir. Þær verða svo sendar til Teiknistofu Norðurlands þar sem þær verða teknar saman og nýttar við útfærslu og hönnunarvinnu við viðbyggiungu og skólalóð.
Meira

Samningar um samstarf Skagafjarðar og Sýndarveruleika samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær voru samþykktir samningar á milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nýrrar ferðaþjónustustarfsemi á Sauðárkróki.  Samkvæmt þeim mun Sýndarveruleiki koma upp og starfrækja sýningu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á nýjustu tækni í miðlun, m.a. með sýndarveruleika. Ætlunin er að sýningin skapi vel á annan tug beinna starfa í Skagafirði og að hún efli Skagafjörð sem áfangastað fyrir ferðafólk.
Meira

Rækjublús - smásögur frá Blönduósi, er komin út

Smásagnabókin „Rækjublús“ eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson er komin út. Höfundur sagnanna er Ólafur Tómas Guðbjartsson sem ólst upp á Blönduósi og inniheldur bókin tólf smásögur sem gerast þar á árunum milli 1986 og 1999.
Meira

Samstarfssamningur um sýndarveruleika samþykktur

Tekist var á um samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar í gær. Málið var áður á dagskrá á fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2018, en því frestað. Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. komu á fund byggðarráðs fyrr í vikunni og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki og í kjölfarið var samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meira

Er Stúfur og Pönnusleikir sami jólasveinninn?

Nú var það Stúfur sem setti í skóinn í nótt og hefur efalaust kætt marga krakka. Þá ætlum við að fá Eirík Fjalar til að syngja lagið Nýtt Jólalag.
Meira

Borgnesingar bitu frá sér en Stólarnir voru sterkari

Það var landsbyggðarslagur í Síkinu í kvöld þegar Skallagrímsmenn úr Borgarnesi mættu til leiks í 10. umferð Dominos-deildarinnar. Gengi liðanna hefur verið ólíkt upp á síðkastið; Stólarnir á sigurbraut en eintóm brekka og töp hjá Borgnesingum. Það voru því kannski ekki margir sem reiknuðu með baráttuleik en sú varð engu að síður raunin og þegar upp var staðið þá var það íslenski kjarninn í liði Stólanna sem náði að hemja gestina og ná góðu forskoti í fjórða leikhluta. Lokatölur 89-73 fyrir Tindastól.
Meira

Velferðarsjóði Húnaþings vestra færð vegleg gjöf

Velferðarsjóði Húnaþings vestra barst í gær vegleg gjöf þegar Ólöf Ólafsdóttir í Tannstaðabakka færði sjóðnum peningagjöf að upphæð 504.000 krónur. Þetta er annað árið í röð sem Ólöf lætur töluverða fjármuni af hendi rakna til sjóðsins en peningarnir eru andvirði bútasaumsteppa sem Ólöf hefur unnið og selt, m.a. á jólamarkaði í Félagsheimilinu á Hvammstanga í byrjun desember.
Meira

Framtíðar uppbygging Þrístapa kynnt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var í gær þann 12. desember 2018, fóru A. Agnes Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Verus ehf, og Hringur Hafsteinsson, ráðgjafi hjá Gagarín, yfir framtíðar uppbyggingu við Þrístapa sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að. Verkefnið er mjög metnaðarfullt enda standa vonir til að tugir þúsunda gesta muni staldra við og njóta sýningar með gagnvirkum miðlum sem eru nánast óþekktar, ekki síst á norðurhjaranum þar sem allra veðra er von.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV

Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri þó svo að um lítið magn sé að ræða. Bændamarkaðir hafa verið vinsælir og á Facebook má finna hópa undir merkinu REKO þar sem viðskipti geta farið fram. Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða þann 20. og 21. desember á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13, Sauðárkróki 20. desember við verknámshús FNV kl: 16-17 og á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.
Meira