Fréttir

Bifreiðaverkstæði setur strik í reikninginn með geymslurými Byggðasafns Skagfirðinga

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar í síðustu viku var lagt fram bréf frá Safnaráði varðandi eftirlitsferð vegna nýs varðveislurýmis Byggðasafns Skagfirðinga að Borgarflöt á Sauðárkróki. Gerðar eru athugasemdir við langtímavarðveislu gripa í húsnæðinu hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu einkum vegna bifreiðaverkstæðis við hliðina á varðveislurýminu.
Meira

Listsköpun lúinna handa - Opnun málverkasýningar í Lindabæ

Sl. sunnudag var málverkasýningin Listsköpun lúinna handa opnuð í Búminjasafninu í Lindabæ. Þar getur að líta myndir sem Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, málaði á efri árum sínum ásamt ýmsu öðru handverki hans, s.s. tálguðum skipum og bókbandi en sýninguna settu synir hans upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar þann 3. október sl.
Meira

„Viðhorf og vellíðan" - fyrirlestur í FNV

Þann 1. nóvember kl. 20:00 mun Helga Jóhanna Oddsdóttir flytja erindi í Fjölbrautskóla Norðurlands vestra, stofu 102, á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Helga Jóhanna fjalla um áhrif viðhorfs á líðan okkar og árangur, hvar sem við erum stödd á lífsleiðinni.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir deiliskipulag fyrir Flatnefsstaði

Á fundi sínum þann 18. október sl. samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi. Svæðið sem um ræðir er 90 hektarar að stærð og nær yfir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á vestanverðu Vatnsnesi.
Meira

Alawoya leysir King af í körfuboltanum

Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Bandaríkjanna í nóvember og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfuknattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi.
Meira

Stelpur geta allt

Þann 13. október síðastliðinn bauð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar öllum stúlkum í 7. bekk grunnskólanna í Skagafirði á námskeið sem nefnist „Stelpur geta allt“ og var námskeiðið ætlað til eflingar sjálfsmyndar stúlkna. Er þetta annað árið sem klúbburinn stendur fyrir slíku námskeiði en það fyrsta var haldið í október 2017 og mæltist vel fyrir.
Meira

Rjúpurnar hurfu um nóttina

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson á Sauðárkróki varð fyrir miklum vonbrigðum er hann leit út sl. laugardag og uppgötvaði að rjúpurnar tvær sem hann veiddi daginn áður voru horfnar en þær héngu á grein í einu trénu í garðinum hjá honum. Þar sem engin ummerki voru eftir rándýr taldi hann að einhver bíræfinn þjófur hefði verið að verki sem vantaði í jólamatinn eða þá einhver paur á leiðinni heim af barnum um nóttina og fundist hann vera fyndinn.
Meira

Sölusýning Félags hrossabænda í reiðhöllinni á Króknum

Næstkomandi föstudag efnir Félag hrossabænda til sölusýningar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl. 17:00. Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri, segir í tilkynningu frá FHB. Bein útsending verður frá viðburðinum sem verður dreift víða á Facebook og öðrum félagsmiðlum (fhb.is) og mun efnið lifa þar inni þannig fólk getur nálgast upptökuna af sínum hesti að lokinni sýningu.
Meira

Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls að veruleika

Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Írisi Ósk Elefsen og Guðmund Helga Gíslason verið fengin til starfa.
Meira

Dansverkið FUBAR í Bifröst á fimmtudag

Dansverkið FUBAR verður sýnt í Bifröst á Sauðárkróki nk. fimmtudag, 1. nóvember, klukkan 18:00. Höfundur verksins og aðaldansari er Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigga Soffía, en verkið er unnið í samstarfi við Jónas Sen, tónskáld og gagnrýnanda, sem kemur einnig fram í verkinu sem dansari en hann dansar með Siggu Soffíu í byrjunarsenu verksins með tai chi líkum dansi auk þess að semja tónlistina og spila á flygil í verkinu.
Meira