Fréttir

Greta Clough nýr formaður UNIMA á Íslandi, heimssamtaka brúðulistafólks

Greta Clough hefur verið kjörin formaður UNIMA á Íslandi, en UNIMA eru heimssamtök brúðulistafólks. Samtökin voru stofnuð 1929, og í dag er UNIMA (Union Internationale de la Marionette) með deildir í 101 landi og opinber samstarfsaðili UNESCO. Brúðuleik má finna í öllum tegundum samtímasviðslista. Í leikhúsi, kvikmyndum, á mannfögnuðum og atburðum, í menntaskyni og til lækninga, rétt eins og önnur listform, þá er brúðuleikur leið til að samreina fólk og berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi.
Meira

Úrslit í stærðfræðikeppni 9. bekkinga

Í gær var keppt til úrslita í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga. Keppnin fór fram á Ólafsfirði í gær. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að keppnin hefi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.
Meira

Umhverfis- og tiltektardagar á Blönduósi

Umhverfis- og tiltektardagar verða á Blönduósi frá þriðjudeginum 28. maí til og með fimmtudeginum 30. maí, þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi, og hreinsa til.
Meira

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund

Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings verður haldinn nk. sunnudag, 26. maí í Eyvindarstofu á Blönduósi og hefst hann kl. 14:00. Á fundinum flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur fyrirlestur sem ber heitið Draumar og draugar.
Meira

Kaffi í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun laugardag, en flokkurinn var stofnaður þann 25. maí 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Til að fagna þessum tímamótum stendur flokkurinn fyrir viðburðum víðsvegar um land. Á Norðurlandi vestra verður boðið í kaffi á Sauðárkróki og á Hvammstanga.
Meira

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir nýr leikskólastjóri

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra Ársala á Sauðárkróki en Anna Jóna Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Þingeyraklausturskirkju

Húnavatnshreppur hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi við Þingeyraklausturskirkju í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar hreppsins frá 11. apríl sl. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð og eru allar meginforsendur deiliskipulagsins í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022, að því er segir í auglýsingunni.
Meira

Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið - Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu

Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra, þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga.
Meira

WR Hólamót um síðustu helgi

Um síðustu helgi var haldið íþróttamót Hestamannafélagsins Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum, svokallað World Ranking mót, að Hólum í Hjaltadal. Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt í 19 keppnisgreinum.
Meira

Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.
Meira