Fréttir

Fullveldishátíð Kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum 1. des

Á laugardaginn stendur Kvenfélagið Framtíðin fyrir fullveldishátíð í Fljótum, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Íris Jónsdóttir segir hugmyndina hafa kviknað þegar kvenfélagskonur fór að hugsa um þessi merku tímamót og að núverandi kynslóð myndi ekki upplifa önnur slík. Því hafi kvenfélagskonur ákveðið að bjóða sveitungum og öðrum áhugasömum til samkomu í Sólgarðaskóla næstkomandi laugardag.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira

Dagskrá við Blönduóskirkju frestast

Í auglýsingu á vef Blönduósbæjar segir að dagskránni sem vera átti á Kirkjuhólnum á Blönduósi í dag, þar sem kveikt skyldu ljós á jólatré, hafi verið frestað vegna veðurs. Jólasveinarnir úr Langadalsfjalli vita greinilega að best er að hafa varann á og ætla því ekki að ana út í ótryggt veður og færð.
Meira

Lítið ferðaveður í dag

Leiðinda veður er nú um allt land og leiðir víða lokaðar. Á Norðurlandi vestra er norðaustan hvassviðri þar sem vindhviður fara gjarna yfir 30 m/s og éljagangur víðast hvar. Í nótt náði 10 mínútna meðalvindhraði tæpum 34 m/s á Vegagerðarstöð við Blönduós að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Gjöf sem gefur áfram

Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki lét hanna, prenta og troðfylla fallega jólakassa af dýrindis gotteríi frá sælgætisgerðinni Freyju og ætlar að selja hér og þar fyrir jólin en aðallega þó í gegnum Facebook. Fyrirtæki bæjarins hafa lagt verkefninu lið með því að kaupa auglýsingar á kassann og er þeim þakkaður stuðningurinn.
Meira

Brunavarnir A-Hún, auglýsa starf slökkviliðsstjóra

Brunavarnir A-Hún., leitar að slökkviliðsstjóra og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru m.a. rekstur slökkviliðs, menntun og æfingar slökkviliðsmanna, ásamt eldvarnareftirliti sveitarfélaganna og öðru því er snýr að rekstri slökkviliðs A-Hún. Um er að ræða hlutastarf, samkvæmt nánara samkomulagi 60% (-100%) og verður leitast við að finna starf á móti, sem fellur að starfskyldum slökkviliðsstjóra, samhliða ráðningunni, ef við á.
Meira

Skemmtiferðaskip væntanlegt til Sauðárkróks 2020

Nýverið barst Sauðárkrókshöfn fyrsta bókunin um skemmtiferðskip til Sauðárkróks og er áætlað að það komi 6. júlí 2020. Skipið ber nafnið Seabourn Quest og er 200 metrar að lengd, 32.477 brt og ristir 6,5 metra.
Meira

Ferðamönnum á Skagaströnd hefur fjölgað mikið

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur látið vinna samantekt um ferðamenn á Skagaströnd árin 2004-2017 og hefur hún verið birt á vef sveitarfélagsins. Skýrsluhöfundur er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónstunnar ehf.
Meira

„Ég vil bara heyra eitthvað brjálað stuð“ / GEIRMUNDUR VALTÝS

Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur...
Meira

Reiknað með vonskuveðri

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira