Fréttir

Magnificat í Miðgarði – Gunnar Rögnvaldsson skrifar

Það var sannarlega kraftur og metnaður í tónleikum Skagfirska Kammerkórsins á sunnudaginn var sem haldnir voru undir yfirskriftinni „Í takt við tímann“. Kórinn hafði fengið til liðs við sig Kammerkór Norðurlands og Sinfóníettu Vesturlands til flutnings á verkinu Magnificat eftir John Rutter.
Meira

Lambadagur í Þráarhöllinni á Hólum

Sauðfjárræktarfélagið Kolbeinn og Búnaðarfélag Hofshrepps stóðu fyrir Lambadegi í Þráarhöllinni á Hólum þann 13. október síðastliðinn. Að sögn Þórdísar Halldórsdóttur, formanns Kolbeins, var vel mætt af bændum í félögunum tveimur og fólki sem kom bara til að skoða og sjá og er hún við hæstánægð með viðtökurnar.
Meira

Breytum ekki konum – Breytum samfélaginu

„Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað! Göngum út 24. október og höfum hátt!,“ segir á vefsíðunni kvennafri.is. Þar kemur fram að daglegum vinnuskyldum kvenna sé lokið kl. 14:55 þar sem meðalatvinnutekjur kvenna væru 74% af meðalatvinnutekjum karla. Í tilefni dagsins verður haldinn samstöðufundur á hótel Varmahlíð kl 15:30 í dag.
Meira

Ný rennibraut vígð í sundlauginni í Varmahlíð

Það var gleðisvipur á andlitum gesta sundlaugarinnar í Varmahlíð í gær enda langþráðum áfanga náð hjá Skagfirðingum þegar rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð var formlega vígð. Um er að ræða fyrstu alvöru rennibrautina sem sett hefur verið upp í héraðinu þrátt fyrir fjölda sundlauga víðs vegar um fjörðinn.
Meira

Kúabændur vilja sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti

Á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa fimmtudagskvöldið 11. október 2018 kom fram skýr vilji bænda að stofnað verði sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem haldi utan um málefni landbúnaðar, matvælaframleiðslu og innflutning matvæla.
Meira

Byrjað á Melatúni

Í síðustu viku hófust framkvæmdir við Melatún, nýrri götu í Túnahverfi á Sauðárkróki, en Steypustöð Skagafjarðar átti lægsta tilboð í jarðvegsskipti og fráveitulagnir. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og var kostnaðaráætlun verksins, sem unnin var af Verkfræðistofunni Stoð ehf. upp á 21.679.900.-
Meira

Leggja til 264,3 milljóna framlags vegna Skagafjarðarhafna

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar var lögð fram ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir ýmsum kostnaðarsömum framkvæmdum, m.a. stækkun Sauðárkrókshafnar vegna aukinna umsvifa. Þá harmar nefndin að ekki sé gert ráð fyrir beinum framlögum til uppbyggingar malarvega með bundnu slitlagi í sveitarfélaginu.
Meira

Magnificat í Miðgarði í dag

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum en í dag verður flutt verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Meira

Allir út – Áskorandinn Heiðrún Ósk Jakobínudóttir

Ég er mikið fyrir útiveru. Ég elska náttúruna. Sennilega er það eitthvað uppeldistengt þar sem ég var mikið úti og í kringum skepnur sem krakki. Ég er alin upp í sveit með hross og sauðfé. Einn köttur var á bænum til að halda músum í skefjum. Skuggi gamli labradorinn átti líka heima hjá okkur. Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar hann kom til okkar sem hvolpur. Ég var skíthrædd við lætin í honum en seinna urðum við góðir vinir. Hann lá alltaf undir barnavagninum þegar systkini mín sváfu í honum og passaði þau. Þá var hann alveg steinhættur að vera hvolpur eða með læti. Reyndar var hann þá frekar latur.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira