Fréttir

Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki

Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Meira

Úrslit frá firmakeppni Skagfirðings

Góð þátttaka var í Firmamóti Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldið var í blíðskaparveðri 25.apríl sl., sumardaginn fyrsta og stemningin góð. Að keppni lokinni voru úrslit gerð kunn í Tjarnarbæ, þar sem hið margrómaða kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum.
Meira

Lokafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra

Ratsjáin á Norðurlandi vestra hélt sinn fimmta og síðasta fund hjá Seal Travel á Hvammstanga sl. mánudag. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu og skoðaði um leið Selasetur Íslands. Að því loknu tók við greiningarvinna sem unnin var á Hótel Laugarbakka og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og styrkti enn frekar stoðirnar sem er einmitt mikilvægur hluti verkefnisins að því er segir á vefsíðu Ratsjárinnar.
Meira

Undirbúningur á fullu fyrir komu flóttamanna til Hvammstanga

Þann 14. maí munu 23 sýrlenskir flóttamenn koma til Hvammstanga. Er hér um að ræða fimm fjölskyldur sem hafa dvalið í Líbanon í 3-5 ár. Fólkið er á aldrinum eins árs til 38 ára og eru fimm barnanna sem tilheyra hópnum fædd í Líbanon. Sveitarfélagið hefur nú gefið út dreifibréf með hagnýtum upplýsingum varðandi móttöku fólksins og þætti eins og venjur, trúarbrögð, skólagöngu og menntun, starfsfólk sem stýrir móttökunni og fleira. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef Húnaþings vestra.
Meira

Baldur Þór að taka við Tindastóli?

Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira

Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar, heldur sína árlegu vortónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga, sunnudaginn 5. maí, kl. 17:00. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson, meðleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir sópran.
Meira

Verkefnastjórar ráðnir vegna móttöku flóttafólks á Blönduósi

Blönduósbær hefur ráðið Þórunni Ólafsdóttur sem verkefnastjóra, vegna móttöku flóttafólks til Blönduóss, en Þórunn hefur fjölbreytta reynslu af störfum með fólki á flótta, og starfaði fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá hefur einnig verð gengið frá ráðningu á Kinan Kadoni, sem túlks, stuðningsfulltrúa og menningarmiðlara, vegna móttöku flóttafólks en Kinan sem er sýrlenskur að uppruna, hefur unnið að þessum málum m.a., sem túlkur og menningarmiðlari, m.a., á Ísafirði og í Reykjavík.
Meira

Styðjum saman við menningarlegt stórvirki

Atorka og frumkvæði þeirra hjónanna á Kringlumýri í Skagafirði, Sigurðar Hansen og Maríu Guðmundsdóttur, við menningarlega uppbyggingu á varla sinn líkan. Við sem erum tíðir gestir á Kringlumýri, undrumst svo sem ekki lengur áræði þeirra og hugmyndaauðgi á þessu sviði. Og núna er verið að stíga enn eitt risaskrefið. -Ég vil með þessum orðum hvetja þá sem þess eiga kost að leggja þessu einstæða verkefni lið.
Meira

Pilsaþytur fagnar formlegri stofnun - Samkoma í Melsgili með dansi og harmóníkuspili

Þeir sem lagt hafa leið sína á opinberar samkomur í Skagafirði undanfarin ár hafa vafalaust, margir hverjir, tekið eftir og trúlega hrifist af, nokkrum fallega prúðbúnum konum sem spranga um hnarreistar á litríkum þjóðbúningum. Trúlega eiga flestar þessara kvenna það sameiginlegt að vera félagar í litlum hópi sem kallar sig Pilsaþyt en sá félagsskapur lét verða af því á dögunum að stofna formlegt félag um áhugamál sitt og hyggst hann standa fyrir uppákomu í Melsgili í komandi Sæluviku. Feykir hitti einn af forsprökkum þessa félagsskapar, Ástu Ólöfu Jónsdóttur, að máli á dögunum og fékk hana til að segja okkur örlítið frá þessum skemmtilega hópi.
Meira

Besta afkoma KS í 130 ára sögu félagsins

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn sl. laugardag en rekstur félagsins á síðasta ári samanstóð af sömu fyrirtækjum og mynduðu rekstrarsamstæðu þess árið á undan. Rekstrarhagnaður 2018 eftir skatta er 5 milljarðar og eigið fé við árslok um 34 milljarðar króna.
Meira