feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.09.2019
kl. 13.49
Sveitarfélög geta nú kynnt sér hversu hár sameiningarstyrkur kæmi frá ríkinu ef samþykkt yrði að sameinast öðru sveitarfélagi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn birt í samráðsgátt tillögur að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að greiða fyrir sameiningu og fengju sveitarfélögin fasta upphæð óháð því hverjum þau sameinast. Fjallað var um nýju reglurnar í hádegisfréttum RÚV í gær.
Samkvæmt reglunum fengju þau sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu sem nú eiga í sameiningarviðræðum, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd, samtals 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef af sameiningu yrði.
Meira