Margir áttu notalega vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.11.2018
kl. 11.38
Ríflega hundruð manns lögðu leið sína í gamla bæinn á Blönduósi síðastliðinn laugardag en þar fór fram í fyrsta sinn viðburðurinn Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi. Viðburðurinn var á vegum rekstraraðila á svæðinu sem buðu gestum og gangandi að líta við, kynna sér starfsemina og þiggja léttar veitingar. Söguganga á vegum Katharinu Schneider og Vötnin Angling Service vakti mikla lukku meðal gesta en verkefnið hefur verið í hönnun um nokkurt skeið og er það styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.
Meira