Fréttir

Jón Þór Eyþórsson ráðinn viðburðarstjóri Húnavöku

Blönduósbær hefur ráðið Jón Þór Eyþórsson sem viðburðarstjóra fyrir Húnavöku 2019, en Jón Þór var valinn úr hópi ellefu umsækjenda sem sóttu um starfið, sem var auglýst í mars sl.
Meira

Hafsteinn Ingi með fernu fyrir Stólana í Lengjubikarnum

Karlalið Tindastóls mætti liði Æskunnar úr Eyjafirði í fyrstu umferð Mjókurbikarsins síðastliðinn laugardag og var spilað á gervigrasinu á Króknum. Æskan þvældist ekki mikið fyrir Stólunum sem sigruðu örugglega 5-0 og eru því komnir í aðra umferð þar sem strákarnir mæti liði Völsungs nú síðar í apríl.
Meira

Að kunna á kerfið - leikdómur um Gullregn

Það ríkir alltaf mikil eftirvænting þegar Leikfélag Hofsóss setur upp nýja sýningu. Í þessu litla byggðarlagi er haldið uppi ótrúlega öflugu Leikfélagi, sem vakið var upp af nokkrum dvala fyrir tæpum 20 árum að mér skilst. Kjarni félagsins, hvort sem er innan sviðs eða utan, eru miklir reynsluboltar. Það sýnir sig svo sannarlega í nýjustu uppfærslunni, Gullregni eftir Ragnar Bragason í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.
Meira

Opnunartímar sundlauga um páskana á Norðurlandi vestra

Nú þegar páskarnir eru á næsta leyti og útséð með það að komast á skíði í Tindastól er alveg tilvalið að skella sér í sund, segja þeir sem vit hafa, enda löng fríhelgi og rauðar tölur í kortunum. Svo óheppilega vildi til að rangar tímasetningar voru auglýstar í Sjónhorninu um hvenær væri opið í sundlaugunum í Varmahlíða og á Hofsósi.
Meira

„Lengst af voru engar græjur til heima“ / ÞORGEIR TRYGGVA

Sá er svarar Tón-lystinni að þessu sinni er kannski best þekktur fyrir að smyrja bókmenntaáhuga þjóðarinnar með smitandi lestrargleði í Kiljuþáttum Egils Helgasonar. Það er Þingeyingurinn Þorgeir Tryggvason, býr í reykvísku póstnúmeri, sem tókst að heilla Skagfirðinga á dögunum með því að gangast við því að geta rekið ættir sínar í Skagafjörðinn þegar hann var að tjá sig um nýjustu bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur styrk úr Byggðarannsóknasjóði

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Siglufirði þann 11. apríl sl. var kynnt hvaða verkefni fengju styrk úr Byggðarannsóknasjóði að þessu sinni. Verkefnin þrjú sem hlutu styrk eru rannsóknir sem lúta að minjavernd og ferðaþjónustu, landbúnaði og búsetuskilyrðum. Frá þessu er sagt á vef Byggðastofnunar.
Meira

Stólastúlkur efstar í sínum riðli

Kvennalið Tindastóls mætti liði Fjölnis úr Grafarvogi á gervigrasinu á Króknum nú á sunnudaginn í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum. Bæði lið áttu möguleika á að enda í efsta sæti í 1. riðli C deildar kvenna en Fjölnisstúlkur urðu þó að vinna leikinn en jafntefli dugði liði Tindastóls. Eftir hörkuleik þá fór að stelpurnar skiptust á jafnan hlut. Lokatölur 2-2.
Meira

Góður íbúafundur um skólabyggingu í Húnaþingi

Íbúafundur um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskóla Húnaþings vestra og lóðarskipulag var haldin í félagsheimili Hvammstanga þann 10. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu Húnaþings vestra mættu um 40 manns á fundinn. Magdalena Sigurðardóttir og Gunnhildur Melsted, arkitektar hjá VA arkitektum voru með kynningu á viðbyggingu við grunnskólann en vinna við hönnun á innra skipulagi hefur verið í gangi frá áramótum og stendur nú yfir kynningarferli á tillögunni.
Meira

Sýndarveruleiki meirihluta

Fyrir rúmlega ári síðan sendi undirrituð fyrirspurn til Byggðarráðs Skagafjarðar og óskaði eftir að fá nánari upplýsingar um samninga þá sem Sveitarfélagið hafði gert við fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. Svar meirihluta Byggðarráðs var á þá leið að samningur við Sýndarveruleika ehf. væri viðskiptasamningur og því trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna (sjá fundargerð Byggðarráðs þann 5. apríl 2018).
Meira

Lykilleikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Á dögunum skrifuðu lykilleikmenn meistaraflokks karla í körfubolta undir nýja samninga við lið Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil. Þar með er allri óvissu eytt um þá ungu leikmenn sem ósjaldan hafa verið orðaðir við skólagöngu syðra og liðsskiptingu sem óhjákvæmilega fylgdu með. Óhætt er að segja að hér sé um gleðitíðindi að ræða enda öfluga heimamenn um að ræða sem hafa verið í lykilhlutverki fyrir Tindastól á undanförnum árum.
Meira