Fréttir

Jóhann Björn og Ísak Óli keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar

Þrír Skagfirðingar munu fara með landsliði Íslands í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní í sumar. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að í liðinu séu 22 íþróttamenn, þrettán konur og níu karlar. Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi og svo er Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls í þjálfarateymi liðsins.
Meira

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Meira

Vilja byggja fjölda íbúða á Freyjugötureitnum

Hrafnshóll ehf. hefur áhuga á því að byggja allt að 90 íbúðir á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkrói, þar sem áður stóðu verkstæði KS. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar sl. föstudag var tekin fyrir umsókn fyrirtækisins um byggingarsvæðið en þar kemur frama að reiknað sé með að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára.
Meira

Almennt tekist vel við framkvæmd sóknaráætlana

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015 að því er fram kemur í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Evris gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara og lagðar fram tillögur til úrbóta. Frá þessu er sagt í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Meira

Júdóið slúttar á Vormóti Tindastóls

Vormót Tindastóls í júdó var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á Blönduósi, Júdódeild Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur í Reykjavík auk Júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi heiðruðu keppendur með nærveru sinni.
Meira

Augnablik bíður í Mjólkurbikarnum

Kvennalið Tindastóls komst í síðustu viku áfram í Mjólkurbikarnum og fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitin. Þegar búið var að fiska öll liðin upp úr hattinum góða kom í ljós að stelpurnar þurfa að spila útileik gegn liði Augnabliks í Fagralundi í Kópavogi sem líkt og lið Tindastóls spilar í Inkasso-deildinni.
Meira

Rúmar þrjár milljónir í atvinnumál kvenna í Skagafirði

Styrkjum til var úthlutað þann 17. maí og fengu 29 verkefni styrki að upphæð kr. 40 milljónir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti styrkina í athöfn sem fór fram í Hörpu. Þrír styrkjanna rataði í Skagafjörðinn. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira

Hörð lexía Stólastúlkna í boði FH

Tindastóll og FH mættust í dag á Sauðárkróksvelli í Inkasso-deild kvenna. Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Hauka að velli en rauða hluta Hafnarfjarðar hafði verið spáð 2. sæti í deildinni af spekingum. Lengi framan af leik í dag leit út fyrir að FH-liðið, sem spáð er toppsæti deildarinnar, þyrfti að lúta í gras líkt og grannar þeirra en þegar til kom reyndist reynsla svarthvítu gestanna drjúg og þeir snéru leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Meira

„Drepist kúgunarvaldið!“ - Norðurreið Skagfirðinga

Um þessar mundir eru liðin 170 ár frá því að bændur í Skagafirði komu saman til fundar á Kalláreyrum í Gönguskörðum og ræddu m.a. umdeild mál valdstjórnarinnar sem ekki þóttu sanngjörn. Varð úr að hálfum mánuði síðar reið stór hópur Skagfirðinga að Möðruvöllum í Hörgárdal og báðu Grím Jónsson amtmann að segja af sér embætti. Hann var við slæma heilsu og lést tveimur vikum síðar, 63 ára að aldri.
Meira

SSNV heldur ráðstefnu um umhverfismál

Þriðjudaginn 28. maí nk. standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu um umhverfismál á Húnavöllum. Á ráðstefnunni mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori landshlutans en greiningin er hluti af áhersluverkefni samtakanna fyrir árnin 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.
Meira