Bifreiðaverkstæði setur strik í reikninginn með geymslurými Byggðasafns Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður
01.11.2018
kl. 09.11
Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar í síðustu viku var lagt fram bréf frá Safnaráði varðandi eftirlitsferð vegna nýs varðveislurýmis Byggðasafns Skagfirðinga að Borgarflöt á Sauðárkróki. Gerðar eru athugasemdir við langtímavarðveislu gripa í húsnæðinu hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu einkum vegna bifreiðaverkstæðis við hliðina á varðveislurýminu.
Meira