Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.04.2019
kl. 10.11
Bók-haldarinn í fimmta tölublaði ársins 2018 var Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi talsverða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom haustið 2017. Hún segist hafa gaman af ævisögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræðibókum en íslenskar skáldsögur séu þó það sem hún lest mest af.
Meira