Kolefnisspor Norðurlands vestra greint
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.10.2018
kl. 14.08
Nýlega undirrituðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild snni. Verkefnið felur í sér úttekt á helstu orsakavöldum kolefnislosunar, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Eftir að þær niðurstöður eru fengnar verða möguleikarnir greindir á minnkun á losun kolefnis annars vegar og hins vegar á því hvaða mótvægisaðgerðir koma helst til greina í landshlutanum. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira