Fréttir

Hver elskar ekki mánudaga

„Lagið heitir Mánudagur, er um það hvað mánudagar eru æðislegir,“ segir JoeDubius eða Andri Már Sigurðsson um nýja lagið sitt sem hægt er að nálgast m.a. á YouTube. Kassagítar og söng sér Andri um en upptaka og rest af hljóðfæraleik meistari Fúsi Ben en lagið er einmitt tekið upp í studíó Benmen á Sauðárkróki.
Meira

SSNV og FM Trölli í samstarf um hlaðvarpsþætti

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og FM Trölli á Siglufirði hafa undirritað samstarfssamning um framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum sem jafnframt verða sendir út á útvarpsstöðinni FM Trölli. Hér er um að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Barnamenningarsjóður Íslands styrkir Sumarleikhús æskunnar

Handbendi Brúðuleikhús ehf. á Hvammstanga hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir verkefnið Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra. Úthlutað var úr sjóðnum við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær, á degi barnsins, og voru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra viðstaddar að því er segir á vef stjórnarráðsins. Verkefnin, sem valnefndin mælir með að hljóti styrki, spanna vítt svið lista og eru lýsandi fyrir víðfeðm áhugasvið barna og ungmenna sem og gróskumikið menningarstarf um landið allt.
Meira

Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.
Meira

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag“[1] Pistill Byggðasafns Skagfirðinga.

Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur um aldir. Hann er á fimmtudegi á bilinu 19.-25. apríl. Dagsins er getið í elstu heimildum, s.s. lögbókunum Grágás og Jónsbók (frá þjóðveldisöld), þá kallaður sumardagur eða sumardagur hinn fyrsti.
Meira

Bakaður fetaostur og nautasteik með eins litlu grænmeti og mögulegt er

Kúabændurnir Brynjar og Guðrún Helga í Miðhúsum í Blönduhlíð deildu uppskriftum með lesendum Feykis í 19. tbl. ársins 2017 og að sjálfsögðu varð nautasteik fyrir valinu. Þau hófu búskap á heimaslóðum Guðrúnar í Miðhúsum þremur árum áður og bjuggu þá með 40 kýr og eitthvað af hundum, köttum, hestum og kindum. Að eigin sögn er Brynjar „bara sveitadurgur“ en Guðrún kenndi við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi auk þess að troða upp sem söngkona við hin ýmsu tækifæri. Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Meira

Sóknarleikurinn í fyrirrúmi í tapleik Tindastólsstúlkna

Kvennalið Tindastóls spilaði þriðja leik sinn í Inkasso-deildinni í gærkvöldi en þá spiluðu stelpurnar við lið Þróttar í Reykjavík. Liðið var hálf vængbrotið en vænn hluti ungs liðs Tindastóls var við brautskráningu frá FNV og voru stúlkurnar því löglega afsakaðar. Leikurinn þótti skemmtilegur og bæði lið buðu upp á bullandi sóknarleik. Það var hins vegar heimaliðið sem skoraði fleiri mörk og fékk að launum stigin þrjú sem í boði voru.
Meira

Fjórða tap Tindastóls í fjórum leikjum

Leikið var á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í gærkvöldi en mættust lið Tindastóls og Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eyfirðingum var spáð sæti um miðja deild í spá þjálfara á Fótbolti.net en Stólunum, eins og áður hefur komið fram, neðsta sæti. Niðurstaðan í leiknum var því eftir bókinni en gestirnir höfðu á endanum betur og sigruðu 1-2.
Meira

Flóttafólkinu tekið opnum örmum

Í vikunni sem leið settust átta sýrlenskar fjölskyldur að á Norðurlandi vestra. Fimm þeirra komu til Hvammstanga, 23 manns, og þrjár til Blönduóss, alls 15 manns. Innan skamms er svo von á einni fjölskyldu til viðbótar til Blönduóss og telur hún sex manns. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið í allnokkurn tíma en sveitarstjórn Húnaþings vestra tók ákvörðun um að taka á móti hópnum um miðjan desember og á Blönduósi var sambærileg ákvörðun tekin í febrúar.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira