feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
19.12.2018
kl. 10.59
Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.
Meira