Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals hlýtur styrk
feykir.is
Skagafjörður
04.06.2019
kl. 13.10
Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði í gær, þann 3. júní sl., voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka sveitarfélaga til sjö verkefna. Eru styrkirnir veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var úthlutað 71,5 milljón króna fyrir árið 2019 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.illjónir króna fyrir árið 2019.
Meira