Fréttir

Binni Rögnvalds með nýja rafplötu

Á haustmánuðum fékk Brynjar Páll Rögnvaldsson á Sauðárkróki styrk frá Menningarsjóði KS til útgáfu á plötu með frumsömdum lögum og textum. Hann þáði styrkinn með þökkum og fór strax í það að vinna plötuna sem nú er komin út og nefnist Leiðarvísir að lífshamingju. Binni, eins og hann er kallaður, notaði styrkinn meðal annars til kaupa á upptökugræjum og til rafræns útgefanda sem sér til þess að tónlist hans komist til skila á allar helstu streymisveitur á netinu, Sporify, Google Play, Itunes , Tidal og á fleiri staði.
Meira

SSNV skipar samgöngu- og innviðanefnd

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi 19. október sl.var skipuð samgöngu- og innviðanefnd í framhaldi af samþykkt 25. ársþings SSNV. Nefndinni er ætlað að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna en að því er segir á vef SSNV er „ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum.“
Meira

Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar SSNV

Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa: Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi.
Meira

Sameining skrifstofa í landbúnaðarráðuneyti til að auka vægi matvæla

Á fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku var þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar mótmælt.
Meira

Skagfirðingur slær saman uppskeru- og árshátíð

Vel hefur gengið að undirbúa árshátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldin verður í Melsgili 3. nóvember nk. Þetta árið var ákveðið að slá saman uppskeruhátíðinni og árshátíðinni og mun skemmtinefndin njóta aðstoðar nokkurra lands- og heimsþekktra einstaklinga. Að sögn Rósu Maríu Vésteinsdóttur er því ekki annað að vænta en að hestamenn í Skagafirði eigi eftir að skemmta sér mjög vel enda ekki þekktir fyrir annað.
Meira

Fyrstu stig Stólastúlkna komin í hús eftir sigur á ÍR

Lið Tindastóls og ÍR mættust í Síkinu í dag í 1. deild kvenna. Bæði lið voru án sigurs það sem af var móti og baráttan var í algleymingi í leiknum en körfuboltinn var sjaldnast fagur á að horfa að þessu sinni. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn og frábær vörn í þriðja leikhluta varð til þess að lið ÍR átti lítinn séns á sigri og fór svo að Stólastúlkur fögnuðu sætum sigri. Lokatölur 61-49.
Meira

Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Stofutónleikar verða haldnir í Heimilisiðnaðarsafninu sunnudaginn 28. okt. kl. 15:00. Duo Verum – flytur fjölbreytta tónlist.
Meira

Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.
Meira

Staldrað við í núinu – Áskorandinn Inga María Baldursdóttir

Eftir að hafa lesið pistil síðustu viku þar sem Eyrún Sævarsdóttir fjallar um listina að lifa fannst mér tilvalið að halda örlítið áfram á þeirri braut. Það er nefnilega þetta með að lifa og njóta, hægja ögn á sér og staldra við í núinu.
Meira

Til rjúpnaveiðimanna um hófsemi við veiðar og sölubann

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, 26. október, og eru leyfðir veiðidagar 15 talsins að þessu sinni. Veiða má föstudag, laugardag og sunnudag um þessa helgi og fjórar næstu helgar. Vert er að benda veiðimönnum á að hafa varann á og fylgjast vel með veðruspá áður en haldið er til veiða.
Meira