Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2018
kl. 11.22
Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira