Fréttir

Að vera foreldri - Áskorandi Luís Augusto F. B. de Aquino á Hvammstanga

Skilgreiningar á fólki hafa alltaf vakið áhuga minn. Þegar ég var að alast upp, fannst mér mjög erfitt að skilja hvers vegna. Einhverra hluta vegna finna menn oft hjá sér þörf til að sýnast vera eitthvað, eða einhver, sem þeir ekki eru, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Og að tala ekki um hlutina varpar skugga á það sem við hefðum átt að vera upplýst um fyrir löngu.
Meira

Hárið valið sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra var í gærkvöldi útnefnd sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Valið var tilkynnt á hátíðarkvöldverði í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga sem fram fer á Húsavík nú um helgina. Er þetta í tuttugasta og stjötta sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi af landsbyggðinni að setja sýningu sína upp á fjölum hússins.
Meira

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira

Frábærlega skrifað leikrit með stórskemmtilegri persónusköpun og æðislegri tónlist - Myndaveisla

Síðasta sunnudag var Sæluvika Skagfirðinga sett með pompi og prakt, og endaði dagurinn venju samkvæmt á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks. Sæluvikustykkið þetta árið er Fylgd – frumsamið leikrit eftir hann Guðbrand okkar Ægi Ásbjörnsson sem við Sauðárkróksbúar getum stolt sagt að við „eigum“. Það hefur náttúrulega verið í almannavitund í mörg ár að maðurinn er einn af auðlindum okkar Skagfirðinga, og olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum með þessu verki!
Meira

Hjálmar Sigmarsson 100 ára

Hjálmar Sigmarsson er fæddur þann 24. apríl árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann fæddist á sumardaginn fyrsta og var hann skírður Hjálmar Sumarsveinn og sagði móðir hans að hann væri besta sumargjöf sem að hún hefði fengið. Foreldrar hans voru Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir og Sigmar Þorleifsson, bændur í Svínavallakoti. Hjálmar er fjórði í röð átta bræðra.
Meira

Sæluvikulokaspretturinn er hafinn

Þá er endasprettur Sæluviku að hefjast, eins og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í dag er lokadagur sölusýningar á verkum notenda Iðju-dagþjónustu í Landsbankanum og SÝN myndlistasýningar í Safnahúsinu. Vinnustofa og steinasafn er opið í Víðihlíð 35. Töfrasýning með Einari Mikael töframanni verður í Króksbíói og Hátæknisýningin Heimur norðurljósa tekur á móti gestum í Puffin and Friends.
Meira

Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn 20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00. Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Dimmalimm á Blönduósi

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Dimmalimm í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 16:00. Leikritið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir núna í vor. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar.
Meira

Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.
Meira

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019, sem fram fer dagana 8. – 28. maí, er í fullum gangi en megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þegar þetta er skrifað hefur einn vinnustaður í Akrahreppi skráð þátttöku, einn í Húnaþing vestra, sjö í Sveitarfélaginu Skagafirði og einn í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Meira