Fertugasti árgangur Húna kominn út
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
20.06.2019
kl. 08.35
Fertugasti árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Í ritinu er að finna frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin Fljótlega urðu mínir steinar stærri en hans, viðtal við Sigurbjart Frímannsson og Sigrúnu Ólafsdóttur og einnig frásögn Ármanns Péturssonar frá dvöl sinni í Ástralíu. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira