Fréttir

Fjárgötur myndanna - Allt fram streymir ár og dagar

Fyrir 56 árum kom Reynir Karlsson Frammari, landsliðsmaður í knattspyrnu síðar íþróttafulltrúi ríkisins á Krókinn að kenna til þjálfunar í yngri flokkum knattspyrnunnar. Reynir lauk knattspyrnuþjálfaraprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1960. Hann þjálfaði á árunum 1954 -1971 meistaraflokka Fram, ÍBA, ÍBK, Breiðablik og landsliðið um hríð.
Meira

Við gefum líf – afar vel heppnaðir kynningarfundir á Norðurlandi

Embætti landlæknis efnir til funda með starfsfólki í heilbrigðisþjónustu um allt land í tilefni af breyttum lögum um líffæragjafir, sem taka gildi núna um áramótin. Landsmenn verða sjálfkrafa gefendur líffæra með nýju ári en samkvæmt þeim lögum sem falla úr gildi á gamlársdag þarf að taka upplýsta ákvörðun um að gefa líffæri.
Meira

Leiðsagnarmat - Áskorandinn Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu og bókakynning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi

Höfundarnir Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, frá Æsustöðum og Sigurður Pétursson frá Merkjalæk, munu kynna nýútkomnar bækur sínar og lesa upp úr þeim í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Meira

Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu

ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira

Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Fyrirtækin í gamla bænum á Blönduósi ætla að bjóða gestum og gangandi að koma og eiga notalega vetrarstund laugardaginn 24. nóvember nk. frá kl: 12 – 16. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum:
Meira

Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.
Meira

Á Sauðarkrók vantar stærra hótel og meira að gera í bænum

Nemendur 8. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki afhentu fyrir skömmu Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, skjal sem innihélt niðurstöður vinnu þeirra úr heimabyggðarvali. Í valgreininni gerðu nemendur verkefni þar sem reynt var að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta. Það er ýmislegt sem krakkarnir komast að en meðal þess sem þeim þykir gott við Krókinn er hve íþróttaaðstaða er góð sem og hafnarsvæðið og góðir veiðistaðir.
Meira