Fréttir

Kolefnisspor Norðurlands vestra greint

Nýlega undirrituðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild snni. Verkefnið felur í sér úttekt á helstu orsakavöldum kolefnislosunar, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Eftir að þær niðurstöður eru fengnar verða möguleikarnir greindir á minnkun á losun kolefnis annars vegar og hins vegar á því hvaða mótvægisaðgerðir koma helst til greina í landshlutanum. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira

Lengri opnunartími í sundlauginni Varmahlíð

Opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð lengist frá og með deginum í dag, föstudeginum 26. október, og verður svo meðan framkvæmdir standa yfir við Sundlaug Sauðárkróks sem lokuð er um óákveðinn tíma vegna framkvæmda.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Sé umsækjandi ekki með íslykil er hægt að sækja um hann á island.is.
Meira

Torfhúsin á Lýtingsstöðum á N4

Á Lýtingsstöðum í Skagafirði er rekin ferðaþjónusta þar sem íslenski hesturinn gegnir lykilhlutverki. Torfhús hafa verið hlaðin á jörðinni sem hýsa annarsvegar hross og hins vegar gömul reiðtygi o.fl. tengt gömlum búskaparháttum og vakið hafa óskipta athygli gesta. Karl Eskil Pálsson, sjónvarpsmaður á N4, heimsótti Evelyn Ýr ferðamannabónda og forvitnaðist m.a. um torfhúsin og réttina sem stendur þar hjá, hlaðin er úr torfi og grjóti.
Meira

Góð dekk margborga sig

Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í.
Meira

Pétur er nú alveg sæmilegur

Það var skellt í almennilega veislu í Síkinu í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Fyrstu tvær mínútur leiksins litu gestirnir nokkuð vel út en næstu 25 mínúturnar þar á eftir léku Stólarnir líkt og töframenn og þar fór Pétur Birgis fremstur í sprækum flokki listamanna. Fjórði leikhlutinn var formsatriði og lið Tindastóls fagnaði frábærum sigri í þessum leik toppliða Dominos-deildarinnar. Lokatölur 95-73 og Stólarnir eru nú einir og enn taplausir á toppi deildarinnar.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar frumkvæði íbúa við Vatnsnesveg

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var lögð fram til kynningar ályktun frá fundi íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp en fjölmennur íbúafundur var haldinn á Hótel Hvítserk þann 10. október sl. þar sem fundarefnið var afleitt ástand vegarins. Í ályktuninni er m.a. skorað a sveitarstjórn að koma til liðs við íbúa við veginn með öllum ráðum og þrýsta á stjórnvöld um úrbætur.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudaginn 25. október, og munu listamenn sem dvelja í miðstöðinni kynna þar listsköpun sína. Húsið verður opið frá klukkan 16:00 til 18:00 og eru allir velkomnir þangað.
Meira

Ræsing Húnaþinga

Gerð hafa verið drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum um verkefnið Ræsing Húnaþinga. Í fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar frá 9. október sl. segir að markmið verkefnisins sé að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og sé þannig í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar.
Meira

Sýna myndir Valda frá Hrauni

Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar Steinssonar á Hrauni á Skaga verður opnuð sýning á málverkum eftir hann í Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð sunnudaginn 28. október kl: 15:00.
Meira