Fréttir

Háskólinn, Já eða Nei? Áskorandinn Árný Dögg Kristjánsdóttir Austur-Húnavatnssýslu

Hvenær er rétti tíminn til þess að hefja háskólanám? Seinustu vikur hefur háskólinn verið mjög ofarlega í huga mér, og hvort það hafi verið góð hugmynd að hefja háskólanámið á þeim tíma sem að ég gerði. Var ég tilbúin í það að takast á við þá vinnu og það álag sem fylgir háskólanum? Til að byrja með var ég það og hafði fullan metnað og fulla einbeitingu til þess að vinna í þessu.
Meira

Mikið um að vera á morgun 1. des.

Á morgun er merkisdagur í sögu Íslands en þá eru liðin 100 ár frá því að landið fékk fullveldi undan Danmörku og hlaut um leið sjálfstæði sem Konungsveldið Ísland. Á Sauðárkróki verður ýmislegt um að vera þennan dag sem vert er að skoða.
Meira

Margt að gerast á Hvammstanga á morgun

Íbúar Hvammstanga hafa svo sannarlega úr ýmissi afþreyingu að velja á morgun enda er aðventan við það að ganga í garð og ekki seinna vænna en að koma sér í smá jólasteÍbúar Hvammstanga hafa svo sannarlega úr ýmissi afþreyingu að velja á morgun enda er aðventan við það að ganga í garð og ekki seinna vænna en að koma sér í smá jólastemningu.mningu.
Meira

Rannsóknasetur HÍ á Skagaströnd hlýtur styrk

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sem hefur aðsetur sitt á Skagaströnd, hlaut á dögunum níu milljóna króna styrk vegna verkefnisins Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Verkefnið er eitt fjögurra sem hlutu styrk til fjarvinnslustöðva sem veittur er á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Meira

Hofsós fær 15 tonna byggðakvóta

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar í vikunni var lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019. Sauðárkróki er úthlutað 70 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum. Inga Katrín Magnúsdóttir fulltrúi Vg er ekki ánægð með þróun mála og hvetur sjávarútvegsráðuneytið að auka veiðiheimildir á Hofsósi og leyfi til dragnótaveiða verði endurskoðað.
Meira

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

Íbúafundi á Hofsósi frestað

Fyrirhuguðum íbúafundi sem vera átti í Höfðaborg á Hofsósi kl. 17 í dag, um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019, er frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 5. desember kl. 17 að því er segir í tilkynningu á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina

Nýlega undirrituðu Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur fjárfest í undanfarin ár að því er segir á Facebooksíðu Vilko og er hér um mjög jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið.
Meira

Fullveldishátíð Kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum 1. des

Á laugardaginn stendur Kvenfélagið Framtíðin fyrir fullveldishátíð í Fljótum, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Íris Jónsdóttir segir hugmyndina hafa kviknað þegar kvenfélagskonur fór að hugsa um þessi merku tímamót og að núverandi kynslóð myndi ekki upplifa önnur slík. Því hafi kvenfélagskonur ákveðið að bjóða sveitungum og öðrum áhugasömum til samkomu í Sólgarðaskóla næstkomandi laugardag.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira