Fréttir

Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð

Bók-haldarinn í fimmta tölublaði ársins 2018 var Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi talsverða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom haustið 2017. Hún segist hafa gaman af ævisögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræðibókum en íslenskar skáldsögur séu þó það sem hún lest mest af.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir er mesta og elsta hátíð kristinna manna þegar dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina. Undirbúningstímabilið nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á öskudegi og frá þeim tíma og fram að páskum er tími sjálfsafneitunar, iðrunar og yfirbótar en fastan merkir að menn neiti sér um hluti eins og til dæmis að borða kjöt. Sprengidagur var hér áður fyrr síðasti dagurinn sem fólk borðaði kjöt fram að páskum og frá öskudegi til laugardagskvölds fyrir páskadag var fastað alla daga nema sunnudaga.
Meira

Páskabingó Neista í dag

Ungmennafélagið Neisti heldur sitt árlega páskabingó í dag, saugardaginn 20 apríl. Verður það haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi og hefst klukkan 13:00.
Meira

Gunnar Stefán Íslandsmeistari í vaxtarrækt

Gunnar Stefán Pétursson, frá Sauðárkróki varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt þegar Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á skírdag. Rúmlega 40 keppendur stigu á svið í ýmsum flokkum og var mikil stemning, samkvæmt því sem fram kemur á Fitness.is en margir af bestu keppendum landsins voru mættir þó eitthvað vantaði í hópinn miðað við fyrri ár.
Meira

Stjörnuleikur og stórkostlegur söngur í Hárinu

Um leið og ég frétti að Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að setja söngleikinn Hárið á svið var ég staðráðin í að láta þessa sýningu ekki framhjá mér fara. Enda hef ég verið mikill aðdáandi að söngleiknum til margra ára, horfði á kvikmyndina oft og ítrekað á táningsárunum og hef í ófá skipti sungið hástöfum með stórkostlegri tónlistinni úr söngleiknum við hin ýmsu tilefni. Söngleikurinn er eftir Gerome Ragni og James Rado, kvikmyndahandrit eftir Michael Weller en íslensk leikgerð er eftir félagana Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson.
Meira

Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?

Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og er reynt að svara henni á Vísindavefnum þrátt fyrir að ekki sé vitað með vissu hvernig þetta er tilkomið. Eðlilegasta skýringin er sú, segir á vefnum, að dagurinn hafi vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur og við bættist að messur voru óvenju langar þennan dag.
Meira

Rekstrarhagnaður Svf. Skagafjarðar 241 millj. króna

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Þar kom fram að rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 hafi verið 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta jákvæður um 91,5 millj. króna.
Meira

Páskamuffins og dásamlegt pæ

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.
Meira

Menn þurfa að gyrða sig í brók og fara að vinna betur saman - Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Það rifjaðist upp fyrir ritstjóra Feykis að Völvuspáin fyrir árið 2019 hefði sagt fyrir um gengi Tindastóls í körfunni þar sem spákonur höfðu fengið beiðni um að spá fyrir gengi liðsins. Það sem virtist fjarstæða á þeim tíma sem spáin birtist, skömmu fyrir jól, var liðið á toppnum í Dominosdeildinni og ekkert sem benti til annars en það myndi tróna þar áfram út leiktíðina. Niðurstaðan var ekki í samræmi við væntingar líkt og spákonur sögðu til um. Nú fer að koma að öðrum spádómi sem ekki er góður fyrir vorstemninguna.
Meira

Tindastólshóparnir styrktir fyrir sumarið

Feykir hafði samband við Jón Stefán Jónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og annan þjálfara kvennaliðs Stólanna, og spurði út í leikmannamál Tindastólsliðanna. Strákarnir spila í sumar í 2. deildinni líkt og undanfarin ár en stelpurnar taka þátt í Inkasso-deildinni eða 1. deild kvenna.
Meira