Fréttir

Skíðavertíðinni lokið í Tindastól – Engin skíðahátíð um páskana

Nú er útséð með það að ekkert verður úr páskagleðinni sem vera átti á skíðasvæði Tindastóls og formlegri vígslu nýju lyftunnar frestað enn einu sinni. Viggó Jónsson, staðarhaldari, segir allan snjó horfinn og ekkert hægt við því að gera. „Gríðarleg vonbrigði og mikið fjárhagslegt tjón,“ segir hann.
Meira

Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?

Prjónagleði verður haldin á Blönduósi nú um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og er það Textilmiðstöð Íslands ásamt samstarfsaðilum á Blönduósi sem að henni stendur.
Meira

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um Skárastaðamál

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Sagan gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu forlagsins.
Meira

Ég er bara röflandi kerling!

Sem fv. íbúi Skagafjarðar og fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar þar, langar mig að rita nokkur orð um störf embættismanna sem starfa hjá sveitarfélaginu. Aðgengismál hafa verið mér hugleikin frá því að fv. eiginmaður minn, hlaut mænuskaða eftir vinnuslys árið 2011 og var hjólastóll því hluti að mínu lífi um tíma.
Meira

Israel Martin og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Israel Martin, þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem þjálfari liðsins. Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákvörðunin hafi verið tekin í mestu vinsemd og báðir aðilar fari sáttir frá borði.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar haldinn á Siglufirði

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Siglufirði sl. fimmtudag, 11. apríl. Á fundinum flutti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp þar sem hann fjallaði meðal annars um samgöngumál, byggðaáætlun og nýtt Byggðamálaráð. Einnig tilkynnti hann um nýja stjórn Byggðastofnunar en nýr formaður stjórnar er Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, sem tekur við af Illuga Gunnarssyni sem nú lætur af störfum eftir tveggja ára formennsku.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti yngri flokka í júdó

Íslandsmót yngri flokka í júdó var haldið í Laugabóli í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa á mótinu af rúmlega hundrað keppendum. Mótið er venjulega það fjölmennasta ár hvert og markar lok keppnistímabilsins á Íslandi. Rúmlega hundrað keppendur mættu til leiks og keppt var í þyngdar- og aldursflokkum.
Meira

Vatnavextir í Vatnsdal

Húni.is segir frá því að Vatnsdalur standi svo sannarlega undir nafni í dag. flæðir Vatnsdalsá yfir bakka sína svo um munar enda verið hlýtt í veðri og leysingar miklar en hitinn mun hafa farið í 16 stig í gær og var sólbráð mikil. Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi skoðaði aðstæður í dalnum í morgun og tók nokkrar myndir með flygildinu sínu. Að sögn Höskuldar flæðir vatn yfir tún og engi í neðri hlta dalsins og yfir veginn norðan við Hvamm á u.þ.b. 50 m kafla. Einnig er vegurinn í sundur niður að Undirfellsrétt.
Meira

„Við verðum að horfa fram á veginn“

Það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar liðið tapaði oddaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar nú á dögunum. Þrettán stigum undir þegar fjórar mínútur voru eftir af fimmta leik liðanna tókst Þórsurum það sem átti eiginlega ekki að vera hægt; að snúa leiknum á hvolf og vinna sigur í leik sem var ekkert annað en fáránlegur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Israel Martin.
Meira

Út við himinbláu sundin - Viltu vinna þér inn miða

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Mælifelli á Sauðárkróki sem bera heitið Út við himinbláu sundin. Kvöldið eftir, þann 26., verða þeir endurteknir í Hofi á Akureyri og þangað gætir þú farið á frímiða.
Meira