Fréttir

Leggja til að umferðarhraði í Blönduósbæ verði lækkaður

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar fjallaði á fundi sínum þann 24. október sl. um umferðarmál á Blönduósi. Farið var yfir samþykkt um umferðarmál þéttbýlis Blönduósbæjar en þar er lagt til að umferðarhraði í þéttbýli Blönduósbæjar skuli annars vegar vera 35 km og hins vegar 50 km skv. teikningu sem unnin var á fundinum.
Meira

Góður fundur UMSS í Varmahlíð í gær

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt fræðslufund fyrir stjórnarmenn og þjálfara aðildarfélaga þess í Miðgarði í gær. Þar átti m.a. að sæma sambandið viðurkenningunni Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en vegna forfalla stjórnenda ÍSÍ frestast það um óákveðinn tíma. Ánægja var með góða mætingu gesta sem þökkuðu vel fyrir sig með lófaklappi í lok fundar. Óhætt er að segja að fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar hafi hreyft við fólki en hann ræddi um jákvæð samskipti.
Meira

Hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng

Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, heldur tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn kemur 9. nóv. kl 20.00. Með kórnum kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir auk þriggja manna hljómsveitar sem skipuð er einvalaliði hljóðfæraleikara, þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.
Meira

Binda vonir við að fundur með samgönguráðherra og fulltrúum Vegagerðar skili árangri

Íbúar við þjóðveg 711, um Vesturhóp og Vatnsnes, komu saman til fundar þann 31. október sl. þar sem fundarefnið var að meta árangur fyrri íbúafundar sem haldinn var þann 10. október sl. Framundan er fundur með samgönguráðherra, fulltrúum Vegagerðarinnar og sveitarstjórn og var fundinum einnig ætlað að undirbúa hann og skiptast á skoðunum varðandi vegamál svæðisins. Sá fundur er fyrirhugaður þann 14. nóvember nk. og segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir í samtali við mbl.is sl. föstudag að íbúar bindi miklar vonir við fundinn.
Meira

N4 heimsækir Karólínu í Hvammshlíð

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fór upp í dráttarvélarkaup. Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýskur að uppruna og keypti eyðijörð sem keyrt er að þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst.
Meira

Þrír krakkar ur Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu fyrir U15 í fótbolta

Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni.
Meira

Genginn ævivegur - Ævisaga Gunnars í Hrútatungu

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi bókin Genginn ævivegur sem er ævisaga Gunnars Sæmundssonar frá Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar var um langt skeið forystumaður í sinni sveit og hefur starfað ötullega að ýmsum félagsmálum um dagana.
Meira

UMSS boðar stjórnarmenn og þjálfara á fræðslufund

Ungmennasamband Skagafjarðar boðar til fræðslufundar á morgun, 6. nóv. í Miðgarði kl. 18:00. Allir stjórnarmenn og þjálfarar aðildarfélaga UMSS hafa verið boðaðir á fundinn og eru hvattir til að mæta. Að sögn Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóra UMSS, verður aðaláhersla fundarins á nýjum siðareglum sambandsins og jákvæð samskipti. Þá verður UMSS viðurkennt sem fyrirmyndarhérað, annað í röðinni á landsvísu.
Meira

Stekkjastaur styrktur með steinasölu

Vinkonurnar Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris úr Húnaþingi vestra söfnuðu fallegum steinum og seldu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunarféð kr. 5.250 mun renna í jólasjóðinn Stekkjastaur í Húnaþingi vestra.
Meira

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?
Meira