Hárið í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.06.2019
kl. 11.42
Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir söngleikinn Hárið eftir Gerome Ragni og James Rado í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag 14. júní, og annað kvöld, laugardag 15. júní, og verða báðar sýningarnar klukkan 19:30. Sýningin var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 af dómnefnd Þjóðleikhússins og venju samkvæmt er þeirri sýningu boðið til uppsetningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Meira