Fréttir

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 1 sem er frummat smávirkjana. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Meira

Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi.
Meira

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Landbúnaðarsýning fór fram í Reykjavík fyrir sunnan um helgina og herma fréttir að bærilega hafi til tekist. Gestir hvaðanæva að af landinu komu til að líta herlegheitin augum og flestir ánægðir. Það var þó einn sauðfjárbóndi úr Skagafirði sem hafði samband við Feyki og segir farir sínar ekki sléttar. „Ekki nóg með að einhver pilsaglenna meinaði mér að míga upp við vegg heldur mættu einhverjir kónar í júníformi sem bönnuðu mér að leggja bílnum mínum við þessa svokölluðu höll,“ segir Gísli Sölmundsson bóndi í Grænukinn í Vesturdal í Skagafirði.
Meira

Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Meira

Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Fjölnet valið til að reka tölvukerfi fyrir kærunefnd útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast.
Meira

Það sem JFK kenndi mér – Áskorendapenni Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Fræg eru orð Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta við embættistöku hans í janúar 1961: „Þess vegna, landar mínir, spyrjið ekki, hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landið ykkar." Þessi orð JFK koma oft upp í huga minn við hin ýmsu tækifæri. Þau má nefnilega heimfæra upp á svo margt. Hvað get ég gefið í samskiptum við fjölskyldu og vini, vinnufélaga, sveitunga? Hvað get ég gefið í félagsskap hverskonar? Hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt? Og áfram mætti halda. Það er jú sælla að gefa en þiggja segir einhversstaðar í frægri bók.
Meira

Helga Rós Indriðadóttir og Skagfirski kammerkórinn ráðast í metnaðarfullt stórvirki

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum þessa dagana en nú standa yfir hjá kórnum æfingar á verkinu Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Dagskráin er tvískipt og er hinn hluti tónleikanna helgaður íslenska einsöngslaginu. Hefur kórinn fengið í lið með sér félaga úr Kammerkór Norðurlands, Kalman listfélag á Akranesi ásamt Sinfóníettu Vesturlands og Guðmund Óla Gunnarsson sem stjórnar hljómsveit og kór ásamt því að útsetja einsöngslögin sem flutt verða af tenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur sem jafnframt er stjórnandi Kammerkórsins.
Meira

Forkynning deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á Vatnsnesi

Selasetur Íslands hefur látið vinna deiliskipulagstillögu fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum og er skipulagssvæðið um 90 ha að flatarmáli. Skipulagsgögnin samanstanda af tveimur skipulagsuppdráttum og greinargerð frá Landslagi ehf. ásamt fornleifaskýrslu.
Meira

Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Meira