Fréttir

Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Meira

Verkalýðsdagurinn er á morgun

Verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er á morgun, 1. maí. Dagurinn á sér 130 ára sögu en það var á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 sem samþykkt var tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Lögðu þeir til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Meira

Nýjung á síðu SSNV

SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa nú sett upp svæði á heimasíðu sinni þar sem miðlað er auglýsingum um störf sem í boði eru á svæðinu ásamt störfum sem auglýst verða án staðsetningar.
Meira

Íbúafundir um mótun menntastefnu í Sæluviku

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar sem unnin er í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Boðið er til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna og eru foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum.
Meira

Íslandsmeistarinn í Vaxtarrækt lagði allt í undirbúninginn

Íslandsmeistarinn í vaxtarrækt, Gunnar Stefán Pétursson frá Sauðárkróki, hampaði titlinum á skírdag eftir harða keppni frá Sigurkarli Aðalsteinssyni. Leiðin að titlinum er löng og ströng, stífar æfingar og niðurskurður á fitu tekur um hálft ár.
Meira

Setningarávarp á Sæluviku 2019

Kæru Skagfirðingar og aðrir gestir. Sæluviku Skagafirðinga má líkja við heiðlóuna. Enda er hún er sannkallaður vorboði heimamanna, síðasti vetrardagur er að baki og í kjölfar hans kemur Sæluvika sem skartar fjölbreyttri menningardagskrá víðsvegar um fjörðinn. Sæluvika er lista- og menningarhátíð sem stendur yfir í heila viku og bera heimamenn á borð fyrir gesti og gangandi myndlist, leiklist, tónlist og aðrar menningarlegar kræsingar.
Meira

Nýr skólastjóri ráðinn að Höfðaskóla

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sl. föstudag, þann 8. apríl, var tekin ákvörðun um ráðningu Söru Diljár Hjálmarsdóttur sem skólastjóra við Höfðaskóla. Tveir umsækjendur voru um stöðuna, þær Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sonja Dröfn Helgadóttir, og rann umsóknarfrestur út þann 24. mars sl.
Meira

Húsgagna- og húsmunasöfnun á Blönduósi á vegum Rauða krossins

Rauði krossinn á Blönduósi óskar eftir húsmunum vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi sem væntanlegt er í næsta mánuði. Eftirtalda muni vantar og eru þeir sem eiga kost á því að taka þátt í söfnuninni vinsamlega beðnir að senda Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Rauða krossins, skilaboð á messenger með mynd af húsgagni/húsmunum, eða hringja í hana í síma s. 6959577.
Meira

Heita vatnið tekið af vestan Blöndu

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að í dag, mánudaginn 29. apríl, verði heitavatnslaust á Blönduósi, vestan (sunnan) Blöndu frá kl. 10:00 til 12:00 vegna endanlegrar viðgerðar á bilun. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
Meira

Þróttarar Lengjubikarmeistari C riðils

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli í dag þegar stelpurnar í Tindastól tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Fjöldi fólks mætti á völlinn enda skartaði Skagafjörður sínu besta veðri. Óhætt má segja að Stólar hafi glutrað niður unnum leik og hafi verið sjálfum sér verstar.
Meira