Fréttir

Fertugasti árgangur Húna kominn út

Fertugasti árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Í ritinu er að finna frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin Fljótlega urðu mínir steinar stærri en hans, viðtal við Sigurbjart Frímannsson og Sigrúnu Ólafsdóttur og einnig frásögn Ármanns Péturssonar frá dvöl sinni í Ástralíu. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Lokaráðstefna Erasmus+ verkefnisins INTERFACE í Ljósheimum á morgun

Lokafundur aðila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE er haldinn í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júní. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“. Aðilar að verkefninu fyrir Íslands hönd eru Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst en aðrir þátttakendur koma frá Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu og Grikklandi.
Meira

Óvanalega mikil umferð um helgina

Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.
Meira

Úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var lögð fram tillaga að úthlutun ú Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Auglýst var eftir umsóknum í maí sl. og rann umsóknarfrestur út þann 31. maí. Alls bárust fjórar umsóknir.
Meira

Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Meira

Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Sveitarfélögin sjö á Norðurlandi vestra hafa um nokkurt skeið unnið að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar en unnið var uppkast að henni í samráði við lögreglustjóra sem stjórn SSNV yfirfór og samþykkti. Í kjölfarið var samþykktin send sveitarfélögunum og lögreglustjóra til athugasemda. Eftir að tekið hafði verið tillit til þeirra var samþykktin send sveitarfélögunum að nýju til staðfestingar. Að því loknu var hún send ráðherra til undirritunar og birtingar sem sjá má hér.
Meira

Jóhanna Erla Pálmadóttir sæmd fálkaorðunni

Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Húnavatnshreppi var í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Riddarakrossinn hlýtur Jóhanna fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð en hún verk­efna­stjóri og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Tex­tíl­set­urs Íslands, Blönduósi.
Meira

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners semur við Fjölnet.

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners (LSÞ) hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa fyrirtækisins en um er að ræða alrekstur og þjónustu við starfsmenn.
Meira

Rúnar Már kominn til Kasakstan

Fjölmiðlar greina frá því að miðjumaðurinn skagfirski, Rúnar Már Sigurjónsson, sé búinn að skrifa undir samning við FC Astana sem ku vera sterkasta liðið í Kasakstan. Félagið staðfesti félagaskiptin í dag og ætti landsliðsmaðurinn að geta fagnað félagaskiptunum um leið og hann heldur upp á 29 ára afmælið sitt á morgun.
Meira

Gleðilega þjóðhátíð!

Í dag halda Íslendingar upp á 75 ára afmæli lýðveldisins en það var formlega stofnað á lýðveldishátíð á Þingvöllum þann 17. júní árið 1944.
Meira