Fréttir

Sparið kalda vatnið!

Vatnsskortur hefur gert vart við sig á Sauðárkróki eins fram hefur komið á Feyki.is og brugðust vatnsfrek fyrirtæki á Sauðárkróki við beiðni Skagafjarðarveitna en nú er komið að hinum almenna neytenda því bilun varð í Sauðárveitu í nótt. Ekki vökva garðinn!
Meira

Dýrmætt stig hjá Kormáki/Hvöt í 4. deildinni

Á Hvítasunnudag fór fram einn leikur í 4.deild karla, þegar Snæfell fékk Kormák/Hvöt(K/H) í heimsókn á Stykkishólmsvelli. Fyrir leikinn voru Snæfell með níu stig í öðru sæti og ekki tapað leik, en Kormákur/Hvöt í því þriðja með sex stig eftir tvo góða sigra í seinustu tveim leikjum.
Meira

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna með barn á leikskólaaldri í bílnum

Talsverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra undanfarna viku, en á Facebook síðu hennar kemur fram að í vikunni hefði verið farið í eina húsleit þar sem lögregla lagði hald á kannabisefni og stera. Tveir aðilar handteknir vegna málsins.
Meira

Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri

Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA í gær, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
Meira

Leiknismenn höfðu betur í sólinni á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í 2. deild karla í knattspyrnu í dag eða um leið og sumarið fann sig á ný í Skagafirði. Lið Tindastóls hafði tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni fyrir þennan leik og gestirnir höfðu enn ekki tapað leik. Úrslitin reyndust því miður eftir bókinni, en Leiknir náði snemma tveggja marka forystu og Stólarnir náðu ekki að kreysta fram jafntefli þrátt fyrir nokkur góð færi í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.
Meira

Læknisaðgerð í Stapa 1891 - Byggðasögumoli

Jón Þorvaldsson var bóndasonur frá Stapa, fæddur 1857, tók þar við búi 1883 eftir Kristján bróður sinn látinn og bjó þar með hléum til ársins 1900. Hann giftist í annað sinn 1890 og var þá þegar farinn að kenna meinsemda í fæti sem snemmsumars 1891 hafði grafið svo um sig að honum var vart hugað líf, vinstri fóturinn allur orðinn holgrafinn upp á mitt læri, taldir vera berklar sem herjað höfðu miskunnarlaust í Héraðsdal og e.t.v. einnig lagt fyrri konu Jóns í gröfina.
Meira

Golfarar tínast út á völlinn með hlýnandi veðri

„Mikil gróska er í barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Sauðárkróks en golfskólinn er starfræktur mánudaga til fimmtudaga. Ellefu ára og yngri eru kl. 10:30 – 12:00 en tólf ára og eldri kl. 13:30 – 15:30 og Sumartím er milli kl. 8:30 og 10:00. Arnar Geir Hjartarson og Atli Freyr Rafnsson eru aðalþjálfarar og standa sig með miklum sóma,“ skrifar Kristján Bjarni Halldórsson, formaður klúbbsins, á FB síðu GSS. Helga Jónína Guðmundsdóttir er formaður unglinganefndar og hefur í mörg horn að líta.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Gottorp í Vesturhópi

Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: „Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.)
Meira

Gleðilega hvítasunnu

„Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn,“ segir á Vísindavefnum.
Meira

Laufskála-Lasagna og snúðakaka

Matgæðingaþátturinn sem hér fer á eftir birtist áður í 21. tbl.. Feykis 2017: Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum og tveimur köttum í gömlu huggulegu húsi sem heitir Laufskáli. Mikael vinnur sem sjúkraþjálfari og Sólrún er kennari. Þau gefa okkur tvær girnilegar uppskriftir. „Við erum ennþá heilaþvegin af áramótaskaupinu og erum á móti matarsóun... þess vegna erum við með svona „taka til í ísskápnum“ rétt en lasagna er algjörlega uppáhalds hjá öllum í fjölskyldunni,“ segja þau.
Meira