Fréttir

Hakk, kjúlli og Lava bomba

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira

Köngulóin - Áskorendapenninn Jessica Aquino Hvammstanga

Ég var sex ára þegar ég féll fyrir töfrum náttúrunnar í fyrsta sinn. Pabbi minn sýndi mér kónguló sem sat ofan á stórum, hvítum og loðnum eggjapoka. Ég fylgdist með þegar hann potaði varlega í pokann með litlu priki. Þegar það nálgaðist sekkinn sá ég kóngulóna lyfta framfótunum til að verja fjársjóð sinn.
Meira

Skíði, skíði og skíði

Nú fer að styttast í páskahelgina og þá er tilvalið að fyrir fjölskyldur, nú eða einstæðinga, að skella sér á skíði á nýjasta skíðasvæði landsins, í Tindastól. Þar er páskadagskráin tilbúin og verður ansi heitt í kolunum í orðsins fyllstu merkingu.
Meira

Brynjar Þór kveður lið Tindastóls

Feyki barst rétt í þessu fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem fram kemur að stórskyttan Brynjar Þór Björnsson hafi óskað eftir að fá sig lausan af samningi við KKD Tindastóls af persónulegum ástæðum. Brynjar söðlaði um síðasta sumar og skipti úr meistaraliði KR yfir í Síkið til Maltbikarmeistara Tindastóls.
Meira

Íþrótta- og útivistardagur grunnskólanna í Húnavatnssýslum

Grunnskólarnir í Húnavatnssýslum héldu sinn árlega íþrótta- og útivistardag á Blönduósi í gær. Þangað mættu um 150 nemendur 7.-10. bekkja Blönduskóla, Höfðaskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra og vörðu deginum saman við alls kyns hreyfingu og útivist.
Meira

Stóðhestaveisla og skagfirsk ræktun

Annað kvöld, 13.apríl, verður blásið til stórhátíðar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þegar glæstir og hátt dæmdir stóðhestar ásamt gæðingum úr skagfirskri ræktun koma fram en það eru Hrossarækt ehf og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga sem standa að sýningunni.
Meira

Ársmiði í Glaumbæ

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Byggðasafni Skagfirðinga að þegar lögheimilisíbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar kaupa sér aðgangsmiða á safnið í Glaumbæ gildir miðinn í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna. Með þessu er vonast til að fólk venji komur sínar sem oftast á safnið, mæti á viðburði með fjölskyldu og gesti, og taki þannig virkari þátt í starfsemi safnsins.
Meira

Eitt stórt klúður eða mörg smá?

Send voru til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku, drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Í frétt á vef Feykis er farið yfir stöðu mála og rætt við oddvita Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn. Þar þykir mér vera farið heldur frjálslega með staðreyndir málsins, og gefið í skyn að einungis sé um 15% umfram kostnað á verkefninu að ræða. Að því tilefni ætla ég að fara yfir nokkrar staðreyndir málsins.
Meira

Heilbrigðisráðherra úthlutar fé til heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
Meira

Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum hlutu Landgræðsluverðlaun 2019

Í gær voru Landgræðsluverðlaunin afhent í 29. sinn á ársfundi Landgræðslunnar á Grand Hótel í Reykjavík. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Lionsklúbbur Skagafjarðar og ábúendur að Goðdölum í Skagafirði fengu verðlaun ásamt Fjörulöllum í Vík.
Meira