Fréttir

Vill styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma þar með til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Meira

Tíu daga matarhátíð á Norðurlandi vestra

Matarhátíðin Réttir verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu sem standa að hátíðinni.
Meira

Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd

Nú stendur yfir uppsetning á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta í höfninni á Skagaströnd og var lokið við hluta af uppsetningu þeirra í gær. Frágangi vegna framkvæmdanna er enn ekki lokið og hafa bryggjurnar því ekki verið teknar í notkun, en formlega opnun verður tilkynnt síðar. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Líðan ökumannsins þokkaleg miðað við aðstæður

Talið er að milli 13 og 17 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í jarðveginn þar sem olíubíll frá Olíudreifingu valt út af veginum á Öxnadalsheiði í gær. Olíubíllinn hefur verið fluttur til Reykjavíkur og er, að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, ónýtur.
Meira

Golfklúbburinn Ós býður upp á námskeið

Golfklúbburinn Ós stendur fyrir námskeiðum í golfi á morgun, föstudag, og á laugardaginn þar sem hinn þekkti golfkennari, John Garner, mun leiðbeina. Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum og einnig verður boðið upp á sérstakt kvennanámskeið.
Meira

Trölli sendir úr frá Eldi í Húnaþingi

Útvarpsstöðin Trölli verður með beinar útsendingar frá Hvammstanga og nágrenni á hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem hefst í dag og stendur til sunnudags.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira

Spennandi mót hjá Markviss

Skotfélagið Markviss var með opinn dag á skotsvæði sínu á laugardegi á nýafstaðinni Húnavökuhelgi þar sem gestum og gangandi gafst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reyna sig við leirdúfur og skotmörk undir handleiðslu félagsmanna. Síðar sama dag fór hið árlega Höskuldsmót fram en það er haldið til heiðurs lögreglumanninum Höskuldi B. Erlingssyni á Blönduósi.
Meira

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Meira

Meira en 40 viðburðir í boði á Eldi í Húnaþingi

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, og kennir þar margra grasa eins og endranær en þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin. Hún stendur til sunnudags og rekur hver viðburðurinn annan á dagskránni sem er stútfull af spennandi atriðum.
Meira