Fréttir

Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan í gær. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel í gær en heimastúlkur náðu yfirhöndinni fljótlega og náðu síðan upp góðu forskoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70.
Meira

Solla á Miðsitju heiðruð

Þann 28. október sl. var haldin, í Gullhömrum í Grafarholti, uppskeruhátíð hestamanna á landsvísu í boði Landssambands hestamanna og Félagi hrossabænda. Þar var hestaafreksfólk heiðrað fyrir afrek sín á sýningar- og keppnisvellinum og sérstök heiðursverðlaun FHB kom í hlut Sólveigar Stefánsdóttur frá Miðsitju í Skagafirði.
Meira

Lionsklúbbarnir bjóða til fræðslufundar

Undanfarin ár hafa Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki, Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks, boðið fólki upp á blóðsykurmælingar á þessum tíma árs en baráttan við sykursýki er eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar og hefur hún beitt sér á þeim vettvangi á ýmsan hátt.
Meira

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Hellisbúanum aflýst

Vegna dræmrar miðasölu og óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa fjáröflunarkvöldi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem átti að fara fram í kvöld. Í tilkynningu á Facebooksíðu deildarinnar er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en stefnt er á að halda Fjáröflunarkvöld eftir áramót.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Fullveldisfernur koma í búðir í dag

Nú í nóvemberbyrjun lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur koma í búðir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisárið verða á mjólkurfernunum út afmælisárið og eru bundnar miklar vonir við að landsmenn taki fernunum fagnandi og verði einhvers vísari um þetta merkisár í Íslandssögunni.
Meira

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Gott að búa í Húnaþingi vestra - Áskorandi Magnús Eðvaldsson Hvammstanga

Unnur fráfarandi oddviti Húnaþings skoraði á mig að skrifa eitthvað í Feyki og ég skorast ekki undan því frekar en öðru sem ég er beðinn um að gera. Ég er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og flutti aftur heim fyrir 14 árum eftir námsdvöl á Suðurlandinu.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira