Fréttir

Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall.
Meira

Vatnstjón vegna ofna á 3ja daga fresti

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS en á heimasíðu þess kemur fram að oft megi sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.
Meira

100.000 gestir á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Um hundrað þúsund gestir komu í heimsókn á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 er haldin var í Laugardalshöll um helgina. Slík aðsókn hefur vart sést á sýningu á Íslandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar voru undirtektir afar jákvæðar:
Meira

Fimmtugasta íbúð Búhölda afhent nýjum eigendum

Í gær var fimmtugasta og jafnframt síðasta íbúðin afhent nýjum eigendum sem Búhöldar, félag um byggingu húsa fyrir eldri borgara á Sauðárkróki, var með í smíðum. Þá hafa risið alls 25 parhús á þess vegum á 18 árum en fyrsta íbúðin var afhent árið 2000.
Meira

Kollóttur hrútur frá Syðri-Reykjum hrútur sýningarinnar á Bergstöðum - Myndasyrpa

Lambhrúta og gimbrasýning var haldin í Miðfjarðarhólfi föstud. 12.okt. að Bergsstöðum í Miðfirði. Keppt var í þremur flokkum lambhrúta, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, ásamt tveimur hópum gimbra, mislitar gimbrar, sem voru verðlaunaðar eftir átaki og skrautgimbrar en þá var einungis horft til litar eða sérstöðu. Elín Skúladóttir á Bergsstöðum segir að ekki hafi verið stigað á staðnum, heldur látið dagsformið ráða.
Meira

Rabb-a-babb 169: Höskuldur

Nafn: Höskuldur Birkir Erlingsson. Fjölskylduhagir: Kvæntur góðri konu, Elínu Rósu Bjarnadóttur, og eigum við samtals sjö börn og sex barnabörn. Búseta: Blönduós (nafli alheimsins). Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Actionman í skriðdreka. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Sir Alex Ferguson, Sir Bobby Charlton og Sir MattBusby. Ég myndi drekka í mig allan þeirra fróðleik um knattspyrnu.
Meira

Krækjur í toppsæti 2. deildar

Krækjur frá Sauðárkróki tóku þátt í keppni í 2. deild Íslandsmótsins í blaki um helgina og var spilað á Neskaupstað. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sex leiki sína 2-0 og töpuðu því ekki einni hrinu á mótinu.
Meira

Heba og Sigfús Ólafur ráðin verkefnastjórar

Búið er að ráða í verkefnastöðurnar tvær sem Svf. Skagafjörður auglýsti lausar fyrr í haust. Tíu sóttu um aðra verkefnastjórastöðuna en fimmtán um hina. Tíu manns sóttu um en einn dró umsókn til baka vegna verkefnastjórastöðunnar sem var titluð deildarstjóri en þar var Sigfús Ólafur Guðmundsson ráðinn. Fimmtán sóttu um en tveir drógu umsókn til baka vegna hinnar stöðunnar, verkefnastjóri 3, og var Heba Guðmundsdóttir ráðin.
Meira

Stólarnir mæta Sandgerðingum syðra í Geysis-bikarnum

Síðastliðinn mánudag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin.
Meira

Birnur gerðu gott mót

Fyrsta keppnishelgin af þremur á Íslandsmótinu í blaki fór fram um helgina og fór keppnin í 4. deildinni fram á Hvammstanga. Birnur frá Hvammstanga, sem keppa undir merki Kormáks, nýttu sér heimavöllin og stemninguna sem var í stúkunni vel og kræktu í 6 stig og 6. sætið í 4. deild en þar tóku tólf lið þátt.
Meira