Binni Rögnvalds með nýja rafplötu
feykir.is
Skagafjörður
29.10.2018
kl. 14.31
Á haustmánuðum fékk Brynjar Páll Rögnvaldsson á Sauðárkróki styrk frá Menningarsjóði KS til útgáfu á plötu með frumsömdum lögum og textum. Hann þáði styrkinn með þökkum og fór strax í það að vinna plötuna sem nú er komin út og nefnist Leiðarvísir að lífshamingju. Binni, eins og hann er kallaður, notaði styrkinn meðal annars til kaupa á upptökugræjum og til rafræns útgefanda sem sér til þess að tónlist hans komist til skila á allar helstu streymisveitur á netinu, Sporify, Google Play, Itunes , Tidal og á fleiri staði.
Meira