Fréttir

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi

Í kvöld halda nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi sína árlegu Jólavöku. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Meira

Landsvirkjun gerir rafmagnssamning við dótturfélag Etix Everywhere Borealis fyrir gagnaver á Blönduósi

Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélag Etix Everywhere Borealis, hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu 25 MW til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa þegar yfir framkvæmdir við stækkun þess en gagnaverið verður fyrsti stórnotandi rafmagns sem tengist beint við tengivirki Landsnets við Laxárvatn í Blönduósbæ.
Meira

Sveitarstjóraskipti á Skagaströnd

Sveitarstjóraskipti urðu á Skagaströnd í gær þegar Alexandra Jóhannesdóttir tók við starfi sveitarstjóra af Magnúsi B. Jónssyni sem gegnt hefur starfinu óslitið i rúm 28 ár eða frá því í júní 1990. Á sveitarstjórnarfundi í gær var Magnúsi þakkað samstarfið og vel unnin störf í þágu samfélagsins á Skagaströnd og jafnframt var Alexandra boðin velkomin til starfa.
Meira

Grýla og Leppalúði heimsóttu Hóla um helgina

Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.
Meira

Kirkjuferð 1. - 4. bekkjar á Hvammstanga

Á Hvammstanga fóru nemendur og kennarar í 1. - 4. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra í gönguferð upp í Hvamm í heimsókn í Kirkjuhvammskirkju þar sem þeir fá fræðslu um inntak jólaguðspjallsins. „Það er afar hátíðlegt að ganga upp ásinn í myrkrinu og sjá jólaljósin á Hvammstanga og ekki síður hátíðlegt að sjá kirkjuna og garðinn ljóma í ljósum,“ segir á vef skólans.
Meira

Bóndadagurinn 25. janúar og konudagur 24. febrúar

Einhver misskilningur hefur átt sér stað varðandi bóndadag ársins 2019 sem jafnframt er fyrsti dagur þorra og konudagsins sem er fyrsti dagur góu og eru því mörg dagatölin fyrir það ár röng að því leyti. Þar sem bóndadagurinn 2018 var þann 19. janúar var auðveldlega hægt að álykta að hann væri þann 18. næst en svo einfalt er það ekki.
Meira

Áhöld eru um hvort brotist hafi verið inn í samlagið í nótt

Samkvæmt óstaðfestum fregnum var farið inn í mjólkursamlag KS í nótt og rótað í ostakerjum, fiktað í próteintanki og að endingu étið upp úr sósutunnum. Þegar lögreglan mætti á staðinn sat þar ófrýnilegur innbrotsþjófur og hámaði í sig majónes af áfergju.
Meira

Jón var kræfur karl og hraustur

Þursaflokkurinn gaf út plötuna Þursaflokkurinn – Á hljómleikum 1994 þar sem lagið um Jón, sem var kræfur karl og hraustur, sló rækilega í gegn. Það var hinn mikli bassaleikari Tómas Tómasson sem hreinsaði hálsinn svo rækilega með gaddavírssöng og vakti gríðarlega athygli með flutningi sínum.
Meira

Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústssdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.
Meira

REKO vörur afgreiddar í vikulokin

Nýlega var sagt frá því í Feyki að stofnaður hafi verið svokallaður REKO hópur á Norðurlandi þar sem neytendum gefst kostur á að gera milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. Neytendur panta þá vörur í gegnum Facebooksíðuna REKO Norðurland og mæta svo á tiltekinn stað á tilteknum tíma og sækja vöruna. Hér er eingöngu um afhendingu að ræða, aðeins þá daga sem tilgreindir eru og verður að panta allar vörur og greiða fyrir afhendinguna.
Meira