Fréttir

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira

Auka 5 milljónir til Byggðasafnsins

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2019 þar sem gert er ráð fyrir auknum launakostnaði og húsi við Byggðasafn Skagfirðinga.
Meira

Flóttafólkið komið til Hvammstanga

Sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í gær kom til Hvammstanga seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Líbanon þar sem það hefur dvalið undanfarin ár við misjafnar aðstæður. Hópurinn samanstendur af fimm fjölskyldum, tíu fullorðnum og 13 börnum.
Meira

Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki

Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum í kvöld

Í kvöld taka stelpurnar í Tindastól á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram á gervigrasinu og hefst klukkan 19. Þetta er fyrsti leikur liðanna í þessari keppni en Stólarnir léku til úrslita gegn Haukum í C deild Lengjubikarsins fyrr í sumar. Hér gæti orðið um hörkuleik að ræða þótt Tindastóll leiki deild ofar en Hamrarnir sem aldrei gefa neitt eftir í sínum leikjum. Hafa þær leikið einn leik í 2. deild gegn Fjarðab/Hetti/Leikni og unnu 2-1.
Meira

Rabb-a-babb 175: Séra Gísli

Nafn: Gísli Gunnarsson. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Einhvern veginn situr það í minningunni þegar stjúpamma mín, sem búsett var á Seyðisfirði, faðmaði vin minn, sem ég hafði boðið í veisluna, kyssti hann og óskaði honum innilega til hamingju með ferminguna. Við vorum reyndar ekki ósvipaðir og áttum eins fermingarföt og langt var frá því að hún hafði séð mig og því mistökin vel skiljanleg. Þessi vinur minn var Gunnar sem nú er bóndi á Akri í A-Hún. Hvernig slakarðu á? Í lazyboy-num (segir Þuríður).
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samning við Kkd. Tindastóls

Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem send var út í dag, segir að á dögunum hafi tíu leikmenn mfl. kvenna skrifað undir nýjan samning við liðið fyrir komandi tímabil.
Meira

Tónleikar til styrktar kórfélaga

Næstkomandi laugardag, 18. maí, klukkan 16:00 verða haldnir styrktartónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þar munu Skátakórinn og kór Hólaneskirkju leiða saman hesta sína og syngja, bæði hvor fyrir sig og sameiginlega. Tónleikarnir eru til styrktar sex barna fjölskyldu þar sem faðirinn, sem er félagi í kór Hólaneskirkju, berst við langvinnan sjúkdóm.
Meira

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.
Meira