Fréttir

Krókurinn í denn – Danirnir á Króknum í tali og tónum

Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Meira

Rafkerfið ræður ekki við full afköst á gervigrasvellinum

Það hefur vakið athygli nú þegar allt er orðið hvítt að hinn nýi gervigrasvöllur á Sauðárkróki bræðir ekki af sér snjóinn eins og menn ætluðu. Skýringarinnar er að leita í rafkerfinu þar sem ekki reynist óhætt að keyra völlinn á fullum afköstum.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir ráð fyrir hvítum jólum

Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í dag 4. desember munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum. Samkvæmt tilkynningu frá Tindastóli er á ætlað að þau verði á ferðinni milli kl. 17:00 – 20:00.
Meira

Tryggjum jöfnuð gagnvart fæðingarþjónustu

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Árið 2003 voru þeir 14 en eru nú 8. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu. Félags- og jafnréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur.
Meira

Fullveldishátíð í Fljótum á morgun

Fullveldishátíð Kvenfélagsins Framtíðar í Fljótum, sem frestað var vegna veðurs á laugardaginn, verður haldin á morgun, miðvikudaginn 5. desember. Hátíðin verður haldin í Sólgarðaskóla og hefst hún klukkan 20:00.
Meira

Uppskeruhátíð HSS 2018

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 23. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2018, stóðhesta sem hlutu 1.verðlaun fyrir afkvæmi, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Króknum -- Myndir

Þann 1. desember sl. voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki tendruð að viðsöddu fjölmenni þrátt fyrir kaldan norðanblástur og hríðarkóf. Ýmislegt var í boði til skemmtunar en mest bar á söng en Leppalúði var hálf ringlaður enda búinn að týna hyski sínu. Eftir að Leppalúði hafði fundið nokkra rauðklædda syni sína var dansað í kringum jólatréð áður en mandarínurnar voru sóttar ofan í hvíta pokana og gefnir smáfólkinu. Að því loknu hvarf hver til síns heima enda kuldinn farinn að bíta í kinnar og tær.
Meira

Norðurland vestra fær 604 tonna byggðakvóta

Nýlega úthlutaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 14.305 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu.
Meira

Tendruð ljós á jólatrjám

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin á jólatrénu við Blönduóskirkju tendruð en því var frestað vegna veðurs á fimmtudag. Sungin verða jólalög og nú ættu jólasveinarnir að komast til byggða.
Meira