Nemendur vinna við útfærslu á skólalóð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
14.12.2018
kl. 13.45
Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Í morgun tóku allir nemendur skólans þátt í hópavinnu þar sem þeim gafst tækifæri til að teikna og hanna sínar eigin hugmyndir um það hvernig skólalóðin skuli vera búin að loknum breytingum. Á heimasíðu skólans segir að nemendur hafi tekið virkan þátt í vinnunni og sett fram margar áhugaverðar hugmyndir. Þær verða svo sendar til Teiknistofu Norðurlands þar sem þær verða teknar saman og nýttar við útfærslu og hönnunarvinnu við viðbyggiungu og skólalóð.
Meira